Hrafnhildur Lúthersdóttir varð í fimmta sæti í 50 metra bringusundi á EM í 25 metra laug.
Hrafnhildur synti úrslitasundið á 30,03 sekúndum eða á nákvæmlega sama tíma og hún synti í undanúrslitasundinu klukkutíma áður. Hún jafnaði því eigið Íslandsmet sem var klukkutíma gamalt.
Hrafnhildur var 0,67 sekúndum á eftir Ruta Meilutyte frá Litháen sem hreppti gullverðlaunin.
Frábær árangur hjá okkar kona sem er augljóslega í frábæru formi.
Hrafnhildur í fimmta sæti

Tengdar fréttir

Annað Íslandsmetið í dag hjá Hrafnhildi skilaði henni í úrslit
Hrafnhildur Lúthersdóttir er komin í úrslitasundið á EM í 25 metra laug í Kaupmannahöfn eftir frábært undanúrslitasund. Hún fær aðeins um klukktíma til að jafna sig fyrir úrslitasundið.

Hrafnhildur með nýtt Íslandsmet og sæti í undanúrslitum
Hrafnhildur Lúthersdóttir bætti Íslandsmetið sitt í 50 metra bringusundi þegar hún tryggði sér sæti í undanúrslitum á EM í 25 metra laug í Kaupmannahöfn.