Fótbolti

81 þúsund manns tóku You'll Never Walk Alone eftir að áhorfandi lést í stúkunni - Myndbönd

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mögnuð stund.
Mögnuð stund.
Skelfilegt atvik átti sér stað á leik Borussia Dortmund og Mainz í Þýskalandi í dag en áhorfandi fékk hjartaáfall og lést upp í stúku.

Atvikið átti sér stað í fyrri hálfleiknum og fljótlega fóru fréttir að berast milli áhorfenda hvað hafði átt sér stað á Westfalen-vellinum. Stuðningsmenn Dortmund eru heimsfrægir fyrir að vera mjög háværir og er um einhvern erfiðasta heimavöll í heiminum að ræða.

Það sló aftur á móti þögn á 81.000 manns í síðari hálfleiknum þegar ljóst var að stuðningsmaður Dortmund hafi látist upp í stúku.

Eftir leikinn tóku stuðningsmenn allir saman lagið You’ll Never Walk Alone og var um gríðarlega tilfinningaþrungna stund að ræða. Twitter fylltist af myndum og myndböndum sem sjá mér hér að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×