Efnir til afmælistónleika Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 28. apríl 2016 10:30 Margrét J. Pálmadóttir fagnar að sjálfsögðu stórafmælinu með tónlist. Vísir/GVA „Ég er mikið afmælisbarn. Ég fæ alltaf svona sérstaka þakklætistilfinningu á afmælisdaginn og hún minnkar ekkert með árunum. Hún bara eykst,“ segir kórstjórinn, tónlistarkonan og söngkonan Margrét J. Pálmadóttir sem er sextug í dag og bætir við að hún elski tölurnar bara meira eftir því sem þær hækka. „Þó ég hafi kannski verið hrædd við töluna 40 þá finnst mér bara „grace“ að fá að verða 60 ára. Og ég tala nú ekki um 80 eða 90 ára. Ég stefni í 100,“ segir hún og skellir upp úr. Afmælinu fagnar þessi mikla tónlistarkona að sjálfsögðu með tónlist allt um lykjandi en hinn eiginlegi fagnaður fer fram í Fríkirkjunni á laugardaginn með tónleikunum. Sjálfum afmælisdeginum eyðir hún í faðmi fjölskyldunnar og við íhugun og slökun fyrir tónleikana. „Ég verð með djass-, blús- og gospel-tónleika í Fríkirkjunni. Ég ætla að brjótast út úr skelinni og syngja með hljómsveit, kór og öðrum einsöngvara svona smá blús og gospel. Ég er aðeins að taka mig á því ég hef þagað dálítið lengi sem sólóisti en nú ætla ég bara út úr skelinni með þetta alla leið,“ segir hún. Margrét er stjórnandi og stofnandi kórsins Vox feminae sem stofnaður var árið 1993 og stofnandi, auk fleiri, sönghússins Domus Vox í Reykjavík. Á tónleikunum verður öllu til tjaldað, hljómsveit auk 100 kvenna kórs sem skipaður er konum á aldrinum 15-75 ára en þeir fara líkt og áður sagði fram í Fríkirkjunni á laugardaginn og hefjast klukkan 18.00. Menning Tónlist Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Ég er mikið afmælisbarn. Ég fæ alltaf svona sérstaka þakklætistilfinningu á afmælisdaginn og hún minnkar ekkert með árunum. Hún bara eykst,“ segir kórstjórinn, tónlistarkonan og söngkonan Margrét J. Pálmadóttir sem er sextug í dag og bætir við að hún elski tölurnar bara meira eftir því sem þær hækka. „Þó ég hafi kannski verið hrædd við töluna 40 þá finnst mér bara „grace“ að fá að verða 60 ára. Og ég tala nú ekki um 80 eða 90 ára. Ég stefni í 100,“ segir hún og skellir upp úr. Afmælinu fagnar þessi mikla tónlistarkona að sjálfsögðu með tónlist allt um lykjandi en hinn eiginlegi fagnaður fer fram í Fríkirkjunni á laugardaginn með tónleikunum. Sjálfum afmælisdeginum eyðir hún í faðmi fjölskyldunnar og við íhugun og slökun fyrir tónleikana. „Ég verð með djass-, blús- og gospel-tónleika í Fríkirkjunni. Ég ætla að brjótast út úr skelinni og syngja með hljómsveit, kór og öðrum einsöngvara svona smá blús og gospel. Ég er aðeins að taka mig á því ég hef þagað dálítið lengi sem sólóisti en nú ætla ég bara út úr skelinni með þetta alla leið,“ segir hún. Margrét er stjórnandi og stofnandi kórsins Vox feminae sem stofnaður var árið 1993 og stofnandi, auk fleiri, sönghússins Domus Vox í Reykjavík. Á tónleikunum verður öllu til tjaldað, hljómsveit auk 100 kvenna kórs sem skipaður er konum á aldrinum 15-75 ára en þeir fara líkt og áður sagði fram í Fríkirkjunni á laugardaginn og hefjast klukkan 18.00.
Menning Tónlist Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira