Illugi hættir á þingi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. ágúst 2016 12:14 Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra. vísir/gva Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi þingsetu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu á Facebook-síðu ráðherrans en framboðsfrestur fyrir prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík rennur út í dag. Fjölmiðlar hafa seinustu vikur ítrekað reynt að ná tali af ráðherranum til að spyrja hann út í framtíð hans í stjórnmálum en ráðherrann hefur ekkert viljað gefa upp fyrr en með þessum hætti nú. Þannig svaraði hann ekki spurningunni um hvort hann ætlaði fram á ný í gær þegar hann sat fyrir svörum í beinni á Facebook-síðu Sjálfstæðisflokksins.Tók sér leyfi frá þingstörfum vegna Sjóðs 9 Illugi var fyrst kjörinn á þing fyrir sjálfstæðismenn árið 2007. Hann náði svo aftur kjöri í kosningunum vorið 2009 en í apríl 2010 tók Illugi sér leyfi frá þingstörfum þar sem rannsókn stóð yfir á starfsemi sjóða Glitnis á árunum fyrir hrun en Illugi í stjórn eins af fjárfestingasjóðum bankans, Sjóðs 9. Illugi hefur verið mennta-og menningarmálaráðherra síðan 2013 en nokkur styr hefur staðið um ráðherrann, ekki síst eftir að tengsl hans við fyrirtækið Orku Energy komust í hámæli fyrir rúmu ári. Illugi starfaði fyrir fyrirtækið á þeim tíma sem hann var utan þings og þóttu ýmsum það orka tvímælis að fulltrúar fyrirtækisins hefðu tekið þátt í dagskrá vinnuferðar ráðherrans til Kína í mars í fyrra.Ekkert fararsnið á ráðherranum í október í fyrra Í apríl upplýsti svo ráðherrann að hann leigði hús sitt af Hauki Harðarsyni stjórnarformanni Orku Energy en Illugi þvertók fyrir það í föstudagsviðtali Fréttablaðsins í október fyrra að hann hefði gert fyrirtækinu einhverja greiða í starfi sínu sem ráðherra. Í viðtalinu var hann líka spurður út í það hvort hann væri á útleið í stjórnmálunum og sagði: „Það er ekkert fararsnið á mér. Meðan ég hef enn gaman af stjórnmálum þá ætla ég mér að vera í þeim. Daginn sem mér fer að finnast þetta leiðinlegt eða einhver byrði þá held ég að ég myndi skjótt skipta um starfsvettvang. Þá er til nóg af öðru fólki til að vinna þessa vinnu.“ Í yfirlýsingu hans í dag segir hins vegar: „Allt frá því ég kom heim frá námi árið 2000 hafa stjórnmál verið megin viðfangsefni mitt og ég hef starfað sem aðstoðarmaður forsætisráðherra og utanríkisráherra, gegnt þingmennsku, verið þingflokksformaður og nú síðast ráðherra. Þessi tími hefur verið sérstakur í þjóðarsögunni, tími mikilla átaka og stórra atburða sem marka munu íslenskt samfélag til framtíðar. Ég er mjög þakklátur fyrir það tækifæri sem ég hef fengið til að taka virkan þátt í þjóðfélagsumræðunni og sérstaklega vil ég þakka öllum þeim sem hafa stutt mig með ráðum og dáð á undanförnum árum, bæði í prófkjörum sem og í stjórnmálastarfinu almennt.“Kveður stjórnmálin sáttur Þá segir ráðherrann jafnframt að það sé mat hans nú að hann standi á þeim tímamótum að hann haldi annað hvort áfram í stjórnmálum og geri þau að ævistarfi eða snúi sér að öðrum verkefnum. „Í ljósi þessa hef ég komist að þeirri niðurstöðu að um það bil 16 ára vera á sviði stjórnmálanna sé nægjanleg, a.m.k. að sinni og að skynsamlegast og áhugaverðast fyrir mig sé að leita nýrra áskoranna á öðrum vettvangi. Ég mun kveðja stjórnmálin sáttur, en vissulega með nokkrum söknuði. Um leið hlakka ég til að takast á við ný verkefni, hver sem þau kunna að verða.“ Tengdar fréttir Illugi segist ekki hafa neitt meira til að upplýsa Mennta- og menningarmálaráðherra svarar ekki spurningum Ísland í dag um 1,2 milljóna króna greiðslur til OG Capital árið 2012. 16. október 2015 12:45 Vill að ráðherra upplýsi um af hverju heimsókn á háhitasvæði í Kína hafi verið hluti af vinnuferð Bætist við spurningar sem beint er að Illuga Gunnarssyni ráðherra um tengsl við Orku Energy og vinnuferð til Kína. 15. október 2015 12:23 Launaseðill Illuga frá Orku Energy birtur Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra fékk 5,6 milljónir króna í laun frá Orku Energy í febrúar 2012. Tæplega 2.950.000 kr. voru vegna fyrirframgreiddra launa. Um var að ræða uppgjör vegna launa á árinu 2011, að sögn Illuga. 11. október 2015 10:44 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Innlent Þingmenn slá Íslandsmet Innlent Fleiri fréttir „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Sjá meira
Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi þingsetu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu á Facebook-síðu ráðherrans en framboðsfrestur fyrir prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík rennur út í dag. Fjölmiðlar hafa seinustu vikur ítrekað reynt að ná tali af ráðherranum til að spyrja hann út í framtíð hans í stjórnmálum en ráðherrann hefur ekkert viljað gefa upp fyrr en með þessum hætti nú. Þannig svaraði hann ekki spurningunni um hvort hann ætlaði fram á ný í gær þegar hann sat fyrir svörum í beinni á Facebook-síðu Sjálfstæðisflokksins.Tók sér leyfi frá þingstörfum vegna Sjóðs 9 Illugi var fyrst kjörinn á þing fyrir sjálfstæðismenn árið 2007. Hann náði svo aftur kjöri í kosningunum vorið 2009 en í apríl 2010 tók Illugi sér leyfi frá þingstörfum þar sem rannsókn stóð yfir á starfsemi sjóða Glitnis á árunum fyrir hrun en Illugi í stjórn eins af fjárfestingasjóðum bankans, Sjóðs 9. Illugi hefur verið mennta-og menningarmálaráðherra síðan 2013 en nokkur styr hefur staðið um ráðherrann, ekki síst eftir að tengsl hans við fyrirtækið Orku Energy komust í hámæli fyrir rúmu ári. Illugi starfaði fyrir fyrirtækið á þeim tíma sem hann var utan þings og þóttu ýmsum það orka tvímælis að fulltrúar fyrirtækisins hefðu tekið þátt í dagskrá vinnuferðar ráðherrans til Kína í mars í fyrra.Ekkert fararsnið á ráðherranum í október í fyrra Í apríl upplýsti svo ráðherrann að hann leigði hús sitt af Hauki Harðarsyni stjórnarformanni Orku Energy en Illugi þvertók fyrir það í föstudagsviðtali Fréttablaðsins í október fyrra að hann hefði gert fyrirtækinu einhverja greiða í starfi sínu sem ráðherra. Í viðtalinu var hann líka spurður út í það hvort hann væri á útleið í stjórnmálunum og sagði: „Það er ekkert fararsnið á mér. Meðan ég hef enn gaman af stjórnmálum þá ætla ég mér að vera í þeim. Daginn sem mér fer að finnast þetta leiðinlegt eða einhver byrði þá held ég að ég myndi skjótt skipta um starfsvettvang. Þá er til nóg af öðru fólki til að vinna þessa vinnu.“ Í yfirlýsingu hans í dag segir hins vegar: „Allt frá því ég kom heim frá námi árið 2000 hafa stjórnmál verið megin viðfangsefni mitt og ég hef starfað sem aðstoðarmaður forsætisráðherra og utanríkisráherra, gegnt þingmennsku, verið þingflokksformaður og nú síðast ráðherra. Þessi tími hefur verið sérstakur í þjóðarsögunni, tími mikilla átaka og stórra atburða sem marka munu íslenskt samfélag til framtíðar. Ég er mjög þakklátur fyrir það tækifæri sem ég hef fengið til að taka virkan þátt í þjóðfélagsumræðunni og sérstaklega vil ég þakka öllum þeim sem hafa stutt mig með ráðum og dáð á undanförnum árum, bæði í prófkjörum sem og í stjórnmálastarfinu almennt.“Kveður stjórnmálin sáttur Þá segir ráðherrann jafnframt að það sé mat hans nú að hann standi á þeim tímamótum að hann haldi annað hvort áfram í stjórnmálum og geri þau að ævistarfi eða snúi sér að öðrum verkefnum. „Í ljósi þessa hef ég komist að þeirri niðurstöðu að um það bil 16 ára vera á sviði stjórnmálanna sé nægjanleg, a.m.k. að sinni og að skynsamlegast og áhugaverðast fyrir mig sé að leita nýrra áskoranna á öðrum vettvangi. Ég mun kveðja stjórnmálin sáttur, en vissulega með nokkrum söknuði. Um leið hlakka ég til að takast á við ný verkefni, hver sem þau kunna að verða.“
Tengdar fréttir Illugi segist ekki hafa neitt meira til að upplýsa Mennta- og menningarmálaráðherra svarar ekki spurningum Ísland í dag um 1,2 milljóna króna greiðslur til OG Capital árið 2012. 16. október 2015 12:45 Vill að ráðherra upplýsi um af hverju heimsókn á háhitasvæði í Kína hafi verið hluti af vinnuferð Bætist við spurningar sem beint er að Illuga Gunnarssyni ráðherra um tengsl við Orku Energy og vinnuferð til Kína. 15. október 2015 12:23 Launaseðill Illuga frá Orku Energy birtur Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra fékk 5,6 milljónir króna í laun frá Orku Energy í febrúar 2012. Tæplega 2.950.000 kr. voru vegna fyrirframgreiddra launa. Um var að ræða uppgjör vegna launa á árinu 2011, að sögn Illuga. 11. október 2015 10:44 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Innlent Þingmenn slá Íslandsmet Innlent Fleiri fréttir „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Sjá meira
Illugi segist ekki hafa neitt meira til að upplýsa Mennta- og menningarmálaráðherra svarar ekki spurningum Ísland í dag um 1,2 milljóna króna greiðslur til OG Capital árið 2012. 16. október 2015 12:45
Vill að ráðherra upplýsi um af hverju heimsókn á háhitasvæði í Kína hafi verið hluti af vinnuferð Bætist við spurningar sem beint er að Illuga Gunnarssyni ráðherra um tengsl við Orku Energy og vinnuferð til Kína. 15. október 2015 12:23
Launaseðill Illuga frá Orku Energy birtur Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra fékk 5,6 milljónir króna í laun frá Orku Energy í febrúar 2012. Tæplega 2.950.000 kr. voru vegna fyrirframgreiddra launa. Um var að ræða uppgjör vegna launa á árinu 2011, að sögn Illuga. 11. október 2015 10:44
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent