Dýpsta borhola landsins komin 3,6 kílómetra niður á Reykjanesi Svavar Hávarðsson skrifar 7. nóvember 2016 07:00 HS Orka gæti margfaldað orkuframleiðslu sína ef vel tekst til – með minni umhverfisáhrifum. vísir/gva Mikilvægum áfanga hefur verið náð í íslenska djúpborunarverkefninu IDDP. Borholan RN-15/IDDP-2 á Reykjanesi er nú orðin rúmlega 3,6 kílómetra djúp. Holan er á vinnslusvæði Reykjanesvirkjunar. Þetta er í fyrsta skipti sem borað er svo djúpt á jarðhitasvæði á Íslandi og líklega á háhitasvæði í heiminum öllum. Frá þessu segir á heimasíðu HS Orku. Um er að ræða samstarfsverkefni um djúpborun sem leitt er af HS Orku og unnið í samstarfi við norska olíufélagið Statoil og önnur fyrirtæki innan íslenska djúpborunarverkefnisins (IDDP). Tilgangur djúpborunarverkefnisins er að kanna hvort framleiða megi orku úr djúplægum jarðhitakerfum sem gæti aukið orkuframleiðslu háhitasvæða umtalsvert og þar með dregið úr umhverfisáhrifum og landrýmisþörf orkuvinnslunnar. Vinnslutækni djúprar borholu ræðst af því hvernig jarðhitavökvi finnst á fjögurra til fimm kílómetra dýpi. Reynist efnasamsetningin viðráðanleg og unnt verður að vinna yfirhitaða orkuríka gufu beint upp úr djúpu borholunni er það fyrsti valkostur sem mun þar með auka orkuvinnslu á Reykjanesi. Framhald verksins verður með þeim hætti að gerðar verða umfangsmiklar jarðeðlisfræðimælingar í holunni og þess verður freistað að ná borkjörnum úr djúpberginu. Sett markmið er að bora niður á allt að fimm kílómetra dýpi þar sem búast má við hitastigi sem nemur 400 til 500 gráðum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Mikilvægum áfanga hefur verið náð í íslenska djúpborunarverkefninu IDDP. Borholan RN-15/IDDP-2 á Reykjanesi er nú orðin rúmlega 3,6 kílómetra djúp. Holan er á vinnslusvæði Reykjanesvirkjunar. Þetta er í fyrsta skipti sem borað er svo djúpt á jarðhitasvæði á Íslandi og líklega á háhitasvæði í heiminum öllum. Frá þessu segir á heimasíðu HS Orku. Um er að ræða samstarfsverkefni um djúpborun sem leitt er af HS Orku og unnið í samstarfi við norska olíufélagið Statoil og önnur fyrirtæki innan íslenska djúpborunarverkefnisins (IDDP). Tilgangur djúpborunarverkefnisins er að kanna hvort framleiða megi orku úr djúplægum jarðhitakerfum sem gæti aukið orkuframleiðslu háhitasvæða umtalsvert og þar með dregið úr umhverfisáhrifum og landrýmisþörf orkuvinnslunnar. Vinnslutækni djúprar borholu ræðst af því hvernig jarðhitavökvi finnst á fjögurra til fimm kílómetra dýpi. Reynist efnasamsetningin viðráðanleg og unnt verður að vinna yfirhitaða orkuríka gufu beint upp úr djúpu borholunni er það fyrsti valkostur sem mun þar með auka orkuvinnslu á Reykjanesi. Framhald verksins verður með þeim hætti að gerðar verða umfangsmiklar jarðeðlisfræðimælingar í holunni og þess verður freistað að ná borkjörnum úr djúpberginu. Sett markmið er að bora niður á allt að fimm kílómetra dýpi þar sem búast má við hitastigi sem nemur 400 til 500 gráðum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira