Níu ára sonur Katrínar fékk bréf um að hann væri orðinn stjórnarformaður Byggðastofnunar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. maí 2017 16:07 Illugi Gunnarsson, bréfið sem níu ára alnafni hans fékk og Katrín Jakobsdóttir, móðir Illuga yngri. Illugi Gunnarsson, níu ára sonur Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, fékk í dag bréf frá innanríkisráðuneytinu þess efnis að búið væri að skipa hann í stjórn Byggðastofnunar og væri hann formaður stjórnar. Gunnar Sigvaldason, eiginmaður Katrínar, deildi bréfinu á Facebook-síðu sinni en ráðuneytinu urðu á þau mistök að senda það á rangan Illuga. Sonur Katrínar er nefnilega alnafni Illuga Gunnarssonar, fyrrverandi menntamálaráðherra, sem skipaður var formaður Byggðastofnunar í seinasta mánuði. „Ég er bara ótrúlega stolt af honum,“ segir Katrín skellihlæjandi í samtali við Vísi um þetta nýja ábyrgðarhlutverk sonar hennar. Aðspurð hvort þetta sé í fyrsta skipti sem hið opinbera ruglist á syni hennar og ráðherranum fyrrverandi segir Katrín að svo sé. „Við höfum einu sinni fengið jólakort en við gerðum ekkert úr því nema bara að áframsenda það á réttan stað en þetta er nú í fyrsta skipti sem hið opinbera ákveður að velja son okkar fram yfir þann eldri. Við tökum þetta mjög alvarlega og lítum á þetta sem mikla ábyrgðarstöðu fyrir þennan unga mann,“ segir Katrín létt og bætir við að syni finnist þetta mjög stórt verkefni að takast á við. „Hann hefur nú örugglega ekki átt von á þessu að hans frami yrði svona skjótur en ég hef nú gjarnan grínast með það að hann eigi eftir að gera stóra hluti á þessu pólitíska sviði því hann er mjög skoðanasterkur en ég hafði ekki áttað mig á að hann væri svona rosalega vel tengdur,“ segir Katrín. Katrín segir að sonur hennar viti af alnafna sínum og hafi hitti hann en að hann viti líka að hann sé nefndur eftir Illuga í Grettis sögu. „Hann er mjög áhugasamur um stjórnmál, ég veit ekki hvort það hafi eitthvað með nafnið að gera eða kannski móðurina, það kann jafnvel að vera,“ segir Katrín. Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri, sem skrifar undir bréfið hafði ekki heyrt af þessum mistökum við póstlagninguna þegar blaðamaður náði tali af henni. Hún afhenti Illuga hinum eldri formlega hans skipunarbréf á ársfundi Byggðastofnunar á dögunum svo hann er hinn raunverulegi formaður stjórnar. „Illugi hinn yngri er ábyggilega vel að þessu kominn en hann er kannski helst til of ungur,“ segir Ragnhildur sem er, eins og Katrínu, skemmt yfir þessu öllu saman. Tengdar fréttir Illugi Gunnarsson verður stjórnarformaður Byggðastofnunar Núverandi ráðherra byggðamála, Jón Gunnarsson, ætlar að skipta um stjórnarformann og velur hann Illuga til verksins. 24. apríl 2017 07:00 Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Fleiri fréttir Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Sjá meira
Illugi Gunnarsson, níu ára sonur Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, fékk í dag bréf frá innanríkisráðuneytinu þess efnis að búið væri að skipa hann í stjórn Byggðastofnunar og væri hann formaður stjórnar. Gunnar Sigvaldason, eiginmaður Katrínar, deildi bréfinu á Facebook-síðu sinni en ráðuneytinu urðu á þau mistök að senda það á rangan Illuga. Sonur Katrínar er nefnilega alnafni Illuga Gunnarssonar, fyrrverandi menntamálaráðherra, sem skipaður var formaður Byggðastofnunar í seinasta mánuði. „Ég er bara ótrúlega stolt af honum,“ segir Katrín skellihlæjandi í samtali við Vísi um þetta nýja ábyrgðarhlutverk sonar hennar. Aðspurð hvort þetta sé í fyrsta skipti sem hið opinbera ruglist á syni hennar og ráðherranum fyrrverandi segir Katrín að svo sé. „Við höfum einu sinni fengið jólakort en við gerðum ekkert úr því nema bara að áframsenda það á réttan stað en þetta er nú í fyrsta skipti sem hið opinbera ákveður að velja son okkar fram yfir þann eldri. Við tökum þetta mjög alvarlega og lítum á þetta sem mikla ábyrgðarstöðu fyrir þennan unga mann,“ segir Katrín létt og bætir við að syni finnist þetta mjög stórt verkefni að takast á við. „Hann hefur nú örugglega ekki átt von á þessu að hans frami yrði svona skjótur en ég hef nú gjarnan grínast með það að hann eigi eftir að gera stóra hluti á þessu pólitíska sviði því hann er mjög skoðanasterkur en ég hafði ekki áttað mig á að hann væri svona rosalega vel tengdur,“ segir Katrín. Katrín segir að sonur hennar viti af alnafna sínum og hafi hitti hann en að hann viti líka að hann sé nefndur eftir Illuga í Grettis sögu. „Hann er mjög áhugasamur um stjórnmál, ég veit ekki hvort það hafi eitthvað með nafnið að gera eða kannski móðurina, það kann jafnvel að vera,“ segir Katrín. Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri, sem skrifar undir bréfið hafði ekki heyrt af þessum mistökum við póstlagninguna þegar blaðamaður náði tali af henni. Hún afhenti Illuga hinum eldri formlega hans skipunarbréf á ársfundi Byggðastofnunar á dögunum svo hann er hinn raunverulegi formaður stjórnar. „Illugi hinn yngri er ábyggilega vel að þessu kominn en hann er kannski helst til of ungur,“ segir Ragnhildur sem er, eins og Katrínu, skemmt yfir þessu öllu saman.
Tengdar fréttir Illugi Gunnarsson verður stjórnarformaður Byggðastofnunar Núverandi ráðherra byggðamála, Jón Gunnarsson, ætlar að skipta um stjórnarformann og velur hann Illuga til verksins. 24. apríl 2017 07:00 Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Fleiri fréttir Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Sjá meira
Illugi Gunnarsson verður stjórnarformaður Byggðastofnunar Núverandi ráðherra byggðamála, Jón Gunnarsson, ætlar að skipta um stjórnarformann og velur hann Illuga til verksins. 24. apríl 2017 07:00