Hinn eini sanni Björn í borginni: „Greinilega algjör toppgaur“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. maí 2016 13:47 Grímur Steinn Emilsson og Björn Borg í Tennishöllinni í Kópavogi í morgun. Einn besti tennisspilari allra tíma, Svíinn Björn Borg, dvelur á Íslandi og verður fram í næstu viku. Björn er hér á landi með syni sínum sem keppir á Kópavogur Open sem fram fer í Tennishöllinni í vikunni. Mótið er í flokki 14 ára og yngri en í næstu viku fer fram Tennishöllin Open, Evrópumót 16 ára og yngri. Aftur verður sonur Björns á meðal keppenda. Bæði mótin eru hluti af mótaröð evrópska tennissambandsins. Feðgarnir verða því á landinu vel fram í næstu viku. Grímur Steinn Emilsson, starfsmaður í Tennishöllinni í Kópavogi, hitti tennisgoðsögnina í morgun og ber Svíanum vel söguna. „Hann kom hérna inn, gekk beint til mín, rétti út höndina og bauð góðan daginn,“ segir Grímur um Björn sem verður fastagestur í höllinni næstu daga. Hann segir Svíann sem verður sextugur í júní hafa verið afar almennilegan. „Þetta er greinilega algjör toppgaur.“Lagði spaðann á hilluna 26 ára Björn Borg vann fimm sinnum í röð sigur á Wimbledon mótinu á sínum tíma og sex sinnum á Opna franska meistaramótinu. Þá var hann í sigurliði Svía í Davis Cup árið 1975. Árangur Borg var ekki síst merkilegur fyrir þær sakir að hann lagði spaðann á hilluna aðeins 26 ára gamall. Þá kannast margir við nærfatalínuna sem ber nafn Svíans. Úrslitaleikur Björns Borg og John McEnroe á Wimbledon árið 1980 er af mörgum talinn einn eftirminnilegasti leikur í sögu íþróttarinnar.Enginn verður svikinn af því að horfa á upprifjun af leiknum hér að neðan.Jónas Páll Björnsson, framkvæmdastjóri Tennishallarinnar, fagnar komu Björns til landsins en auk mótanna tveggja eru þrír aðrir alþjóðlegir viðburðir verða til viðbótar í höllinni á árinu. Hann hefur unnið hörðum höndum undanfarin ár að fá leyfi til að stækka við Tennishöllina til að mæta eftirspurn eftir aðstöðu. Þá mætti halda fleiri mót á borð við þau sem nú fara fram. Jónas segir að 700-800 manns spili tennis í hverri viku í Tennishöllinni.Viðbótin við Tennishöllina sem Jónas Páll og félagar hafa barist fyrir undanfarin misseri. Íslandsvinir Tennis Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Bolivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bolivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Sjá meira
Einn besti tennisspilari allra tíma, Svíinn Björn Borg, dvelur á Íslandi og verður fram í næstu viku. Björn er hér á landi með syni sínum sem keppir á Kópavogur Open sem fram fer í Tennishöllinni í vikunni. Mótið er í flokki 14 ára og yngri en í næstu viku fer fram Tennishöllin Open, Evrópumót 16 ára og yngri. Aftur verður sonur Björns á meðal keppenda. Bæði mótin eru hluti af mótaröð evrópska tennissambandsins. Feðgarnir verða því á landinu vel fram í næstu viku. Grímur Steinn Emilsson, starfsmaður í Tennishöllinni í Kópavogi, hitti tennisgoðsögnina í morgun og ber Svíanum vel söguna. „Hann kom hérna inn, gekk beint til mín, rétti út höndina og bauð góðan daginn,“ segir Grímur um Björn sem verður fastagestur í höllinni næstu daga. Hann segir Svíann sem verður sextugur í júní hafa verið afar almennilegan. „Þetta er greinilega algjör toppgaur.“Lagði spaðann á hilluna 26 ára Björn Borg vann fimm sinnum í röð sigur á Wimbledon mótinu á sínum tíma og sex sinnum á Opna franska meistaramótinu. Þá var hann í sigurliði Svía í Davis Cup árið 1975. Árangur Borg var ekki síst merkilegur fyrir þær sakir að hann lagði spaðann á hilluna aðeins 26 ára gamall. Þá kannast margir við nærfatalínuna sem ber nafn Svíans. Úrslitaleikur Björns Borg og John McEnroe á Wimbledon árið 1980 er af mörgum talinn einn eftirminnilegasti leikur í sögu íþróttarinnar.Enginn verður svikinn af því að horfa á upprifjun af leiknum hér að neðan.Jónas Páll Björnsson, framkvæmdastjóri Tennishallarinnar, fagnar komu Björns til landsins en auk mótanna tveggja eru þrír aðrir alþjóðlegir viðburðir verða til viðbótar í höllinni á árinu. Hann hefur unnið hörðum höndum undanfarin ár að fá leyfi til að stækka við Tennishöllina til að mæta eftirspurn eftir aðstöðu. Þá mætti halda fleiri mót á borð við þau sem nú fara fram. Jónas segir að 700-800 manns spili tennis í hverri viku í Tennishöllinni.Viðbótin við Tennishöllina sem Jónas Páll og félagar hafa barist fyrir undanfarin misseri.
Íslandsvinir Tennis Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Bolivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bolivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Sjá meira