Fallið hátt fyrir Sharapovu sem er tekjuhæst allra íþróttakvenna Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. mars 2016 09:45 Maria Sharapova fær ekki meiri pening frá Nike í bili. vísir/getty Rússneska tennisdrottningin Maria Sharapova greindi frá því í gær að hún féll á lyfjaprófi á opna ástralska meistaramótinu og á hún yfir höfði sér tveggja ára keppnisbann. Fallið verður hátt fyrir þessa 28 ára gömlu afrekskonu sem hefur verið eitt af andlitum kvennatennisi í heiminum um margra ára skeið. Sjá einnig: Svona greindi Sharapova frá lyfjaprófinu | Myndband Sharapova er gríðarlega vinsæl, en hæfileikar hennar og útlit hafa gert hana að tekjuhæstu íþróttakonu heims. Hún hefur trónað á toppi lista Forbes yfir tekjuhæstu íþróttakonur heims mörg undanfarin ár. Sharapova er andlit fjölmargra vörumerkja og auglýsir allt frá íþróttafatnaði til sælgætis. Tekjur hennar á tennisvellinum eru ekki á meðal þeirra hæstu enda komst hún aðeins í úrslit á einu risamóti árið 2015 (opna ástralska) og í undanúrslit á Wimbledon. Þrátt fyrir það þénaði Sharapova 30 milljónir dala á síðasta ári eða 3,8 milljarði króna. Hún var langt á undan Serenu Williams sem var næst tekjuhæsta íþróttakona heims á síðasta ári með 25 milljónir dala í tekjur eða 3,1 milljarð króna.Sjá einnig:Sharapova: Ég axla fulla ábyrgð Sharapova hefur á sínum ferli unnið fimm risamót en aðeins eitt síðan 2008. Serena Williams, lang besta tenniskona heims, hefur á sama tíma unnið tólf risamót og í heildina 21 risamót. Hvort þessi lyfjaskandall verði nóg til að fella Sharapovu af stalli sem tekjuhæstu íþróttakonu heims á eftir að koma í ljós. Íþróttavöruframleiðandinn Nike er nú þegar búinn að tilkynna að hann sé hættur að styrkja Sharapovu, en hún hefur verið eitt af andlitum Nike í áratug. Tennis Tengdar fréttir Sharapova féll á lyfjaprófi Tennisdrottningin Maria Sharapova greindi frá því í kvöld að hún hefði fallið á lyfjaprófi. 7. mars 2016 20:15 Svona greindi Sharapova frá lyfjaprófinu | Myndband Tekjuhæsta íþróttakona heims síðustu árin opinberaði í gær að hún hefði fallið á lyfjaprófi. 8. mars 2016 08:21 Sharapova: Ég axla fulla ábyrgð Sá fáheyrði atburður gerðist í kvöld að íþróttamaður axlaði ábyrgð eftir að hafa fallið á lyfjaprófi. 7. mars 2016 22:44 Mest lesið Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Stólarnir geta tryggt sér titilinn Körfubolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn Í beinni: Afturelding - KR | Skemmtikraftarnir mæta í Mosfellsbæinn Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Í beinni: Afturelding - KR | Skemmtikraftarnir mæta í Mosfellsbæinn Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Stólarnir geta tryggt sér titilinn Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Verstappen tók fram úr á fyrsta hring og fagnaði sigri Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Fyrsti Ítalinn í fjörutíu ár til að vinna opna ítalska Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Átti Henderson að fá rautt spjald? Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sjá meira
Rússneska tennisdrottningin Maria Sharapova greindi frá því í gær að hún féll á lyfjaprófi á opna ástralska meistaramótinu og á hún yfir höfði sér tveggja ára keppnisbann. Fallið verður hátt fyrir þessa 28 ára gömlu afrekskonu sem hefur verið eitt af andlitum kvennatennisi í heiminum um margra ára skeið. Sjá einnig: Svona greindi Sharapova frá lyfjaprófinu | Myndband Sharapova er gríðarlega vinsæl, en hæfileikar hennar og útlit hafa gert hana að tekjuhæstu íþróttakonu heims. Hún hefur trónað á toppi lista Forbes yfir tekjuhæstu íþróttakonur heims mörg undanfarin ár. Sharapova er andlit fjölmargra vörumerkja og auglýsir allt frá íþróttafatnaði til sælgætis. Tekjur hennar á tennisvellinum eru ekki á meðal þeirra hæstu enda komst hún aðeins í úrslit á einu risamóti árið 2015 (opna ástralska) og í undanúrslit á Wimbledon. Þrátt fyrir það þénaði Sharapova 30 milljónir dala á síðasta ári eða 3,8 milljarði króna. Hún var langt á undan Serenu Williams sem var næst tekjuhæsta íþróttakona heims á síðasta ári með 25 milljónir dala í tekjur eða 3,1 milljarð króna.Sjá einnig:Sharapova: Ég axla fulla ábyrgð Sharapova hefur á sínum ferli unnið fimm risamót en aðeins eitt síðan 2008. Serena Williams, lang besta tenniskona heims, hefur á sama tíma unnið tólf risamót og í heildina 21 risamót. Hvort þessi lyfjaskandall verði nóg til að fella Sharapovu af stalli sem tekjuhæstu íþróttakonu heims á eftir að koma í ljós. Íþróttavöruframleiðandinn Nike er nú þegar búinn að tilkynna að hann sé hættur að styrkja Sharapovu, en hún hefur verið eitt af andlitum Nike í áratug.
Tennis Tengdar fréttir Sharapova féll á lyfjaprófi Tennisdrottningin Maria Sharapova greindi frá því í kvöld að hún hefði fallið á lyfjaprófi. 7. mars 2016 20:15 Svona greindi Sharapova frá lyfjaprófinu | Myndband Tekjuhæsta íþróttakona heims síðustu árin opinberaði í gær að hún hefði fallið á lyfjaprófi. 8. mars 2016 08:21 Sharapova: Ég axla fulla ábyrgð Sá fáheyrði atburður gerðist í kvöld að íþróttamaður axlaði ábyrgð eftir að hafa fallið á lyfjaprófi. 7. mars 2016 22:44 Mest lesið Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Stólarnir geta tryggt sér titilinn Körfubolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn Í beinni: Afturelding - KR | Skemmtikraftarnir mæta í Mosfellsbæinn Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Í beinni: Afturelding - KR | Skemmtikraftarnir mæta í Mosfellsbæinn Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Stólarnir geta tryggt sér titilinn Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Verstappen tók fram úr á fyrsta hring og fagnaði sigri Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Fyrsti Ítalinn í fjörutíu ár til að vinna opna ítalska Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Átti Henderson að fá rautt spjald? Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sjá meira
Sharapova féll á lyfjaprófi Tennisdrottningin Maria Sharapova greindi frá því í kvöld að hún hefði fallið á lyfjaprófi. 7. mars 2016 20:15
Svona greindi Sharapova frá lyfjaprófinu | Myndband Tekjuhæsta íþróttakona heims síðustu árin opinberaði í gær að hún hefði fallið á lyfjaprófi. 8. mars 2016 08:21
Sharapova: Ég axla fulla ábyrgð Sá fáheyrði atburður gerðist í kvöld að íþróttamaður axlaði ábyrgð eftir að hafa fallið á lyfjaprófi. 7. mars 2016 22:44