Erlent

Árásarmaðurinn í Brussel ákærður fyrir hryðjuverk

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá vettvangi árásarinnar.
Frá vettvangi árásarinnar. Vísir/AFP
Maðurinn sem réðst á tvo lögregluþjóna í Brussel í gær og stakk þá hefur verið ákærður fyrir tilraunir til manndráps í tengslum við hryðjuverkastarfsemi. Árásarmaðurinn er 43 ára gamall og heitir Hicham D. bróðir hans Aboubaker D. hefur einnig verið handtekinn. Báðir eru með belgískan ríkisborgararétt.

Samkvæmt AFP fréttaveitunni er Hicham D. fyrrverandi hermaður sem hafði farið til Sýrlands til að berjast fyrir vígahópa. Hann var skotinn í fótinn af lögreglu eftir að hafa stungið tvo lögregluþjóna, konu og mann og einnig brotið nefið á einum lögregluþjóni til viðbótar.

Næst hæsta viðbragðsstig yfirvalda í Belgíu er enn virkt eftir sjálfsmorðsárásirnar á flugvellinum og í lestarkerfi Brussel í mars. 32 létust í árásunum. Þá réðst maður vopnaður sveðju á tvær lögreglukonur í Charleroi fyrir tveimur mánuðum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.