Innlent

Hoppandi heilbrigðisráðherra á Hvolsvelli

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Kristján Þór þurfti að hoppa vel á skóflunni þannig að hún næði vel í gegnum grasið og jarðveginn. Sömu sögu var að segja um Ólöfu og Lilju.
Kristján Þór þurfti að hoppa vel á skóflunni þannig að hún næði vel í gegnum grasið og jarðveginn. Sömu sögu var að segja um Ólöfu og Lilju. vísir/magnús hlynur
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra þurfti að hoppa og taka vel á því á skóflunni þegar hann tók fyrstu skóflustunguna að nýrri viðbyggingu við dvalar- og hjúkrunarheimilið Kirkjuhvol á Hvolsvelli í dag.

Ólöf Guðbjörg Eggertsdóttir hjúkrunarforstjóri á Kirkjuhvoli og Lilja Einarsdóttir oddviti Rangárþings eystra tóku líka skóflustungu með ráðherranum. Með nýju viðbyggingunni bætast við tólf ný herbergi á Kirkjuhvoli en fyrir eru þar 3 dvalarrými, 25 hjúkrunarrými og 2 dagvistunarrými.

Kostnaður við bygginguna verður um 512 milljónir króna og hefur verið samið við verktakafyrirtækið JÁVERK á Selfossi um framkvæmd verksins. Nýja viðbyggingin verður tekin í notkun 19. apríl 2018.

Rangárþing eystra fékk úthlutað 202 milljónum úr Framkvæmdasjóði aldraðra sem hluti af fjármögnun byggingarinnar sem verður 1.305 fermetrar að stærð.

Hér er búið að taka skóflustungurnar.vísir/magnús hlynur
Heimamenn á Hvolsvelli fjölmenntu við Kirkjuhvol og fylgdust með athöfninni.vísir/magnús hlynur



Fleiri fréttir

Sjá meira


×