Nýtt greiðsluþátttökukerfi skref í rétta átt en margt hægt að bæta sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 15. apríl 2016 11:24 Ellen Calmon gagnrýnir það að ekkert samráð hafi verið haft við félagið í tengslum við nýtt frumvarp. Fréttablaðið/Anton Brink Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalags Íslands, segir frumvarp heilbrigðisráðherra um nýtt greiðsluþátttökukerfi sjúklinga skref í rétta átt. Hins vegar hefði hún viljað sjá tannlæknaþjónustu og sálfræðiþjónustu inni í kerfinu. „Við teljum þetta frumvarp vissulega skref í rétta átt. Þetta er einföldun á greiðsluþáttökukerfi sem áður var kannski í nokkrum bútum og ansi flókið. En við hefðum viljað sjá þarna inni tannlæknaþjónustu og sálfræðiþjónustu. Í greinargerðinni sá ég að þættir sem voru gjaldfrjálsir verða það áfram en engu nýju bætt við í raun og veru," segir Ellen. Hún segir erfitt að segja til um hversu mikla þýðingu nýtt greiðsluþátttökukerfi mun hafa. Félagið muni fara yfir frumvarpið og kynna sínar hugmyndir á málþingi í lok mánaðar. „Ég held að þetta breyti allavega því að þú átt ekki að velkjast í vafa um hver þín upphæð verður í lok árs varðandi þá þætti sem hafa verið færðir inn í þessu kerfi. En við höfum ekki náð að reikna hversu hagkvæmt eða óhagkvæmt þetta sé."Kristján Þór Júlíusson mælti fyrir frumvarpinu í gær. Samkvæmt því mun almennur notandi í nýju kerfi greiða að hámarki 95.200 kr á ári.visir/gvaEkkert samráð haft við félagið Ellen gagnrýnir það að ekkert samráð hafi verið haft við Öryrkjabandalagið, en fram kemur í frumvarpinu að það hafi verið gert. „Eitt af því sem ég sá í greinargerðinni með frumvarpinu að Öryrkjabandalagið hafi verið boðað á fund hjá þessari nefnd sem vann að þessum hugmyndum. Við óskuðum ítrekað eftir aðkomu að nefndinni. Við fengum einu sinni hálftíma upplýsingafund með nefndinni. Síðan fengum við Pétur Blöndal heitinn til Öryrkjabandalagsins þar sem hann útskýrði reiknireglur, en við fengum aldrei nokkra hugmynd um hvað átti að falla undir þetta greiðsluþátttökukerfi. Þannig að samráðið var ekkert," segir Ellen og bætir við að félagið muni halda áfram að reyna að koma sínum hugmyndum á framfæri. „Við höfum ítrekað reynt að koma okkar hugmyndum að til ráðherra. Hann hefur ekki getað tekið við þeim hingað til. Hann verður að sjálfsögðu boðinn á þetta málþing og við munum senda honum skýrsluna og vonumst til þess að hann taki enn stærra skref í þá átt sem við helst óskum, þegar hann hefur séð okkar tillögur á blaði."Hámarkið 95.200 kr Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra mælti fyrir frumvarpinu í gær. Samkvæmt því verður tryggt að mánaðargreiðslur fólks fari aldrei yfir tiltekið hámark og sett verður þak á árleg heildarútgjöld fólks fyrir þá heilbrigðisþjónustu sem fellur undir greiðsluþátttökukerfið. Þannig verða hámarksgreiðslur hjá öldruðum, öryrkjum og börnum lægra en hjá öðrum. Í frumvarpinu segir að almennur notandi muni í nýju kerfi greiða að hámarki 95.200 krónur á ári fyrir heilbrigðisþjónustu, en þó aldrei meira en 33.600 krónur á mánuði. Öryrkjar, aldraðir og börn muni greiða að hámarki 63.500 krónur á ári og aldrei meira en 22.400 krónur á mánuði. Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Sjá meira
Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalags Íslands, segir frumvarp heilbrigðisráðherra um nýtt greiðsluþátttökukerfi sjúklinga skref í rétta átt. Hins vegar hefði hún viljað sjá tannlæknaþjónustu og sálfræðiþjónustu inni í kerfinu. „Við teljum þetta frumvarp vissulega skref í rétta átt. Þetta er einföldun á greiðsluþáttökukerfi sem áður var kannski í nokkrum bútum og ansi flókið. En við hefðum viljað sjá þarna inni tannlæknaþjónustu og sálfræðiþjónustu. Í greinargerðinni sá ég að þættir sem voru gjaldfrjálsir verða það áfram en engu nýju bætt við í raun og veru," segir Ellen. Hún segir erfitt að segja til um hversu mikla þýðingu nýtt greiðsluþátttökukerfi mun hafa. Félagið muni fara yfir frumvarpið og kynna sínar hugmyndir á málþingi í lok mánaðar. „Ég held að þetta breyti allavega því að þú átt ekki að velkjast í vafa um hver þín upphæð verður í lok árs varðandi þá þætti sem hafa verið færðir inn í þessu kerfi. En við höfum ekki náð að reikna hversu hagkvæmt eða óhagkvæmt þetta sé."Kristján Þór Júlíusson mælti fyrir frumvarpinu í gær. Samkvæmt því mun almennur notandi í nýju kerfi greiða að hámarki 95.200 kr á ári.visir/gvaEkkert samráð haft við félagið Ellen gagnrýnir það að ekkert samráð hafi verið haft við Öryrkjabandalagið, en fram kemur í frumvarpinu að það hafi verið gert. „Eitt af því sem ég sá í greinargerðinni með frumvarpinu að Öryrkjabandalagið hafi verið boðað á fund hjá þessari nefnd sem vann að þessum hugmyndum. Við óskuðum ítrekað eftir aðkomu að nefndinni. Við fengum einu sinni hálftíma upplýsingafund með nefndinni. Síðan fengum við Pétur Blöndal heitinn til Öryrkjabandalagsins þar sem hann útskýrði reiknireglur, en við fengum aldrei nokkra hugmynd um hvað átti að falla undir þetta greiðsluþátttökukerfi. Þannig að samráðið var ekkert," segir Ellen og bætir við að félagið muni halda áfram að reyna að koma sínum hugmyndum á framfæri. „Við höfum ítrekað reynt að koma okkar hugmyndum að til ráðherra. Hann hefur ekki getað tekið við þeim hingað til. Hann verður að sjálfsögðu boðinn á þetta málþing og við munum senda honum skýrsluna og vonumst til þess að hann taki enn stærra skref í þá átt sem við helst óskum, þegar hann hefur séð okkar tillögur á blaði."Hámarkið 95.200 kr Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra mælti fyrir frumvarpinu í gær. Samkvæmt því verður tryggt að mánaðargreiðslur fólks fari aldrei yfir tiltekið hámark og sett verður þak á árleg heildarútgjöld fólks fyrir þá heilbrigðisþjónustu sem fellur undir greiðsluþátttökukerfið. Þannig verða hámarksgreiðslur hjá öldruðum, öryrkjum og börnum lægra en hjá öðrum. Í frumvarpinu segir að almennur notandi muni í nýju kerfi greiða að hámarki 95.200 krónur á ári fyrir heilbrigðisþjónustu, en þó aldrei meira en 33.600 krónur á mánuði. Öryrkjar, aldraðir og börn muni greiða að hámarki 63.500 krónur á ári og aldrei meira en 22.400 krónur á mánuði.
Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Sjá meira