Aldasöngur og önnur stórvirki Jóns Nordals Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 30. apríl 2016 10:45 Siguður ásamt þremur nemendum í tónlistardeild Listaháskólans. Vísir/Anton Brink Á áttunda tug nemenda og kennara í Tónlistardeild Listaháskóla Íslands heiðra Jón Nordal 90 ára í Hallgrímskirkju í dag með metnaðarfullri dagskrá sem Listvinafélag kirkjunnar stendur að ásamt deildinni. „Við erum búin að stefna að þessum hátíðartónleikum frá haustinu þó aðalkraftur í undirbúningnum hafi verið nú á síðustu vikum. Sumir hafa flutt verkin áður við mismunandi tækifæri, aðrir eru að þreyta frumraun,“ segir Sigurður Helgason, kennari við tónlistardeildina og stjórnandi kórs hennar. Sá kór flytur annað af stærstu verkum tónleikanna í dag, Aldasöng. Það var frumflutt á Sumartónleikum í Skálholti fyrir þrjátíu árum, að sögn Sigurðar. Jón hefur á sinni níutíu ára löngu ævi samið mörg sívinsæl lög, má þar nefna Hvert örstutt spor og Smávinir fagrir.„Jón Nordal var fyrsta tónskáld Sumartónleika í Skálholti, það var árið 1986 þegar hann var sextugur að aldri. Langflestir úr kórnum okkar taka þátt í sumartónleikunum í ár og flytja meðal annars Aldasönginn 2. eða 3. júlí. Söngurinn í dag er áfangi á þeirri leið.“ Sigurður segir Aldasönginn verk í átta köflum. „Þar eru tvinnuð saman síðmiðalda- og endurreisnarljóð og Maríuvísur eftir Jón Helgason prófessor. Textinn gengur út á eftirsjá eftir kaþólska tímanum og byggist meðal annars á kveðskap tveggja skálda á 16. og 17. öld sem fjallar um menningarlega og trúarlega hnignun. Það voru ekki allir sáttir við breytingarnar.“ Hitt stóra tónverkið sem hljóma mun í Hallgrímskirkju í dag er Gríma-Epitiafion. Það verður í flutningi Sinfóníettu Listaháskólans sem Guðni Franzson stjórnar. Kammerkór er einnig í Tónlistardeild skólans, hann flytur verkið Lux mundi á tónleikunum. „Kammerkórinn er stofnaður af Steinari Loga Helgasyni, nemanda sem er að útskrifast hjá okkur í kirkjutónlist, hann setti kórinn saman til að syngja í lokaverkefni sínu við skólann og stjórnar honum, “ lýsir Sigurður. Steinar Logi leikur líka Toccötu fyrir orgel. Auk þess verða flutt kammerverkin Andað á sofinn streng, Ristur og Sónata fyrir fiðlu og píanó. Tónleikarnir nefnast Nordal í 90 ár og eru fjórðu sameiginlegu tónleikar Listvinafélags Hallgrímskirkju og Tónlistardeildar Listaháskólans. Að sögn Sigurðar hefur það samstarf gefist einkar vel. Tónleikarnir hefjast klukkan 14 í dag og aðgangur er ókeypis. Menning Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Á áttunda tug nemenda og kennara í Tónlistardeild Listaháskóla Íslands heiðra Jón Nordal 90 ára í Hallgrímskirkju í dag með metnaðarfullri dagskrá sem Listvinafélag kirkjunnar stendur að ásamt deildinni. „Við erum búin að stefna að þessum hátíðartónleikum frá haustinu þó aðalkraftur í undirbúningnum hafi verið nú á síðustu vikum. Sumir hafa flutt verkin áður við mismunandi tækifæri, aðrir eru að þreyta frumraun,“ segir Sigurður Helgason, kennari við tónlistardeildina og stjórnandi kórs hennar. Sá kór flytur annað af stærstu verkum tónleikanna í dag, Aldasöng. Það var frumflutt á Sumartónleikum í Skálholti fyrir þrjátíu árum, að sögn Sigurðar. Jón hefur á sinni níutíu ára löngu ævi samið mörg sívinsæl lög, má þar nefna Hvert örstutt spor og Smávinir fagrir.„Jón Nordal var fyrsta tónskáld Sumartónleika í Skálholti, það var árið 1986 þegar hann var sextugur að aldri. Langflestir úr kórnum okkar taka þátt í sumartónleikunum í ár og flytja meðal annars Aldasönginn 2. eða 3. júlí. Söngurinn í dag er áfangi á þeirri leið.“ Sigurður segir Aldasönginn verk í átta köflum. „Þar eru tvinnuð saman síðmiðalda- og endurreisnarljóð og Maríuvísur eftir Jón Helgason prófessor. Textinn gengur út á eftirsjá eftir kaþólska tímanum og byggist meðal annars á kveðskap tveggja skálda á 16. og 17. öld sem fjallar um menningarlega og trúarlega hnignun. Það voru ekki allir sáttir við breytingarnar.“ Hitt stóra tónverkið sem hljóma mun í Hallgrímskirkju í dag er Gríma-Epitiafion. Það verður í flutningi Sinfóníettu Listaháskólans sem Guðni Franzson stjórnar. Kammerkór er einnig í Tónlistardeild skólans, hann flytur verkið Lux mundi á tónleikunum. „Kammerkórinn er stofnaður af Steinari Loga Helgasyni, nemanda sem er að útskrifast hjá okkur í kirkjutónlist, hann setti kórinn saman til að syngja í lokaverkefni sínu við skólann og stjórnar honum, “ lýsir Sigurður. Steinar Logi leikur líka Toccötu fyrir orgel. Auk þess verða flutt kammerverkin Andað á sofinn streng, Ristur og Sónata fyrir fiðlu og píanó. Tónleikarnir nefnast Nordal í 90 ár og eru fjórðu sameiginlegu tónleikar Listvinafélags Hallgrímskirkju og Tónlistardeildar Listaháskólans. Að sögn Sigurðar hefur það samstarf gefist einkar vel. Tónleikarnir hefjast klukkan 14 í dag og aðgangur er ókeypis.
Menning Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira