Innlent

Bók forsetans um forsetana komin út

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Vísir/Anton Brink
Bókin Fyrstu forsetarnir – embætti þjóðhöfðingja Íslands á 20. öld eftir Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, kemur út í dag hjá Sögufélaginu. Guðni greinir frá þessu á Facebook-síðu forsetaembættisins en eins og kunnugt er er Guðni sagnfræðingur og einn helsti sérfræðingur landsins um það embætti sem hann nú gegnir.

Í bókinni fjallar Guðni um fyrstu fjóra forseta lýðveldisins, það er þá Svein Björnsson sem var forseti frá 1944 til 1952, Ásgeir Ásgeirsson sem gegndi embættinu frá 1952 til 1968, Kristján Eldjárn sem var forseti frá 1968 til 1980 og Vigdísi Finnbogadóttur sem gegndi embætinnu frá 1980 til 1996. Forveri Guðna í embætti, Ólafur Ragnar Grímsson, er undanskilinn í bókinni.

Guðni greinir frá útgáfu bókarinnar á Facebook-síðu embættis forseta Íslands en þar segir hann meðal annars:

„Þótt ég lifi ekki lengur og hrærist í heimi sögu, kennslu og fræða er gleðin söm þegar bók eftir mann kemur út. Þótt ég segi sjálfur frá er ýmislegt markvert í ritinu, ekki síst með hliðsjón af núverandi ástandi í stjórnmálum landsins.“
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.