Guðni Valur verður með á ÓL í Ríó | Átta komin í íslenska ÓL-hópinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júlí 2016 11:22 Kringlukastarinn Guðni Valur Guðnason. Mynd/Frjálsíþróttasamband Ísland Kringlukastarinn Guðni Valur Guðnason verður þriðji íslenski frjálsíþróttamaðurinn sem keppir fyrir Íslands hönd á Ólympíuleikunum í Ríó sem hefjast í næsta mánuði. Frjálsíþróttasamband Ísland staðfesti það í fréttatilkynningu að þrír frjálsíþróttamenn séu á leiðinni á Ólympíuleikana. Frestur til að ná lágmarki rann út í gær, 11. júlí og fleiri íþróttamönnum tókst ekki að ná tilskyldum lágmörkum. Aðeins Ásdís Hjálmsdóttir spjótkastari úr Ármanni og Aníta Hinriksdóttir 800 metra hlaupari úr ÍR náðu báðar lágmörkum á leikanna en stjórn Frjálsíþróttasambands Íslands mátti bæta einum keppenda við án lágmarka. Ísland á rétt á einu sæti fyrir karlkyns keppanda án lágmarka á leikunum. Stjórn FRÍ hefur nú fengið staðfestingu IAAF á að Guðni Valur Guðnason kringlukastari úr ÍR hljóti sæti á leikunum. Á stjórnarfundi Frjálsíþróttasambands Íslands í gær var einnig staðfest að í fylgdarliði þessara þriggja glæsilegu íþróttamanna verða þjálfarar þeirra þeir Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu, Terry McHugh þjálfari Ásdísar og Pétur Guðmundsson, þjálfari Guðna Vals. Guðni Valur Guðnason er aðeins tvítugur og algjör framtíðarmaður. Hann stóð sig mjög vel á sínu fyrsta stórmóti á dögunum þegar hann kastaði 61,20 metra og varð í 22. sæti á EM í Amsterdam. Guðni Valur stóð sig mjög vel á stóra sviðinu með því að ná sínu lengsta kasti á árinu og það verður því spennandi að fylgjast með honum í Ríó. Þetta kast hans á EM er líka það lengsta hjá íslenskum kringlukastara á stórmóti, það er á HM, EM eða ÓL. Ásdís Hjálmsdóttir, Aníta Hinriksdóttir og Guðni Valur Guðnason eru nú í hópi átta íslenskra íþróttamanna sem haga tryggt sér farseðilinn til Ríó en það hafa einnig gert fimleikakonan Irina Sazonova, júdómaðurinn Þormóður Árni Jónsson og sundfólkið Anton Sveinn Mckee, Eygló Ósk Gústafsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttir. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Fótbolti „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Enski boltinn Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Körfubolti Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Fótbolti Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Fótbolti „Mér er alveg sama hvað ég skora mikið, ég vil bara fá sigur“ Sport „Það langbesta sem við höfum sýnt í vetur“ Sport Fleiri fréttir Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús „Það langbesta sem við höfum sýnt í vetur“ Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum „Mér er alveg sama hvað ég skora mikið, ég vil bara fá sigur“ Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Vinicius Junior bauð í svaka partý en gæti endað í fangelsi Gæti náð Liverpool-leiknum Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Diljá og félagar náðu ekki að snúa við blaðinu Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Fórnaði frægasta hári handboltans Sundstjarna hættir óvænt 25 ára: „Allir draumarnir rættust“ Neitar að gista á liðshótelinu vegna draugagangs Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Sjá meira
Kringlukastarinn Guðni Valur Guðnason verður þriðji íslenski frjálsíþróttamaðurinn sem keppir fyrir Íslands hönd á Ólympíuleikunum í Ríó sem hefjast í næsta mánuði. Frjálsíþróttasamband Ísland staðfesti það í fréttatilkynningu að þrír frjálsíþróttamenn séu á leiðinni á Ólympíuleikana. Frestur til að ná lágmarki rann út í gær, 11. júlí og fleiri íþróttamönnum tókst ekki að ná tilskyldum lágmörkum. Aðeins Ásdís Hjálmsdóttir spjótkastari úr Ármanni og Aníta Hinriksdóttir 800 metra hlaupari úr ÍR náðu báðar lágmörkum á leikanna en stjórn Frjálsíþróttasambands Íslands mátti bæta einum keppenda við án lágmarka. Ísland á rétt á einu sæti fyrir karlkyns keppanda án lágmarka á leikunum. Stjórn FRÍ hefur nú fengið staðfestingu IAAF á að Guðni Valur Guðnason kringlukastari úr ÍR hljóti sæti á leikunum. Á stjórnarfundi Frjálsíþróttasambands Íslands í gær var einnig staðfest að í fylgdarliði þessara þriggja glæsilegu íþróttamanna verða þjálfarar þeirra þeir Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu, Terry McHugh þjálfari Ásdísar og Pétur Guðmundsson, þjálfari Guðna Vals. Guðni Valur Guðnason er aðeins tvítugur og algjör framtíðarmaður. Hann stóð sig mjög vel á sínu fyrsta stórmóti á dögunum þegar hann kastaði 61,20 metra og varð í 22. sæti á EM í Amsterdam. Guðni Valur stóð sig mjög vel á stóra sviðinu með því að ná sínu lengsta kasti á árinu og það verður því spennandi að fylgjast með honum í Ríó. Þetta kast hans á EM er líka það lengsta hjá íslenskum kringlukastara á stórmóti, það er á HM, EM eða ÓL. Ásdís Hjálmsdóttir, Aníta Hinriksdóttir og Guðni Valur Guðnason eru nú í hópi átta íslenskra íþróttamanna sem haga tryggt sér farseðilinn til Ríó en það hafa einnig gert fimleikakonan Irina Sazonova, júdómaðurinn Þormóður Árni Jónsson og sundfólkið Anton Sveinn Mckee, Eygló Ósk Gústafsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttir.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Fótbolti „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Enski boltinn Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Körfubolti Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Fótbolti Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Fótbolti „Mér er alveg sama hvað ég skora mikið, ég vil bara fá sigur“ Sport „Það langbesta sem við höfum sýnt í vetur“ Sport Fleiri fréttir Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús „Það langbesta sem við höfum sýnt í vetur“ Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum „Mér er alveg sama hvað ég skora mikið, ég vil bara fá sigur“ Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Vinicius Junior bauð í svaka partý en gæti endað í fangelsi Gæti náð Liverpool-leiknum Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Diljá og félagar náðu ekki að snúa við blaðinu Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Fórnaði frægasta hári handboltans Sundstjarna hættir óvænt 25 ára: „Allir draumarnir rættust“ Neitar að gista á liðshótelinu vegna draugagangs Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Sjá meira