Innlent

Byggja sextíu ný hjúkrunarrými

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra.
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra. vísir/pjetur
Samkomulag hefur náðst um að byggja 64 ný hjúkrunarrými í Boðaþingi í Kópavogi. Byggt verður við núverandi byggingu í sem er nú þegar með 44 rými. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra, Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, og Theodóra Þorsteinsdóttir, formaður bæjarráðs, undirrituðu samkomulagið á föstudag.

Heildarkostnaður við viðbygginguna er áætlaður nærri hálfur annar milljarður króna og mun velferðarráðuneytið greiða 85 prósent kostnaðarins en Kópavogsbær fimmtán prósent.

Á næstunni verður skipaður starfshópur sem á að vinna áætlun um fullnaðarhönnun byggingarinnar í samræmi við lög um skipan opinberra framkvæmda. Þegar hönnun liggur fyrir verður heimildar til verklegra framkvæmda leitað.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.


Tengdar fréttir

Hoppandi heilbrigðisráðherra á Hvolsvelli

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra þurfti að hoppa og taka vel á því á skóflunni þegar hann tók fyrstu skóflustunguna að nýrri viðbyggingu við dvalar- og hjúkrunarheimilið Kirkjuhvol á Hvolsvelli í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×