Guðni Valur verður með á ÓL í Ríó | Átta komin í íslenska ÓL-hópinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júlí 2016 11:22 Kringlukastarinn Guðni Valur Guðnason. Mynd/Frjálsíþróttasamband Ísland Kringlukastarinn Guðni Valur Guðnason verður þriðji íslenski frjálsíþróttamaðurinn sem keppir fyrir Íslands hönd á Ólympíuleikunum í Ríó sem hefjast í næsta mánuði. Frjálsíþróttasamband Ísland staðfesti það í fréttatilkynningu að þrír frjálsíþróttamenn séu á leiðinni á Ólympíuleikana. Frestur til að ná lágmarki rann út í gær, 11. júlí og fleiri íþróttamönnum tókst ekki að ná tilskyldum lágmörkum. Aðeins Ásdís Hjálmsdóttir spjótkastari úr Ármanni og Aníta Hinriksdóttir 800 metra hlaupari úr ÍR náðu báðar lágmörkum á leikanna en stjórn Frjálsíþróttasambands Íslands mátti bæta einum keppenda við án lágmarka. Ísland á rétt á einu sæti fyrir karlkyns keppanda án lágmarka á leikunum. Stjórn FRÍ hefur nú fengið staðfestingu IAAF á að Guðni Valur Guðnason kringlukastari úr ÍR hljóti sæti á leikunum. Á stjórnarfundi Frjálsíþróttasambands Íslands í gær var einnig staðfest að í fylgdarliði þessara þriggja glæsilegu íþróttamanna verða þjálfarar þeirra þeir Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu, Terry McHugh þjálfari Ásdísar og Pétur Guðmundsson, þjálfari Guðna Vals. Guðni Valur Guðnason er aðeins tvítugur og algjör framtíðarmaður. Hann stóð sig mjög vel á sínu fyrsta stórmóti á dögunum þegar hann kastaði 61,20 metra og varð í 22. sæti á EM í Amsterdam. Guðni Valur stóð sig mjög vel á stóra sviðinu með því að ná sínu lengsta kasti á árinu og það verður því spennandi að fylgjast með honum í Ríó. Þetta kast hans á EM er líka það lengsta hjá íslenskum kringlukastara á stórmóti, það er á HM, EM eða ÓL. Ásdís Hjálmsdóttir, Aníta Hinriksdóttir og Guðni Valur Guðnason eru nú í hópi átta íslenskra íþróttamanna sem haga tryggt sér farseðilinn til Ríó en það hafa einnig gert fimleikakonan Irina Sazonova, júdómaðurinn Þormóður Árni Jónsson og sundfólkið Anton Sveinn Mckee, Eygló Ósk Gústafsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttir. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Tvíburasysturnar óvænt hættar Körfubolti Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Njarðvík - KR | Uppgjör efstu liðanna Körfubolti Fleiri fréttir Ármenningar unnu botnslaginn Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Njarðvík - KR | Uppgjör efstu liðanna Auðmjúkur nýr stjóri Chelsea Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Skotar fá frídag vegna HM Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Erfitt að fara fram úr rúminu Sjá meira
Kringlukastarinn Guðni Valur Guðnason verður þriðji íslenski frjálsíþróttamaðurinn sem keppir fyrir Íslands hönd á Ólympíuleikunum í Ríó sem hefjast í næsta mánuði. Frjálsíþróttasamband Ísland staðfesti það í fréttatilkynningu að þrír frjálsíþróttamenn séu á leiðinni á Ólympíuleikana. Frestur til að ná lágmarki rann út í gær, 11. júlí og fleiri íþróttamönnum tókst ekki að ná tilskyldum lágmörkum. Aðeins Ásdís Hjálmsdóttir spjótkastari úr Ármanni og Aníta Hinriksdóttir 800 metra hlaupari úr ÍR náðu báðar lágmörkum á leikanna en stjórn Frjálsíþróttasambands Íslands mátti bæta einum keppenda við án lágmarka. Ísland á rétt á einu sæti fyrir karlkyns keppanda án lágmarka á leikunum. Stjórn FRÍ hefur nú fengið staðfestingu IAAF á að Guðni Valur Guðnason kringlukastari úr ÍR hljóti sæti á leikunum. Á stjórnarfundi Frjálsíþróttasambands Íslands í gær var einnig staðfest að í fylgdarliði þessara þriggja glæsilegu íþróttamanna verða þjálfarar þeirra þeir Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu, Terry McHugh þjálfari Ásdísar og Pétur Guðmundsson, þjálfari Guðna Vals. Guðni Valur Guðnason er aðeins tvítugur og algjör framtíðarmaður. Hann stóð sig mjög vel á sínu fyrsta stórmóti á dögunum þegar hann kastaði 61,20 metra og varð í 22. sæti á EM í Amsterdam. Guðni Valur stóð sig mjög vel á stóra sviðinu með því að ná sínu lengsta kasti á árinu og það verður því spennandi að fylgjast með honum í Ríó. Þetta kast hans á EM er líka það lengsta hjá íslenskum kringlukastara á stórmóti, það er á HM, EM eða ÓL. Ásdís Hjálmsdóttir, Aníta Hinriksdóttir og Guðni Valur Guðnason eru nú í hópi átta íslenskra íþróttamanna sem haga tryggt sér farseðilinn til Ríó en það hafa einnig gert fimleikakonan Irina Sazonova, júdómaðurinn Þormóður Árni Jónsson og sundfólkið Anton Sveinn Mckee, Eygló Ósk Gústafsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttir.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Tvíburasysturnar óvænt hættar Körfubolti Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Njarðvík - KR | Uppgjör efstu liðanna Körfubolti Fleiri fréttir Ármenningar unnu botnslaginn Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Njarðvík - KR | Uppgjör efstu liðanna Auðmjúkur nýr stjóri Chelsea Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Skotar fá frídag vegna HM Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Erfitt að fara fram úr rúminu Sjá meira