Plastagnir í snyrti- og hreinlætisvörum næsta stóra umhverfisvandamál Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 11. september 2016 19:30 Gríðarlegt magn óumhverfisvænna plastagna berast út í hafið í kringum Ísland með skólpi á hverjum degi, margfalt meira en í nágrannalöndum okkar samkvæmt nýrri norrænni rannsókn. Doktor í umhverfisefnafræði segir að dreifing plastagna verði næsta stóra umhverfisvandamál heimsins. Norrænir vísindamenn rannsökuðu nýverið hversu mikið magn plastagna, eða microbeads eins og þær kallast á ensku, berast út í hafið með skólpi á Íslandi, Finnlandi og í Svíþjóð. Agnirnar eru örsmáar og finnast til að mynda í hinum ýmsu snyrti - og hreinlætisvörum. Eiturefni fylgja ögnunum, þær eru óuppleysanlegar og brotna ekki niður í líffverum.Sjá einnig: telur að það ætti að banna innflutning snyrtivara sem innihalda plastagnir„Samanborið við Svíþjóð og Finnland þá erum við ekki að hreinsa skólp nægilega vel. Þessi lönd eru að hreinsa það töluvert mikið betur en við erum að gera og eru að ná rúmlega 99 prósent af ögnunum úr sínu skólpi á meðan allt okkar skólp fer svo til óhreinsað að þessu leyti út í hafið,“ segir Hrönn Ólína Jörunsdóttir doktor í umhverfisefnafræði og meðhöfunudur skýrslunnar. Hún segir niðurstöðurnar nokkuð sláandi, sérstaklega samanborið við nágrannalöndin. „Magnið sem að ein stöð hérlendis er að sleppa út er hundraðfalt meiri heldur en þessar stóru stöðvar sem við vorum að skoða í Svíþjóð og Finnlandi.“ Umræða um áhrif plastagna á umhverfi og lífverur er nokkuð ný af nálinni. „Það er ekkert mjög langt síðan þessar agnir voru uppgötvaðar í umhverfinu. Vísindamenn telja að þetta sé orðið það alvarlegt mál að það er farið að leggja mikinn þrýsting á að banna þessar plastagnir, það eigi ekki að nota þær í neytendavörur. Við í rauninni teljum að þetta sé næsta stóra umhverfisvandamál sem við þurfum að takast á við,“ segir Hrönn. Bandarísk og bresk stjórnvöld eru á meðal þeirra sem hafa bannað plastagnir í snyrtivörum, en algengasta plastefnið í slíkum vörum er polyethylene, sem skammstafað er skammstafað PE. Hrönn vill að íslensk stjórnvöld banni efnin. „Þær eiga ekki heima í neytendavörum. Við vitum það að við erum ekki að ná að hemja þær úr okkar affallsvatni, það er engin leið að hemja þær þegar þær eru komnar út í umhverfið. Það eru allar viðvörunarbjöllur á fullu að reyna að vara okkur við.“ Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Gríðarlegt magn óumhverfisvænna plastagna berast út í hafið í kringum Ísland með skólpi á hverjum degi, margfalt meira en í nágrannalöndum okkar samkvæmt nýrri norrænni rannsókn. Doktor í umhverfisefnafræði segir að dreifing plastagna verði næsta stóra umhverfisvandamál heimsins. Norrænir vísindamenn rannsökuðu nýverið hversu mikið magn plastagna, eða microbeads eins og þær kallast á ensku, berast út í hafið með skólpi á Íslandi, Finnlandi og í Svíþjóð. Agnirnar eru örsmáar og finnast til að mynda í hinum ýmsu snyrti - og hreinlætisvörum. Eiturefni fylgja ögnunum, þær eru óuppleysanlegar og brotna ekki niður í líffverum.Sjá einnig: telur að það ætti að banna innflutning snyrtivara sem innihalda plastagnir„Samanborið við Svíþjóð og Finnland þá erum við ekki að hreinsa skólp nægilega vel. Þessi lönd eru að hreinsa það töluvert mikið betur en við erum að gera og eru að ná rúmlega 99 prósent af ögnunum úr sínu skólpi á meðan allt okkar skólp fer svo til óhreinsað að þessu leyti út í hafið,“ segir Hrönn Ólína Jörunsdóttir doktor í umhverfisefnafræði og meðhöfunudur skýrslunnar. Hún segir niðurstöðurnar nokkuð sláandi, sérstaklega samanborið við nágrannalöndin. „Magnið sem að ein stöð hérlendis er að sleppa út er hundraðfalt meiri heldur en þessar stóru stöðvar sem við vorum að skoða í Svíþjóð og Finnlandi.“ Umræða um áhrif plastagna á umhverfi og lífverur er nokkuð ný af nálinni. „Það er ekkert mjög langt síðan þessar agnir voru uppgötvaðar í umhverfinu. Vísindamenn telja að þetta sé orðið það alvarlegt mál að það er farið að leggja mikinn þrýsting á að banna þessar plastagnir, það eigi ekki að nota þær í neytendavörur. Við í rauninni teljum að þetta sé næsta stóra umhverfisvandamál sem við þurfum að takast á við,“ segir Hrönn. Bandarísk og bresk stjórnvöld eru á meðal þeirra sem hafa bannað plastagnir í snyrtivörum, en algengasta plastefnið í slíkum vörum er polyethylene, sem skammstafað er skammstafað PE. Hrönn vill að íslensk stjórnvöld banni efnin. „Þær eiga ekki heima í neytendavörum. Við vitum það að við erum ekki að ná að hemja þær úr okkar affallsvatni, það er engin leið að hemja þær þegar þær eru komnar út í umhverfið. Það eru allar viðvörunarbjöllur á fullu að reyna að vara okkur við.“
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira