Sjö ára strákur sótti um stjórastöðuna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. maí 2016 23:30 Ungur stuðningsmaður Inverness Caledonian Thistle. Vísir/Getty Inverness Caledonian Thistle er ekki þekktasta fótboltalið Skotlands en liðið var að klára sitt þriðja tímabil í röð í skosku úrvalsdeildinni en um leið að missa knattspyrnustjóra sinn til þriggja ára. John Hughes gerði Inverness-liðið að skoskum bikarmeisturum í fyrra sem var fyrsti stóri titill félagsins. Liðið endaði hinsvegar bara í 7. sæti á nýloknu tímabili eða fjórum sætum neðar en árið á undan. Hinn 51 árs gamli John Hughes var ósáttur með að fá ekki meiri pening fyrir nýja leikmenn og hann ákvað að hætta eftir tímabilið. Félagið er nú að leita sér að nýjum knattspyrnustjóra. Ein umsóknin hefur vakið mesta athygli bæði innan Inverness Caledonian Thistle félagsins sem og í breskum fjölmiðlum. Hún kom frá hinum sjö ára gamla Ewen. Ewen sendi stjórnarformanninum Kenny Cameron handskrifað bréf þar sem hann sóttist eftir því að setjast í knattspyrnustjórastólinn. Hann gekk svo langt að segja að hann gæti beðið skólastjórann sinn um að fá að fara snemma úr skólanum á leikdögum. „Ég er viss um að það verði ekkert vandamál svo framarlega sem leikmenn liðsins hjálpi mér með heimavinnuna," skrifaði Ewen. Forráðamenn Inverness Caledonian Thistle höfðu mjög gaman af bréfinu og ákváðu að birta það á heimasíðu félagsins undir skilaboðunum. „Við teljum að Ewan gæti komið til greina í starfið en hvað finnst ykkur?" Þetta er samt ekki í fyrsta sinn sem ungir knattspyrnuáhugamenn hafa það mikið sjálfstraust að þeir sækja um knattspyrnustjórastöðuna hjá sínu félagi og þetta alltaf jafnsætt og skemmtilegt. Hér fyrir neðan má sjá bréfið eins og það var birt á Twitter-síðu Inverness Caledonian Thistle liðsins.Could Ewen make the #ICTFC Managerial Shortlist? RT for Yes, Like for Yes. https://t.co/LZwJWoXXHi pic.twitter.com/UsfAplWvx4— Official ICTFC (@ICTFC) May 26, 2016 Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Dagskráin í dag: Deildarkeppni Meistaradeildarinnar lýkur Sport Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira
Inverness Caledonian Thistle er ekki þekktasta fótboltalið Skotlands en liðið var að klára sitt þriðja tímabil í röð í skosku úrvalsdeildinni en um leið að missa knattspyrnustjóra sinn til þriggja ára. John Hughes gerði Inverness-liðið að skoskum bikarmeisturum í fyrra sem var fyrsti stóri titill félagsins. Liðið endaði hinsvegar bara í 7. sæti á nýloknu tímabili eða fjórum sætum neðar en árið á undan. Hinn 51 árs gamli John Hughes var ósáttur með að fá ekki meiri pening fyrir nýja leikmenn og hann ákvað að hætta eftir tímabilið. Félagið er nú að leita sér að nýjum knattspyrnustjóra. Ein umsóknin hefur vakið mesta athygli bæði innan Inverness Caledonian Thistle félagsins sem og í breskum fjölmiðlum. Hún kom frá hinum sjö ára gamla Ewen. Ewen sendi stjórnarformanninum Kenny Cameron handskrifað bréf þar sem hann sóttist eftir því að setjast í knattspyrnustjórastólinn. Hann gekk svo langt að segja að hann gæti beðið skólastjórann sinn um að fá að fara snemma úr skólanum á leikdögum. „Ég er viss um að það verði ekkert vandamál svo framarlega sem leikmenn liðsins hjálpi mér með heimavinnuna," skrifaði Ewen. Forráðamenn Inverness Caledonian Thistle höfðu mjög gaman af bréfinu og ákváðu að birta það á heimasíðu félagsins undir skilaboðunum. „Við teljum að Ewan gæti komið til greina í starfið en hvað finnst ykkur?" Þetta er samt ekki í fyrsta sinn sem ungir knattspyrnuáhugamenn hafa það mikið sjálfstraust að þeir sækja um knattspyrnustjórastöðuna hjá sínu félagi og þetta alltaf jafnsætt og skemmtilegt. Hér fyrir neðan má sjá bréfið eins og það var birt á Twitter-síðu Inverness Caledonian Thistle liðsins.Could Ewen make the #ICTFC Managerial Shortlist? RT for Yes, Like for Yes. https://t.co/LZwJWoXXHi pic.twitter.com/UsfAplWvx4— Official ICTFC (@ICTFC) May 26, 2016
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Dagskráin í dag: Deildarkeppni Meistaradeildarinnar lýkur Sport Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira