Manchester United í 92. og síðasta sæti á þessum lista Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. janúar 2016 16:00 Það hefur lítið gengið að skora hjá Wayne Rooney og félögum á Old Trafford á þessu tímabili. Vísir/Getty Manchester United fagnaði ekki sigri í síðustu átta leikjum ársins 2015 en það er ekki bara léleg stigasöfnun sem pirrar stuðningsmenn liðsins. Manchester United var þekkt fyrir að skora mikið af mörkum og spila skemmtilegan fótbolta á sigursælum tíma undir stjórn Sir Alex Ferguson en það er ekki hægt að segja það sama um liðið undir stjórn Louis van Gaal á þessum tímabili.Daily Mail sýndi fram á „leiðindin" með því að taka saman markaskor í heimaleikjum liðanna í öllum deildum enska fótboltans og þar kemur í ljós að lið Manchester United getur kallast leiðinlegasta lið landsins. Blaðmenn Daily Mail útbjuggu lista yfir í hvaða heimaleikjum kæmi flest og um leið fæst mörk. Það hafa aðeins verið skoruð samtals þrettán mörk í níu leikjum Manchester United á Old Trafford á þessu tímabili. Leikmenn Manchester United hafa skorað 10 mörk og fengið bara 3 mörk á sig. United er reyndar langneðst á listanum en það eru heil fimm mörk upp í liðin fyrir ofan. Enska C-deildarliðið Peterborough United er í efsta sæti listans en það hafa verið skoruð 45 mörk í þeirra heimaleikjum einu marki meira en hjá Fulham. Markatala Peterborough á heimavelli er 26-19 en liðið er í sjötta sæti C-deildarinnar eins og er. Fulham er að spila í ensku b-deildinni og markatala liðsins er 23-21. Fulham er aftur á móti í 18. sæti í stigatöflunni. Nágrannar Manchester United í Mancheste City eru efstir meðal ensku úrvalsdeildarliðanna en 41 mark hefur verið skorað í leikjum City á Ethiad á þessu tímabili. Manchester United er í 82. sæti af 92 liðum yfir flest mörk skoruð á heimavelli en þar er Aston Villa í neðsta sæti með 6 mörk og Gylfi Þór Sigurðsson og félagar eru aðeins fimm sætum ofar.Mörk í heimaleikjum liðanna í ensku deildarkeppninni:(Samanlögð mörk hjá heimaliði og gestum) 1. Peterborough 45. 2. Fulham 44. 3. Sheffield United 43. 4. Notts County 42. 5. Colchester, Carlisle United, Manchester City 41 -- 82. Middlesborough, Scunthorpe, Wigan, Bradford 20. 86. Stoke, Aston Villa 19. 88. Preston, Blackburn, Watford, Sunderland 18. 92. Manchester United 13.Mörk liða á heimavelli í ensku deildarkeppninni: 1. Manchester City 29. 2. Coventry, Gillingham, Peterborough 26. 5. Burnley, Sheffield United 25. -- 82. Manchester United, Bournemouth, Leeds, Stoke, Watford 10. 87. Preston, Scunthorpe, Sunderland, Swansea 9. 91. Dagenham & Redbridge 8. 92. Aston Villa 6. Enski boltinn Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Sjá meira
Manchester United fagnaði ekki sigri í síðustu átta leikjum ársins 2015 en það er ekki bara léleg stigasöfnun sem pirrar stuðningsmenn liðsins. Manchester United var þekkt fyrir að skora mikið af mörkum og spila skemmtilegan fótbolta á sigursælum tíma undir stjórn Sir Alex Ferguson en það er ekki hægt að segja það sama um liðið undir stjórn Louis van Gaal á þessum tímabili.Daily Mail sýndi fram á „leiðindin" með því að taka saman markaskor í heimaleikjum liðanna í öllum deildum enska fótboltans og þar kemur í ljós að lið Manchester United getur kallast leiðinlegasta lið landsins. Blaðmenn Daily Mail útbjuggu lista yfir í hvaða heimaleikjum kæmi flest og um leið fæst mörk. Það hafa aðeins verið skoruð samtals þrettán mörk í níu leikjum Manchester United á Old Trafford á þessu tímabili. Leikmenn Manchester United hafa skorað 10 mörk og fengið bara 3 mörk á sig. United er reyndar langneðst á listanum en það eru heil fimm mörk upp í liðin fyrir ofan. Enska C-deildarliðið Peterborough United er í efsta sæti listans en það hafa verið skoruð 45 mörk í þeirra heimaleikjum einu marki meira en hjá Fulham. Markatala Peterborough á heimavelli er 26-19 en liðið er í sjötta sæti C-deildarinnar eins og er. Fulham er að spila í ensku b-deildinni og markatala liðsins er 23-21. Fulham er aftur á móti í 18. sæti í stigatöflunni. Nágrannar Manchester United í Mancheste City eru efstir meðal ensku úrvalsdeildarliðanna en 41 mark hefur verið skorað í leikjum City á Ethiad á þessu tímabili. Manchester United er í 82. sæti af 92 liðum yfir flest mörk skoruð á heimavelli en þar er Aston Villa í neðsta sæti með 6 mörk og Gylfi Þór Sigurðsson og félagar eru aðeins fimm sætum ofar.Mörk í heimaleikjum liðanna í ensku deildarkeppninni:(Samanlögð mörk hjá heimaliði og gestum) 1. Peterborough 45. 2. Fulham 44. 3. Sheffield United 43. 4. Notts County 42. 5. Colchester, Carlisle United, Manchester City 41 -- 82. Middlesborough, Scunthorpe, Wigan, Bradford 20. 86. Stoke, Aston Villa 19. 88. Preston, Blackburn, Watford, Sunderland 18. 92. Manchester United 13.Mörk liða á heimavelli í ensku deildarkeppninni: 1. Manchester City 29. 2. Coventry, Gillingham, Peterborough 26. 5. Burnley, Sheffield United 25. -- 82. Manchester United, Bournemouth, Leeds, Stoke, Watford 10. 87. Preston, Scunthorpe, Sunderland, Swansea 9. 91. Dagenham & Redbridge 8. 92. Aston Villa 6.
Enski boltinn Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Sjá meira