Gunnar Nelson: Góð tilbreyting að undirbúa sig fyrir bardaga heima á Íslandi Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. apríl 2016 08:45 Gunnar Nelson berst næst í Rotterdam áttunda maí. vísir/getty Í dag eru 37 dagar þar til Gunnar Nelson stígur aftur í búrið og mætir Rússanum Albert Tumenov á fyrsta UFC-bardagakvöldi sögunnar í Hollandi, nánar til tekið í Rotterdam. Gunnar tapaði síðasta bardaga fyrir Demian Maia í Las Vegas en hann er nú búinn að tapa tveimur af síðustu þremur bardögum sínum og verður að ganga frá Tumenov í Rotterdam eftir rúman mánuð. „Albert verður erfiður andstæðingur. Hann er góður boxari og ákafur bardagamaður sem er góður með höndunum. Ég hlakka til að mæta honum og halda áfram að þróast sem bardagamaður,“ segir Gunnar í viðtali við Sport360.John Kavanagh hefur þjálfað Gunnar síðan hann var 19 ára.VísirÆfir alltaf sjálfur Síðustu tveir bardagar Gunnars fóru fram í Las Vegas og fór stærstur hluti undirbúningsins fyrir þá báða fram í Ameríku. Nú er Gunnar hér heima með góða gesti til að hjálpa sér við undirbúninginn. „Æfingar hafa gengið mjög vel. Við höfum fengið að undirbúa okkur á Íslandi til tilbreytingar sem er mjög gaman. Stundum æfum við tvisvar á dag,“ segir Gunnar. „Ég er líka alltaf að æfa sjálfur. Ég reyni alltaf að vera tilbúinn. Þetta er áframhaldandi verkefni hjá mér og ég er alltaf að reyna að læra nýja hluti. Ég undirbý mig aldrei fyrir einhvern ákveðinn bardaga. Ég treysti bara á minn leik og held mér í formi.“Þremur vikum áður en Gunnar heldur til Rotterdam stoppar hann í Dyflinni þar sem John Kavanagh, þjálfari hans og Conors McGregors, fínstillir það sem vantar upp á fyrir bardagann mikilvæga. Kavanagh fann Gunnar á gólfglímumóti í Mjölni þegar hann var 19 ára og hefur Íslendingurinn æft mikið undir handleiðslu Írans allar götur síðan. „Hann hefur haft mikil áhrif á mig,“ segir Gunnar um Kavanagh. „John var fyrsti MMA-þjálfarinn minn. Hann hefur mjög næmt auga fyrir íþróttinni.“ „Samband okkar er mjög gott og hann er frábært að sjá hluti sem henta mínum leik og það sem ég þarf að bæta. Hann er þjálfarinn minn og verður það um ókomna tíð,“ segir Gunnar Nelson. MMA Tengdar fréttir Handviss um að Gunnar geti orðið UFC-meistari John Kavanagh hefur enn tröllatrú á sínum manni þrátt fyrir tap í síðasta bardaga. 25. mars 2016 21:00 Gunnar: Conor mun ekki tapa aftur fyrir Diaz Hefur ekki áhyggjur af því að Conor McGregor muni tapa öðru sinni fyrir Nate Diaz. 26. mars 2016 09:00 Gunnar Nelson í viðtali í Ástralíu á dögunum | Hlustið á viðtalið Gunnar Nelson snýr aftur í hringinn eftir 54 daga mætir þá Rússanum Albert Tumenov í Rotterdam í Holland. Hluti af undirbúningi hans fyrir bardagann er að hjálpa til að auglýsa hann í fjölmiðlum. 15. mars 2016 09:00 Skilur ekki af hverju Rory MacDonald fær minna borgað en Gunnar Greinarhöfundur segir að sumir UFC-bardagakappar séu varir um sig vegna peningamála innan UFC. 17. mars 2016 12:00 Strákarnir sem ætla að koma Gunnari Nelson í rétta bardagagírinn Gunnar Nelson er á fullu að undirbúa sig fyrir komandi bardaga á móti Rússanum Albert Tumenov en þeir munu berjast í Rotterdam í Holland 8. maí næstkomandi. 15. mars 2016 08:00 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Grindavík - Njarðvík | Toppslagur í HS Orku-höllinni Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Sjá meira
Í dag eru 37 dagar þar til Gunnar Nelson stígur aftur í búrið og mætir Rússanum Albert Tumenov á fyrsta UFC-bardagakvöldi sögunnar í Hollandi, nánar til tekið í Rotterdam. Gunnar tapaði síðasta bardaga fyrir Demian Maia í Las Vegas en hann er nú búinn að tapa tveimur af síðustu þremur bardögum sínum og verður að ganga frá Tumenov í Rotterdam eftir rúman mánuð. „Albert verður erfiður andstæðingur. Hann er góður boxari og ákafur bardagamaður sem er góður með höndunum. Ég hlakka til að mæta honum og halda áfram að þróast sem bardagamaður,“ segir Gunnar í viðtali við Sport360.John Kavanagh hefur þjálfað Gunnar síðan hann var 19 ára.VísirÆfir alltaf sjálfur Síðustu tveir bardagar Gunnars fóru fram í Las Vegas og fór stærstur hluti undirbúningsins fyrir þá báða fram í Ameríku. Nú er Gunnar hér heima með góða gesti til að hjálpa sér við undirbúninginn. „Æfingar hafa gengið mjög vel. Við höfum fengið að undirbúa okkur á Íslandi til tilbreytingar sem er mjög gaman. Stundum æfum við tvisvar á dag,“ segir Gunnar. „Ég er líka alltaf að æfa sjálfur. Ég reyni alltaf að vera tilbúinn. Þetta er áframhaldandi verkefni hjá mér og ég er alltaf að reyna að læra nýja hluti. Ég undirbý mig aldrei fyrir einhvern ákveðinn bardaga. Ég treysti bara á minn leik og held mér í formi.“Þremur vikum áður en Gunnar heldur til Rotterdam stoppar hann í Dyflinni þar sem John Kavanagh, þjálfari hans og Conors McGregors, fínstillir það sem vantar upp á fyrir bardagann mikilvæga. Kavanagh fann Gunnar á gólfglímumóti í Mjölni þegar hann var 19 ára og hefur Íslendingurinn æft mikið undir handleiðslu Írans allar götur síðan. „Hann hefur haft mikil áhrif á mig,“ segir Gunnar um Kavanagh. „John var fyrsti MMA-þjálfarinn minn. Hann hefur mjög næmt auga fyrir íþróttinni.“ „Samband okkar er mjög gott og hann er frábært að sjá hluti sem henta mínum leik og það sem ég þarf að bæta. Hann er þjálfarinn minn og verður það um ókomna tíð,“ segir Gunnar Nelson.
MMA Tengdar fréttir Handviss um að Gunnar geti orðið UFC-meistari John Kavanagh hefur enn tröllatrú á sínum manni þrátt fyrir tap í síðasta bardaga. 25. mars 2016 21:00 Gunnar: Conor mun ekki tapa aftur fyrir Diaz Hefur ekki áhyggjur af því að Conor McGregor muni tapa öðru sinni fyrir Nate Diaz. 26. mars 2016 09:00 Gunnar Nelson í viðtali í Ástralíu á dögunum | Hlustið á viðtalið Gunnar Nelson snýr aftur í hringinn eftir 54 daga mætir þá Rússanum Albert Tumenov í Rotterdam í Holland. Hluti af undirbúningi hans fyrir bardagann er að hjálpa til að auglýsa hann í fjölmiðlum. 15. mars 2016 09:00 Skilur ekki af hverju Rory MacDonald fær minna borgað en Gunnar Greinarhöfundur segir að sumir UFC-bardagakappar séu varir um sig vegna peningamála innan UFC. 17. mars 2016 12:00 Strákarnir sem ætla að koma Gunnari Nelson í rétta bardagagírinn Gunnar Nelson er á fullu að undirbúa sig fyrir komandi bardaga á móti Rússanum Albert Tumenov en þeir munu berjast í Rotterdam í Holland 8. maí næstkomandi. 15. mars 2016 08:00 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Grindavík - Njarðvík | Toppslagur í HS Orku-höllinni Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Sjá meira
Handviss um að Gunnar geti orðið UFC-meistari John Kavanagh hefur enn tröllatrú á sínum manni þrátt fyrir tap í síðasta bardaga. 25. mars 2016 21:00
Gunnar: Conor mun ekki tapa aftur fyrir Diaz Hefur ekki áhyggjur af því að Conor McGregor muni tapa öðru sinni fyrir Nate Diaz. 26. mars 2016 09:00
Gunnar Nelson í viðtali í Ástralíu á dögunum | Hlustið á viðtalið Gunnar Nelson snýr aftur í hringinn eftir 54 daga mætir þá Rússanum Albert Tumenov í Rotterdam í Holland. Hluti af undirbúningi hans fyrir bardagann er að hjálpa til að auglýsa hann í fjölmiðlum. 15. mars 2016 09:00
Skilur ekki af hverju Rory MacDonald fær minna borgað en Gunnar Greinarhöfundur segir að sumir UFC-bardagakappar séu varir um sig vegna peningamála innan UFC. 17. mars 2016 12:00
Strákarnir sem ætla að koma Gunnari Nelson í rétta bardagagírinn Gunnar Nelson er á fullu að undirbúa sig fyrir komandi bardaga á móti Rússanum Albert Tumenov en þeir munu berjast í Rotterdam í Holland 8. maí næstkomandi. 15. mars 2016 08:00