Sharapova: Ég axla fulla ábyrgð Henry Birgir Gunnarsson skrifar 7. mars 2016 22:44 Sharapova á fundinum í kvöld. vísir/getty Sá fáheyrði atburður gerðist í kvöld að íþróttamaður axlaði ábyrgð eftir að hafa fallið á lyfjaprófi. Tenniskonan Maria Sharapova hélt blaðamannafund í kvöld þar sem hún staðfesti að hún hefði fallið á lyfjaprófi á opna ástralska mótinu í janúar. Efnið meldonium fannst í Sharapovu en hún hefur notað það í tíu ár af heilsufarsástæðum. Það virðist þó hafa farið fram hjá henni að efnið var sett á bannlista um áramótin.Sjá einnig: Sharapova féll á lyfjaprófi „Ég féll á lyfjaprófi og axla fulla ábyrgð á því,“ sagði Sharapova á blaðamannafundi sínum í kvöld. „Síðustu tíu ár hef ég fengið lyfið mildronate frá fjölskyldulækninum. Er mér var tilkynnt að ég hefði fallið á lyfjaprófi þá komst ég að því að þetta lyf er einnig kallað meldonium. Ég vissi það ekki.“ Sharapova er ein stærsta íþróttastjarna heims og hefur verið ein af tekjuhæstu kveníþróttamönnunum eftir að hún vann Wimbledon-mótið aðeins 17 ára gömul. „Það er mikilvægt að allir skilji að þetta lyf hefur ekki verið á bannlista og ég hef verið að taka það löglega. Ég vissi ekki af því að það hefði verið sett á bannlista. Ég fékk tölvupóst um breytingar í lyfjalögunum þann 22. desember en ég opnaði ekki hlekkinn sem fylgdi. Það voru stór mistök hjá mér. Ég hef brugðist aðdáendum mínum og íþróttinni sem ég elska svo mikið. „Ég veit að mörg ykkar héldu að ég væri að tilkynna að ég væri hætt en það myndi ég aldrei gera í miðbæ Los Angeles á hóteli með svona ljótu teppi.“ Tennis Mest lesið „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Körfubolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti „Við ætlum auðvitað að vinna þetta allt“ Sport Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fótbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Körfubolti Donni öflugur í sigri á Spáni Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Málin brotin til mergjar í Körfuboltakvöldi Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM „Við ætlum auðvitað að vinna þetta allt“ Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Donni öflugur í sigri á Spáni Annar sigur KR kom í Garðabæ Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Allt á hvolfi í NFL-deildinni Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Vekur reiði með þátttöku sinni á Steraleikunum Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Sjá meira
Sá fáheyrði atburður gerðist í kvöld að íþróttamaður axlaði ábyrgð eftir að hafa fallið á lyfjaprófi. Tenniskonan Maria Sharapova hélt blaðamannafund í kvöld þar sem hún staðfesti að hún hefði fallið á lyfjaprófi á opna ástralska mótinu í janúar. Efnið meldonium fannst í Sharapovu en hún hefur notað það í tíu ár af heilsufarsástæðum. Það virðist þó hafa farið fram hjá henni að efnið var sett á bannlista um áramótin.Sjá einnig: Sharapova féll á lyfjaprófi „Ég féll á lyfjaprófi og axla fulla ábyrgð á því,“ sagði Sharapova á blaðamannafundi sínum í kvöld. „Síðustu tíu ár hef ég fengið lyfið mildronate frá fjölskyldulækninum. Er mér var tilkynnt að ég hefði fallið á lyfjaprófi þá komst ég að því að þetta lyf er einnig kallað meldonium. Ég vissi það ekki.“ Sharapova er ein stærsta íþróttastjarna heims og hefur verið ein af tekjuhæstu kveníþróttamönnunum eftir að hún vann Wimbledon-mótið aðeins 17 ára gömul. „Það er mikilvægt að allir skilji að þetta lyf hefur ekki verið á bannlista og ég hef verið að taka það löglega. Ég vissi ekki af því að það hefði verið sett á bannlista. Ég fékk tölvupóst um breytingar í lyfjalögunum þann 22. desember en ég opnaði ekki hlekkinn sem fylgdi. Það voru stór mistök hjá mér. Ég hef brugðist aðdáendum mínum og íþróttinni sem ég elska svo mikið. „Ég veit að mörg ykkar héldu að ég væri að tilkynna að ég væri hætt en það myndi ég aldrei gera í miðbæ Los Angeles á hóteli með svona ljótu teppi.“
Tennis Mest lesið „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Körfubolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti „Við ætlum auðvitað að vinna þetta allt“ Sport Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fótbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Körfubolti Donni öflugur í sigri á Spáni Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Málin brotin til mergjar í Körfuboltakvöldi Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM „Við ætlum auðvitað að vinna þetta allt“ Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Donni öflugur í sigri á Spáni Annar sigur KR kom í Garðabæ Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Allt á hvolfi í NFL-deildinni Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Vekur reiði með þátttöku sinni á Steraleikunum Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Sjá meira