Enski boltinn

Usain Bolt sendir Zlatan skilaboð: „Ég mun fylgjast með þér“ | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Zlatan Ibrahimovic klæðist rauðu líklega á laugardaginn.
Zlatan Ibrahimovic klæðist rauðu líklega á laugardaginn. vísir/getty
Usain Bolt, fljótasti maður heims, sendi Zlatan Ibrahimovic, nýjasta leikmanni Manchester United, skilaboð á Twitter-síðu CNN í gær þegar Svíinn æfði í fyrsta sinn með United eftir komu sína frá Paris Saint-Germain.

Jamaíkamaðurinn Bolt er harður stuðningsmaður Manchester United og hlakkar til að sjá Zlatan spila. Búist er við að Zlatan klæðist fyrst United-treyjunni á laugardaginn þegar lærisveinar José Mourinho mæta Galatasaray.

„Hey, Zlatan. Þetta er Usain Bolt. Mig langar bara að bjóða þig velkominn til besta félags sem þú hefur spilað fyrir, Manchester United. Ég hlakka til að sjá þig skora mörk. Ég mun fylgjast með þér,“ sagði Usain Bolt.

Zlatan hefur leik með Manchester United 13. ágúst en degi síðar má fastlega búast við því að Usain Bolt vinni þriðju gullverðlaunin í röð í 100 metra hlaupi á Ólympíuleikunum.

Bolt er sexfaldur Ólympíuverðlaunahafi en hann vann 100 metrana, 200 metrana og var í sigursveit Jamaíku í 4x100 metra boðhlaupi á ÓL í Peking 2008 og Ól í London 2012.


Tengdar fréttir

Zlatan stal númerinu af Anthony Martial

Svíinn Zlatan Ibrahimovic er orðinn leikmaður Manchester United en hann ætlar að láta menn bíða aðeins eftir því að hann spili fyrsta leikinn fyrir félagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×