Það eru söguleg tíðindi á nýjasta heimslistanum í tennis því hvorki Roger Federer né Rafael Nadal eru á meðal fjögurra efstu á listanum. Það hefur ekki gerst í heil þrettán ár.
Hinn þrítugi Nadal er í fimmta sætinu á nýja listanum en Federer er kominn niður í sjöunda sætið.
Nadal hefur unnið tvö mót á árinu en vann risamót síðast árið 2014. Federer hefur verið frá vegna meiðsla og því eðlilega fallið niður listann.
Novak Djokovic er sem fyrr á toppnum en þar á eftir koma Andy Murray, Stan Wawrinka og Kei Nishikori.
