Hrafnhildur og Bryndís báðar í undanúrslit | Svona gekk þetta fyrir sig á HM í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. desember 2016 13:24 Hrafnhildur Lúthersdóttir og Eygló Ósk Gústafsdóttir. Vísir/Anton/Ernir Ísland á tvær sundkonur í úrslitahluta dagsins á HM í sundi í Windsor í Kanada en þriðji dagur mótsins er í dag. Úrslitahlutinn fer fram í nótt að íslenskum tíma. Bæði Bryndís Rún Hansen og Hrafnhildur Lúthersdóttir tryggðu sér sæti í undanúrslitunum í undanrásunum í dag. Þetta verður annað undanúrslitasund Hrafnhildar á mótinu. Hrafnhildur Lúthersdóttir náði tólfta besta tímanum í 100 metra fjórsundi þegar hún synti á 1:00,79 sekúndum og var nálægt því að bæta Íslandsmet sitt í greininni. Hrafnhildur var 10/100 frá Íslandsmetinu sínu. Jóhanna Gerða Gústafsdóttir varð í 27. sæti í sama sundi. Bryndís Rún Hansen synti 50 metra flugsund á 26,22 sekúndum og bætti þar með Íslandsmet sitt í greininni sem var 26,70 sekúndur.Hún hafnaði í fimmtánda sæti en alls komust sextán keppendur áfram í undanúrslitin. Keppni í undanúrslitum hjá Bryndísi hefst klukkan 00.15 í nótt en þar komast átta bestu keppendurnir áfram í úrslitin. Keppni í undanúrslitum hjá Hrafnhildi fer fram klukkan 00.36 í nótt og þar er líka barist um átta sæti. Viktor Máni Vilbergsson varð í 32. sæti af 63 sundmönnum í 200 metra bringusundi. Hann synti á 2:14,52 mínútum. Aron Örn Stefánsson varð í 55. sæti í 50 m skriðsundi þegar hann synti á 22,87 sekúndum sem er bæting á hans besta tíma. Davíð Hildiberg Aðalsteinsson synti 50 metra baksund á 25,24 sekúndum og endaði í 40. sæti. Kristinn Þórarinsson synti sömu grein á 25,27 sekúndum og endaði 41. sæti í greininni en 86 sundmenn reyndu með sér í 50 metra baksundinu. Kristinn Þórarinsson synti einnig 100 metra fjórsund og kom í mark á 55,12 sekúndum sem skilaði honum 33. sætinu af 87 keppendum. Viktor Máni Vilbergsson synti 100 metra fjórsund á 56,79 sekúndum sem er bæting á hans besta tíma og skilaði honum 44. sætinu. Loks syndi blandaða sveitin 4x50 metra fjórsund og endaði þar í 16. sæti. Sveitina skipuðu þau Davíð Hildiberg Aðalsteinsson, Hrafnhildur Lúthersdóttir, Bryndís Rún Hansen og Aron Örn Stefánsson. Íslenska sveitin setti nýtt landsmet með því að klára á 1:43,84 mínútum. Fyrra landsmetið í greininni var sett á HM í Doha árið 2014. Það var 1:46,56 mín. og í sveitinni þá voru þau Eygló Ósk, Hrafnhildur, Daníel Hannes Pálsson og Davíð Hildiberg.Hér fyrir neðan má sjá hvernig dagurinn gekk fyrir sig. Sund Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Fleiri fréttir Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Sjá meira
Ísland á tvær sundkonur í úrslitahluta dagsins á HM í sundi í Windsor í Kanada en þriðji dagur mótsins er í dag. Úrslitahlutinn fer fram í nótt að íslenskum tíma. Bæði Bryndís Rún Hansen og Hrafnhildur Lúthersdóttir tryggðu sér sæti í undanúrslitunum í undanrásunum í dag. Þetta verður annað undanúrslitasund Hrafnhildar á mótinu. Hrafnhildur Lúthersdóttir náði tólfta besta tímanum í 100 metra fjórsundi þegar hún synti á 1:00,79 sekúndum og var nálægt því að bæta Íslandsmet sitt í greininni. Hrafnhildur var 10/100 frá Íslandsmetinu sínu. Jóhanna Gerða Gústafsdóttir varð í 27. sæti í sama sundi. Bryndís Rún Hansen synti 50 metra flugsund á 26,22 sekúndum og bætti þar með Íslandsmet sitt í greininni sem var 26,70 sekúndur.Hún hafnaði í fimmtánda sæti en alls komust sextán keppendur áfram í undanúrslitin. Keppni í undanúrslitum hjá Bryndísi hefst klukkan 00.15 í nótt en þar komast átta bestu keppendurnir áfram í úrslitin. Keppni í undanúrslitum hjá Hrafnhildi fer fram klukkan 00.36 í nótt og þar er líka barist um átta sæti. Viktor Máni Vilbergsson varð í 32. sæti af 63 sundmönnum í 200 metra bringusundi. Hann synti á 2:14,52 mínútum. Aron Örn Stefánsson varð í 55. sæti í 50 m skriðsundi þegar hann synti á 22,87 sekúndum sem er bæting á hans besta tíma. Davíð Hildiberg Aðalsteinsson synti 50 metra baksund á 25,24 sekúndum og endaði í 40. sæti. Kristinn Þórarinsson synti sömu grein á 25,27 sekúndum og endaði 41. sæti í greininni en 86 sundmenn reyndu með sér í 50 metra baksundinu. Kristinn Þórarinsson synti einnig 100 metra fjórsund og kom í mark á 55,12 sekúndum sem skilaði honum 33. sætinu af 87 keppendum. Viktor Máni Vilbergsson synti 100 metra fjórsund á 56,79 sekúndum sem er bæting á hans besta tíma og skilaði honum 44. sætinu. Loks syndi blandaða sveitin 4x50 metra fjórsund og endaði þar í 16. sæti. Sveitina skipuðu þau Davíð Hildiberg Aðalsteinsson, Hrafnhildur Lúthersdóttir, Bryndís Rún Hansen og Aron Örn Stefánsson. Íslenska sveitin setti nýtt landsmet með því að klára á 1:43,84 mínútum. Fyrra landsmetið í greininni var sett á HM í Doha árið 2014. Það var 1:46,56 mín. og í sveitinni þá voru þau Eygló Ósk, Hrafnhildur, Daníel Hannes Pálsson og Davíð Hildiberg.Hér fyrir neðan má sjá hvernig dagurinn gekk fyrir sig.
Sund Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Fleiri fréttir Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Sjá meira