Eitt prósent líkur á að hún myndi lifa af en nú vill skosk júdókona byrja aftur að æfa Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. júlí 2016 11:00 Stephanie Inglis er mjög góð í júdó og hefur unnið til alþjóðlegra verðlauna. vísir/getty Skoska júdókonan Stephanie Inglis er komin heim til sín eftir langa dvöl á sjúkrahúsi, en hún lenti í hryllilegu mótorhjólaslysi í maí. Henni voru gefnar eitt prósent líkur á að lifa af. Þessi fyrrverandi silfurverðlaunahafi á Samveldisleikunum er búin að heita því að snúa aftur á mottuna og keppa í júdó á ný. Það er ekki nóg fyrir hana að hafa sigrast á líkunum og vera á lífi í dag. „Mér hefur hefur verið sagt að markmiðið á að vera að reyna lifa sama venjulega lífinu og maður gerði fyrir slysið. Líf mitt var júdó. Ég hef æft síðan ég var fjögurra ára gömul. Ég endurheimti ekki mitt venjulega líf án júdó,“ segir Inglis í ítarlegu viðtali við BBC. Inglis lenti í slysinu 11. maí á þessu ári en það er hreint með ólíkindum að hún lifði af. Hún brákaðist á hálsi á tveimur stöðum, hún fékk alvarlega höfuðáverka og sýkingar á borð við lungnabólgu, blóðtappa og barkabólgu sem gerði það að verkum að hún gat ekki talað við fjölskylduna sína. „Að komast af sjúkrahúsinu er bara byrjunin. Það er langur vegur eftir. Ég þarf nú að fara í sjúkraþjálfun á hverjum degi og vinna í mínum málum þar til ég verð eins og ég var,“ segir Inglis. „Ég reyni að byrja að æfa aðeins júdó á næsta ári til að koma mér í betra stand. Ég hjálpa til í júdófélaginu sem pabbi minn rekur. Ég hjálpa til við að þjálfa þannig ég verð alltaf í kringum júdóið,“ segir Stephanie Inglis. Allt viðtalið má lesa hér. Aðrar íþróttir Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sjá meira
Skoska júdókonan Stephanie Inglis er komin heim til sín eftir langa dvöl á sjúkrahúsi, en hún lenti í hryllilegu mótorhjólaslysi í maí. Henni voru gefnar eitt prósent líkur á að lifa af. Þessi fyrrverandi silfurverðlaunahafi á Samveldisleikunum er búin að heita því að snúa aftur á mottuna og keppa í júdó á ný. Það er ekki nóg fyrir hana að hafa sigrast á líkunum og vera á lífi í dag. „Mér hefur hefur verið sagt að markmiðið á að vera að reyna lifa sama venjulega lífinu og maður gerði fyrir slysið. Líf mitt var júdó. Ég hef æft síðan ég var fjögurra ára gömul. Ég endurheimti ekki mitt venjulega líf án júdó,“ segir Inglis í ítarlegu viðtali við BBC. Inglis lenti í slysinu 11. maí á þessu ári en það er hreint með ólíkindum að hún lifði af. Hún brákaðist á hálsi á tveimur stöðum, hún fékk alvarlega höfuðáverka og sýkingar á borð við lungnabólgu, blóðtappa og barkabólgu sem gerði það að verkum að hún gat ekki talað við fjölskylduna sína. „Að komast af sjúkrahúsinu er bara byrjunin. Það er langur vegur eftir. Ég þarf nú að fara í sjúkraþjálfun á hverjum degi og vinna í mínum málum þar til ég verð eins og ég var,“ segir Inglis. „Ég reyni að byrja að æfa aðeins júdó á næsta ári til að koma mér í betra stand. Ég hjálpa til í júdófélaginu sem pabbi minn rekur. Ég hjálpa til við að þjálfa þannig ég verð alltaf í kringum júdóið,“ segir Stephanie Inglis. Allt viðtalið má lesa hér.
Aðrar íþróttir Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sjá meira