40% kvenna í Kvennaathvarfinu með sjálfsvígshugsanir Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 14. apríl 2016 19:15 Yfir 40 prósent þeirra kvenna sem leituðu til Kvennaathvarsins á liðnu ári höfðu verið með sjálfsvígshugsanir áður en þær komu þangað. Rúm tuttugu prósent kvennanna sem komu í athvarfið kærðu ofbeldið sem þær höfðu orðið fyrir til lögreglu en það hlutfall hefur aldrei verið hærra. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í ársskýrslu Samtaka um Kvennaathvarf sem kom út í dag, en allnokkur aukning var í aðsókn í Kvennaathvarf á árinu 2015 frá fyrra ári. 846 komur voru skráðar á árinu, 720 í viðtöl og 126 í dvöl. „Það var mikil að sókn hjá okkur á árinu og í rauninni bara einu sinni sem að fleiri konur komu til okkar, annað hvort í dvöl eða viðtöl,“ segir Sigþrúður Guðmundsdóttir framkvæmdastýra samtaka um Kvennaathvarf. Ástand kvennanna þegar þær koma í athvarfið er misjafnt en mikill meirihlutiþeirra hefur þjáðst af margskonar andlegum og líkamlegum kvillum vikurnar á undan. „Það sem er kannski einna mest sláandi er að fjörtíu prósent kvennanna hafa haft ítrekaðar sjálfsvígshugsanir vikurnar fyrir komu,“ segir Sigþrúður. Fleiri konur kærðu ofbeldismenn sína en áður hefur sést, eða um 20 prósent. Sigþrúður segir það ánægjulega þróun sem meðal annars sé að þakka átaki lögreglunnar um heimilisofbeldi. „Það mjakast örlítið upp á við hlutfall kvennanna sem leggja fram kæru vegna ofbeldisins. Þær eru þó ennþá í miklum minnihluta. Við teljum að þetta séu góðar fréttir, ekki síst í ljósi þess að þetta bendir til aukins trausts í garð lögreglu, og bættra vinnubragða lögreglu víða um land. Þannig að konur fá betri þjónustu, vinnubrögðin á vettvangi virðast vera markvissari og traustið í garð lögreglu ívið meira.“ Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Innlent Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira
Yfir 40 prósent þeirra kvenna sem leituðu til Kvennaathvarsins á liðnu ári höfðu verið með sjálfsvígshugsanir áður en þær komu þangað. Rúm tuttugu prósent kvennanna sem komu í athvarfið kærðu ofbeldið sem þær höfðu orðið fyrir til lögreglu en það hlutfall hefur aldrei verið hærra. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í ársskýrslu Samtaka um Kvennaathvarf sem kom út í dag, en allnokkur aukning var í aðsókn í Kvennaathvarf á árinu 2015 frá fyrra ári. 846 komur voru skráðar á árinu, 720 í viðtöl og 126 í dvöl. „Það var mikil að sókn hjá okkur á árinu og í rauninni bara einu sinni sem að fleiri konur komu til okkar, annað hvort í dvöl eða viðtöl,“ segir Sigþrúður Guðmundsdóttir framkvæmdastýra samtaka um Kvennaathvarf. Ástand kvennanna þegar þær koma í athvarfið er misjafnt en mikill meirihlutiþeirra hefur þjáðst af margskonar andlegum og líkamlegum kvillum vikurnar á undan. „Það sem er kannski einna mest sláandi er að fjörtíu prósent kvennanna hafa haft ítrekaðar sjálfsvígshugsanir vikurnar fyrir komu,“ segir Sigþrúður. Fleiri konur kærðu ofbeldismenn sína en áður hefur sést, eða um 20 prósent. Sigþrúður segir það ánægjulega þróun sem meðal annars sé að þakka átaki lögreglunnar um heimilisofbeldi. „Það mjakast örlítið upp á við hlutfall kvennanna sem leggja fram kæru vegna ofbeldisins. Þær eru þó ennþá í miklum minnihluta. Við teljum að þetta séu góðar fréttir, ekki síst í ljósi þess að þetta bendir til aukins trausts í garð lögreglu, og bættra vinnubragða lögreglu víða um land. Þannig að konur fá betri þjónustu, vinnubrögðin á vettvangi virðast vera markvissari og traustið í garð lögreglu ívið meira.“
Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Innlent Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira