Innlent

Ekið á hjólreiðamann í Vesturbæ

Meiðsl hjólreiðamannsins eru minniháttar.
Meiðsl hjólreiðamannsins eru minniháttar. MYND/Vísir
Ekið var á hjólreiðamann á Nesvegi í Vesturbæ Reykjavíkur laust fyrir hálf níu í kvöld. 

Hinn slasaði var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild Landspítalans í Fossvogi til aðhlynningar. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu eru meiðsl hans ekki alvarleg. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×