Innlent

Bein útsending: Prófkjör og áhrif 9/11 hjá Kristjáni á Sprengisandi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Kristján Kristjánsson stýrir Sprengisandi öðru sinni í dag.
Kristján Kristjánsson stýrir Sprengisandi öðru sinni í dag.
Stjórnmál og áhrif hryðjuverkanna í New York fyrir fimmtán árum verða fyrirferðamikil hjá Kristjáni Kristjánssyni á Sprengisandi á Bylgjunni í dag.

Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði, og Silja Bára Ómarasdóttir, aðjúnkt í stjórnmálafræði, munu ræða um áhrif árásarinnar á Tvíburaturnana ellefta september fyrir fimmtán árum.

Þá verður Kristján með puttann á púlsinum í kosningum til Alþingis en það dró til tíðinda hjá Samfylkingunni og Sjálfstæðisflokknum í gærkvöldi þar sem niðurstöður í prófkjörum vöktu athygli.

Þátturinn hefst klukkan tíu og stendur yfir til tólf. Hægt er að hlusta á hann í beinni útsendingu hér að neðan með því að velja Bylgjuna í spilaranum eða með því að smella hér.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×