Hvetja fólk til að hætta að nota sogrör Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. september 2017 20:41 Jarðarbúar nota fimm milljón sogrör á dag. vísir/getty Björn S. Gunnarsson, vöruþróunarstjóri MS segist hugleiða það að fjarlægja hin mjög svo óumhverfisvænu drykkjarrör af umbúðum G-mjólkurinnar. Þetta sagði Björn í samtali við Reykjavík síðdegis. Dóra Magnúsdóttir, verkefnisstjóri átaks um plastleysi, hvetur almenning til að taka höndum saman og hverfa frá sogrörunum. Vísir hafði samband við Dóru Magnúsdóttur, landfræðing, sem er ein átta kvenna sem stendur að átakinu Plastlaus september en hún er jafnframt verkefnisstjóri átaksins en hún hvetur Björn eindregið til þess að hætta með sogrörin. Þá segir hún einnig sé mikilvægt að almenningur átti sig á skaðsemi þeirra, þau valdi mikilli umhverfismengun og þau séu í raun algjör óþarfi. Björn sagði í útvarpsþættinum að MS hefði áður gert tilraun til þess að fjarlægja drykkjarrörið af G-mjólkurfernunum en við dræmar undirtektir neytenda. „Þá fengum við nú athugasemdir við það frá neytendum. Það virðist sem sumir séu nokkuð færir í að nota rörin til að hella út í kaffið.“ Björn segir að bæði fréttir af umhverfismengun Bandaríkjamanna og átakið Plastlaus september hafi orðið til þess að fyrirtækið hugleiði nú að fjarlægja sogrörin. Til þess að bregðast við þessu hyggst Björn leggja könnun fyrir neytendur til þess að athuga hvort vilji sé fyrir hendi. „Ég held að almenningur sé miklu meðvitaðri um umhverfisáhrif og neikvæð áhrif umbúða og það er náttúrulega ljóst að það þarf að minnka umbúðamagnið og efla endurvinnslufarvegi,“ segir Björn að lokum. Dóra segir almenning mjög háðan því að sjúga drykki en bendir á að það sé í rauninni algjör óþarfi. Ef ekkert verður að gert verða fleiri sogrör fleiri en fiskarnir í sjónum árið 2050. Jarðarbúar nota um 500 milljón einnota drykkjarröra á dag.Dóra stingur upp á einfaldri hugarfarsbreytingu: „Þegar við fáum okkur gosdrykk heima hjá okkur stingum við ekki rör í glasið okkar en það er eins og allt breytist við að fara á veitingastað þá stingur fólk plaströri ofan í glasið og sýgur drykkinn eins og eitthvað smábarn,“ segir Dóra sem segir þetta vera óþarfa. „Þetta er bull sem við erum búin að venja okkur á og bull sem er búið að „normalíserast.“ Við þurfum að kveikja á perunni og hugsa: „heyrðu, ég þarf ekkert plaströr í hvert skipti sem ég fæ mér drykk á veitingastað, ég bara drekk þetta eins og heima hjá mér,“ segir Dóra. Hún segir að átakið hafi gangið vonum framar: „Þetta hefur verið meiri og skemmtilegri vinna en við áttum von á. Við höfum samskipti við fólk í gegnum vefsíðuna og samfélagsmiðla.“ Þá hafa aðstandendur átaksins staðið fyrir ýmiss konar viðburðum.Dóra Magnúsdóttir, landfræðingur, en ein átta kvenna sem stendur að baki átakinu Plastlaus september.Dóra MagnúsdóttirDóra segir að sífellt fleiri sveitarfélög séu að hugleiða plast- og plastpokaleysi. „Það er svona stóra einfalda skrefið sem flestir geta tekið,“ bendir Dóra á.Hvers vegna er þessi tregða við að hreinlega banna plastpoka?„Það er kannski betra að vekja fólk til vitundarvakningar. Bann fyrir fólk sem hefur ekki vaknað til meðvitundar hljómar kannski eins og forræðishyggja. Ef þú ert búinn að átta þig á því hvað þetta er mikið vandamál og hvað það er auðvelt að sleppa plastpokunum þá finnst þér bannið bara sjálfsagt og eðlilegt,“ segir Dóra til útskýringar. Ég held það skipti miklu máli að hreyfa við og hrífa almenning með í þessari bylgju til þess að koma breytingum á. Það er það sem ég legg mikla áherslu á og okkur hefur tekist að hreyfa við ofboðslega mörgum.Hvað gerist síðan í október?„Þá er fólk vaknað. Þá er búið að hnippa í þig, þú búinn að velta fyrir þér vandanum og verða þér úti um margnota poka og þá detturðu ekkert aftur í sama farið,“ segir Dóra. Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira
Björn S. Gunnarsson, vöruþróunarstjóri MS segist hugleiða það að fjarlægja hin mjög svo óumhverfisvænu drykkjarrör af umbúðum G-mjólkurinnar. Þetta sagði Björn í samtali við Reykjavík síðdegis. Dóra Magnúsdóttir, verkefnisstjóri átaks um plastleysi, hvetur almenning til að taka höndum saman og hverfa frá sogrörunum. Vísir hafði samband við Dóru Magnúsdóttur, landfræðing, sem er ein átta kvenna sem stendur að átakinu Plastlaus september en hún er jafnframt verkefnisstjóri átaksins en hún hvetur Björn eindregið til þess að hætta með sogrörin. Þá segir hún einnig sé mikilvægt að almenningur átti sig á skaðsemi þeirra, þau valdi mikilli umhverfismengun og þau séu í raun algjör óþarfi. Björn sagði í útvarpsþættinum að MS hefði áður gert tilraun til þess að fjarlægja drykkjarrörið af G-mjólkurfernunum en við dræmar undirtektir neytenda. „Þá fengum við nú athugasemdir við það frá neytendum. Það virðist sem sumir séu nokkuð færir í að nota rörin til að hella út í kaffið.“ Björn segir að bæði fréttir af umhverfismengun Bandaríkjamanna og átakið Plastlaus september hafi orðið til þess að fyrirtækið hugleiði nú að fjarlægja sogrörin. Til þess að bregðast við þessu hyggst Björn leggja könnun fyrir neytendur til þess að athuga hvort vilji sé fyrir hendi. „Ég held að almenningur sé miklu meðvitaðri um umhverfisáhrif og neikvæð áhrif umbúða og það er náttúrulega ljóst að það þarf að minnka umbúðamagnið og efla endurvinnslufarvegi,“ segir Björn að lokum. Dóra segir almenning mjög háðan því að sjúga drykki en bendir á að það sé í rauninni algjör óþarfi. Ef ekkert verður að gert verða fleiri sogrör fleiri en fiskarnir í sjónum árið 2050. Jarðarbúar nota um 500 milljón einnota drykkjarröra á dag.Dóra stingur upp á einfaldri hugarfarsbreytingu: „Þegar við fáum okkur gosdrykk heima hjá okkur stingum við ekki rör í glasið okkar en það er eins og allt breytist við að fara á veitingastað þá stingur fólk plaströri ofan í glasið og sýgur drykkinn eins og eitthvað smábarn,“ segir Dóra sem segir þetta vera óþarfa. „Þetta er bull sem við erum búin að venja okkur á og bull sem er búið að „normalíserast.“ Við þurfum að kveikja á perunni og hugsa: „heyrðu, ég þarf ekkert plaströr í hvert skipti sem ég fæ mér drykk á veitingastað, ég bara drekk þetta eins og heima hjá mér,“ segir Dóra. Hún segir að átakið hafi gangið vonum framar: „Þetta hefur verið meiri og skemmtilegri vinna en við áttum von á. Við höfum samskipti við fólk í gegnum vefsíðuna og samfélagsmiðla.“ Þá hafa aðstandendur átaksins staðið fyrir ýmiss konar viðburðum.Dóra Magnúsdóttir, landfræðingur, en ein átta kvenna sem stendur að baki átakinu Plastlaus september.Dóra MagnúsdóttirDóra segir að sífellt fleiri sveitarfélög séu að hugleiða plast- og plastpokaleysi. „Það er svona stóra einfalda skrefið sem flestir geta tekið,“ bendir Dóra á.Hvers vegna er þessi tregða við að hreinlega banna plastpoka?„Það er kannski betra að vekja fólk til vitundarvakningar. Bann fyrir fólk sem hefur ekki vaknað til meðvitundar hljómar kannski eins og forræðishyggja. Ef þú ert búinn að átta þig á því hvað þetta er mikið vandamál og hvað það er auðvelt að sleppa plastpokunum þá finnst þér bannið bara sjálfsagt og eðlilegt,“ segir Dóra til útskýringar. Ég held það skipti miklu máli að hreyfa við og hrífa almenning með í þessari bylgju til þess að koma breytingum á. Það er það sem ég legg mikla áherslu á og okkur hefur tekist að hreyfa við ofboðslega mörgum.Hvað gerist síðan í október?„Þá er fólk vaknað. Þá er búið að hnippa í þig, þú búinn að velta fyrir þér vandanum og verða þér úti um margnota poka og þá detturðu ekkert aftur í sama farið,“ segir Dóra.
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira