Lífið

Enn skapa dýnur usla í umferðinni

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Óþægilegt en samt undarlega þægilegt.
Óþægilegt en samt undarlega þægilegt. Vísir
Ef vegfarendur þyrftu að velja einn hlut til þessa að lenda í árekstri við er líklegt að dýna eða eitthvað álíka mjúkt myndi verða fyrir valinu.

Það er líklega það sem ökumaðurinn Aron Wood myndi segja en hann varð nýlega fyrir dýnu er hann ók í gegnum göng í Brisbane í Ástralíu.

Líkt og sjá má á myndbandinu hér fyrir neðan fauk hlutur af bíl sem var á undan Wood og mótorhjóli hans. Sem betur var hluturinn dýna og svo virðist sem dýnan hafi skorðast á milli hjóla mótorhjólsins og þannig hægt smám saman á för Wood.

Wood slapp nánast ómeiddur í samtali við Queensland Times sagði hann að hann hefði hlotið nokkra skurði.

Umferðarslysið, ef slys mætti kalla, minnir mjög á tvö önnur umferðarslys, þar sem allt lítur út fyrir að dýnurnar, þrátt fyrir að hafa verið valdur að slysunum sem um ræðir, hafi bjargað miklu.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.