Sunnudagurinn gæti líka verið stór dagur fyrir íslenska íþróttamenn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júlí 2016 18:30 Skotmaðurinn Ásgeir Sigurgeirsson. Vísir/Anton Alþjóðaólympíunefndin mun ákveða það á sunnudaginn hvort að útiloka eigi allra rússneska keppendur frá Ólympíuleikunum í Ríó sem hefjast í næsta mánuði. Sú ákvörðun varð líklegri eftir að Alþjóðaíþróttadómstóllinn staðfesti í dag ákvörðun Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins um að banna alla Rússa í frjálsíþróttakeppni Ólympíuleikanna. Það er mikil pressa frá íþróttaheiminum að Rússar fái ekki að vera með eftir að stjórnvöld í landinu voru uppvís um það að styðja á bak við ólöglega lyfjanotkun íþróttafólks síns. Átta Íslendingar eru komnir með keppnisrétt á ÓL í Ríó en þeim gæti mögulega fjölgað detti allir Rússar út. Fari svo að þeim 321 Rússa ,sem hefur unnið sér keppnisrétt, verði meinuð þátttaka á leikunum þá er líklegt að sætum verði endurúthlutað í einhverjum greinum. Skotmaðurinn Ásgeir Sigurgeirsson var nálægt því að vinna sér keppnisrétt á leikana í Ríó og hann gæti mögulega fengið sætið detti Rússarnir út. Allt þetta ræðst á sunnudaginn kemur þegar Alþjóðaólympíunefndin tilkynnir þessa erfiðu ákvörðun sína. Framtíð rússneska íþrótta sem og framtíð lyfjaeftirlits í heiminum eru undir í þessari risastóru ákvörðun en verði hún að banna Rússa frá leikunum þá þarf að ákveða hvað á að gera með sæti þeirra. Þrennt er í stöðunni að mati Andra Stefánssonar, sviðsstjóri á afreks- og ólympíusviði ÍSÍ, en hann fór yfir málið í samtali við ruv.is. Það sem getur gerst er eftirtalið.- Möguleiki eitt - Sætum Rússa verður ekki úthlutað og ekkert breytist fyrir utan það að rússneskir íþróttamenn verða ekki á leikunum. Þessi möguleiki er frekar ólíklegur, sérstaklega í ljósi þess að erfitt er að vera með mismörg lið í riðlum í hópíþróttunum.- Möguleiki tvö - Sætum verður endurúthlutað í einhverjum greinum.- Möguleiki þrjú - Sætum verður endurúthlutað í öllum greinum. Verði möguleikar tvö eða þrjú fyrir valinu opnast tækifæri fyrir fleiri Íslendinga að komast inn á leikana en það er ekki langur tími til stefnu enda stutt í að leikarnir hefjist í Ríó. Íþróttafólkinu hefur þegar verið úthlutað staður í Ólympíuþorpinu og allt skipulag er til staðar. Allsherjar uppstokkun á gistingu og dagskrá keppenda á leikunum gæti því verið erfið þegar svona lítill tími er til stefnu. Öll augu verða á Alþjóðaólympíunefndinni á sunnudaginn sem gæti orðið stór dagur fyrir íslenska íþróttamenn fái þeir þá óvæntan keppnisrétt á Ólympíuleikunum í Ríó. Aðrar íþróttir Íþróttir Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Thelma Karen til sænsku meistaranna Fótbolti Fleiri fréttir Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Vålerenga fór illa að ráði sínu Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Daníel lokaði markinu í Skógarseli Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Sjá meira
Alþjóðaólympíunefndin mun ákveða það á sunnudaginn hvort að útiloka eigi allra rússneska keppendur frá Ólympíuleikunum í Ríó sem hefjast í næsta mánuði. Sú ákvörðun varð líklegri eftir að Alþjóðaíþróttadómstóllinn staðfesti í dag ákvörðun Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins um að banna alla Rússa í frjálsíþróttakeppni Ólympíuleikanna. Það er mikil pressa frá íþróttaheiminum að Rússar fái ekki að vera með eftir að stjórnvöld í landinu voru uppvís um það að styðja á bak við ólöglega lyfjanotkun íþróttafólks síns. Átta Íslendingar eru komnir með keppnisrétt á ÓL í Ríó en þeim gæti mögulega fjölgað detti allir Rússar út. Fari svo að þeim 321 Rússa ,sem hefur unnið sér keppnisrétt, verði meinuð þátttaka á leikunum þá er líklegt að sætum verði endurúthlutað í einhverjum greinum. Skotmaðurinn Ásgeir Sigurgeirsson var nálægt því að vinna sér keppnisrétt á leikana í Ríó og hann gæti mögulega fengið sætið detti Rússarnir út. Allt þetta ræðst á sunnudaginn kemur þegar Alþjóðaólympíunefndin tilkynnir þessa erfiðu ákvörðun sína. Framtíð rússneska íþrótta sem og framtíð lyfjaeftirlits í heiminum eru undir í þessari risastóru ákvörðun en verði hún að banna Rússa frá leikunum þá þarf að ákveða hvað á að gera með sæti þeirra. Þrennt er í stöðunni að mati Andra Stefánssonar, sviðsstjóri á afreks- og ólympíusviði ÍSÍ, en hann fór yfir málið í samtali við ruv.is. Það sem getur gerst er eftirtalið.- Möguleiki eitt - Sætum Rússa verður ekki úthlutað og ekkert breytist fyrir utan það að rússneskir íþróttamenn verða ekki á leikunum. Þessi möguleiki er frekar ólíklegur, sérstaklega í ljósi þess að erfitt er að vera með mismörg lið í riðlum í hópíþróttunum.- Möguleiki tvö - Sætum verður endurúthlutað í einhverjum greinum.- Möguleiki þrjú - Sætum verður endurúthlutað í öllum greinum. Verði möguleikar tvö eða þrjú fyrir valinu opnast tækifæri fyrir fleiri Íslendinga að komast inn á leikana en það er ekki langur tími til stefnu enda stutt í að leikarnir hefjist í Ríó. Íþróttafólkinu hefur þegar verið úthlutað staður í Ólympíuþorpinu og allt skipulag er til staðar. Allsherjar uppstokkun á gistingu og dagskrá keppenda á leikunum gæti því verið erfið þegar svona lítill tími er til stefnu. Öll augu verða á Alþjóðaólympíunefndinni á sunnudaginn sem gæti orðið stór dagur fyrir íslenska íþróttamenn fái þeir þá óvæntan keppnisrétt á Ólympíuleikunum í Ríó.
Aðrar íþróttir Íþróttir Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Thelma Karen til sænsku meistaranna Fótbolti Fleiri fréttir Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Vålerenga fór illa að ráði sínu Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Daníel lokaði markinu í Skógarseli Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Sjá meira