Fallið hátt fyrir Sharapovu sem er tekjuhæst allra íþróttakvenna Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. mars 2016 09:45 Maria Sharapova fær ekki meiri pening frá Nike í bili. vísir/getty Rússneska tennisdrottningin Maria Sharapova greindi frá því í gær að hún féll á lyfjaprófi á opna ástralska meistaramótinu og á hún yfir höfði sér tveggja ára keppnisbann. Fallið verður hátt fyrir þessa 28 ára gömlu afrekskonu sem hefur verið eitt af andlitum kvennatennisi í heiminum um margra ára skeið. Sjá einnig: Svona greindi Sharapova frá lyfjaprófinu | Myndband Sharapova er gríðarlega vinsæl, en hæfileikar hennar og útlit hafa gert hana að tekjuhæstu íþróttakonu heims. Hún hefur trónað á toppi lista Forbes yfir tekjuhæstu íþróttakonur heims mörg undanfarin ár. Sharapova er andlit fjölmargra vörumerkja og auglýsir allt frá íþróttafatnaði til sælgætis. Tekjur hennar á tennisvellinum eru ekki á meðal þeirra hæstu enda komst hún aðeins í úrslit á einu risamóti árið 2015 (opna ástralska) og í undanúrslit á Wimbledon. Þrátt fyrir það þénaði Sharapova 30 milljónir dala á síðasta ári eða 3,8 milljarði króna. Hún var langt á undan Serenu Williams sem var næst tekjuhæsta íþróttakona heims á síðasta ári með 25 milljónir dala í tekjur eða 3,1 milljarð króna.Sjá einnig:Sharapova: Ég axla fulla ábyrgð Sharapova hefur á sínum ferli unnið fimm risamót en aðeins eitt síðan 2008. Serena Williams, lang besta tenniskona heims, hefur á sama tíma unnið tólf risamót og í heildina 21 risamót. Hvort þessi lyfjaskandall verði nóg til að fella Sharapovu af stalli sem tekjuhæstu íþróttakonu heims á eftir að koma í ljós. Íþróttavöruframleiðandinn Nike er nú þegar búinn að tilkynna að hann sé hættur að styrkja Sharapovu, en hún hefur verið eitt af andlitum Nike í áratug. Tennis Tengdar fréttir Sharapova féll á lyfjaprófi Tennisdrottningin Maria Sharapova greindi frá því í kvöld að hún hefði fallið á lyfjaprófi. 7. mars 2016 20:15 Svona greindi Sharapova frá lyfjaprófinu | Myndband Tekjuhæsta íþróttakona heims síðustu árin opinberaði í gær að hún hefði fallið á lyfjaprófi. 8. mars 2016 08:21 Sharapova: Ég axla fulla ábyrgð Sá fáheyrði atburður gerðist í kvöld að íþróttamaður axlaði ábyrgð eftir að hafa fallið á lyfjaprófi. 7. mars 2016 22:44 Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Fleiri fréttir Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Græðir milljón á dag með nýjum samningi Dagskráin í dag: Enski bikarinn og NFL-veislan hefst af alvöru Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Sjá meira
Rússneska tennisdrottningin Maria Sharapova greindi frá því í gær að hún féll á lyfjaprófi á opna ástralska meistaramótinu og á hún yfir höfði sér tveggja ára keppnisbann. Fallið verður hátt fyrir þessa 28 ára gömlu afrekskonu sem hefur verið eitt af andlitum kvennatennisi í heiminum um margra ára skeið. Sjá einnig: Svona greindi Sharapova frá lyfjaprófinu | Myndband Sharapova er gríðarlega vinsæl, en hæfileikar hennar og útlit hafa gert hana að tekjuhæstu íþróttakonu heims. Hún hefur trónað á toppi lista Forbes yfir tekjuhæstu íþróttakonur heims mörg undanfarin ár. Sharapova er andlit fjölmargra vörumerkja og auglýsir allt frá íþróttafatnaði til sælgætis. Tekjur hennar á tennisvellinum eru ekki á meðal þeirra hæstu enda komst hún aðeins í úrslit á einu risamóti árið 2015 (opna ástralska) og í undanúrslit á Wimbledon. Þrátt fyrir það þénaði Sharapova 30 milljónir dala á síðasta ári eða 3,8 milljarði króna. Hún var langt á undan Serenu Williams sem var næst tekjuhæsta íþróttakona heims á síðasta ári með 25 milljónir dala í tekjur eða 3,1 milljarð króna.Sjá einnig:Sharapova: Ég axla fulla ábyrgð Sharapova hefur á sínum ferli unnið fimm risamót en aðeins eitt síðan 2008. Serena Williams, lang besta tenniskona heims, hefur á sama tíma unnið tólf risamót og í heildina 21 risamót. Hvort þessi lyfjaskandall verði nóg til að fella Sharapovu af stalli sem tekjuhæstu íþróttakonu heims á eftir að koma í ljós. Íþróttavöruframleiðandinn Nike er nú þegar búinn að tilkynna að hann sé hættur að styrkja Sharapovu, en hún hefur verið eitt af andlitum Nike í áratug.
Tennis Tengdar fréttir Sharapova féll á lyfjaprófi Tennisdrottningin Maria Sharapova greindi frá því í kvöld að hún hefði fallið á lyfjaprófi. 7. mars 2016 20:15 Svona greindi Sharapova frá lyfjaprófinu | Myndband Tekjuhæsta íþróttakona heims síðustu árin opinberaði í gær að hún hefði fallið á lyfjaprófi. 8. mars 2016 08:21 Sharapova: Ég axla fulla ábyrgð Sá fáheyrði atburður gerðist í kvöld að íþróttamaður axlaði ábyrgð eftir að hafa fallið á lyfjaprófi. 7. mars 2016 22:44 Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Fleiri fréttir Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Græðir milljón á dag með nýjum samningi Dagskráin í dag: Enski bikarinn og NFL-veislan hefst af alvöru Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Sjá meira
Sharapova féll á lyfjaprófi Tennisdrottningin Maria Sharapova greindi frá því í kvöld að hún hefði fallið á lyfjaprófi. 7. mars 2016 20:15
Svona greindi Sharapova frá lyfjaprófinu | Myndband Tekjuhæsta íþróttakona heims síðustu árin opinberaði í gær að hún hefði fallið á lyfjaprófi. 8. mars 2016 08:21
Sharapova: Ég axla fulla ábyrgð Sá fáheyrði atburður gerðist í kvöld að íþróttamaður axlaði ábyrgð eftir að hafa fallið á lyfjaprófi. 7. mars 2016 22:44