Fyrsti svona EM-dagur í 58 ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júlí 2016 06:00 Ásdís og Aníta keppar báðar í úrslitum í dag. vísir/afp/getty Tvær íslenskar frjálsíþróttakonur tryggðu sér sæti í úrslitum í sínum greinum á fimmtudaginn og keppa þær í úrslitum í dag. Það er ekki algengt að Ísland eigi marga keppendur í úrslitum á EM hvað þá að þeir keppi til úrslita á sama degi. 9. júlí 2016 er því þegar orðinn sögulegur í íslensku frjálsíþróttasögunni. Ásdís Hjálmsdóttir keppir til úrslita í spjótkasti klukkan 16.45 en Aníta Hinriksdóttir keppir til úrslita í 800 metra hlaupi klukkan 19.40. Í millitíðinni keppir Arna Stefanía Guðmundsdóttir í undanúrslitum í 400 metra grindarhlaupi (klukkan 18.20).Eiga heima á stóra sviðinu „Þetta sýnir bara í hvaða stöðu þær eru þessar stelpur. Íslendingar í frjálsum, eins og í fótboltanum, eiga heima á stóra sviðinu. Þær sýna það þessar stelpur,“ segir Freyr Ólafsson, formaður FRÍ. En við hverju má búast í dag? „Okkar væntingar stóðu til þess að þær kæmust á þennan stað sem þær eru komnar á núna. Ásdís var tíunda inn og Aníta var fjórða inn. Auðvitað væri það sem við yrðum mjög sátt við ef þær ná þeim sætum í úrslitunum,“ segir Freyr en hann á sér daum. „Hver einasta þjóð lætur sig náttúrulega dreyma um medalíu," segir Freyr en þá þarf auðvitað allt að ganga upp. „Þetta er stór dagur fyrir frjálsar á Íslandi og góð upphitun á Ólympíuári. Það er svolítið skemmtilegt að hafa svona stórt mót mánuði fyrir leika,“ segir Freyr um tímasetninguna, en bæði Ásdís og Aníta eru á leiðinni á ÓL í Ríó. Þetta er í fyrsta sinn sem Aníta keppir til úrslita á stórmóti fullorðinna en Ásdís hefur komist einu sinni áður í úrslit, en það var fyrir sex árum. Ásdís Hjálmsdóttir er að setja nýtt íslenskt met, með því að keppa á sínu fimmta Evrópumóti.Önnur veröld „Aníta hefur staðið sig vel á unglingastórmótunum en þetta er harðara þegar komið er upp í fullorðinsflokk. Þetta er önnur veröld og hún stendur sig vel í henni. Þetta var stressandi í gær (fyrradag) því tölfræðin var ekki Ásdísi í hag, að vera áttunda eftir fyrri riðil. Það var svolítið sérstakt að það voru bara tvær sem köstuðu lengra. Það var mjög gott fyrir hana að vera réttu megin núna,“ segir Freyr en Ásdís var búin að enda í þrettánda sæti á tveimur EM í röð en tólf efstu komast í úrslit. Ísland átti síðast tvo íþróttamenn í úrslitum á sama degi á EM í frjálsum fyrir 22 árum eða á EM í Helsinki 1994. Dagurinn var 13. ágúst 1994 og þá keppti Pétur Guðmundsson í tólf manna úrslitum í kúluvarpi og Martha Ernstsdóttir í 21 manns úrslitum í tíu þúsund metra hlaupi. Martha er einmitt frænka Anítu Hinriksdóttur sem keppir í dag. Pétur þurfti að vinna sér sæti í úrslitum og náði þá besta kastinu í undankeppninni en Martha var komin í úrslitahlaupið um leið og hún náði lágmarkinu á EM. Kast Péturs í undankeppninni hefði dugað á pall en hann náði sér ekki eins vel á strik í úrslitunum.23. ágúst 1958 Það þarf aftur á móti að fara aftur um 58 ár til að finna sams konar stöðu og íslenskar frjálsar eru í í dag. EM í Stokkhólmi 1958 var nefnilega síðasta Evrópumótið þar sem tveir íslenskir keppendur, sem höfðu unnið sér sæti í úrslitum í undankeppni á mótinu, kepptu til úrslita á sama degi. Sá dagur var 23. ágúst 1958 og keppendurnir voru Vilhjálmur Einarsson í þrístökki og Gunnar Huseby í kúluvarpi. Vilhjálmur Einarsson varð þrettándi í undankeppninni en stökk 108 sentímetrum lengra í úrslitum þrístökksins og tryggði sér bronsverðlaun. Gunnar Huseby hafði unnið gull í kúluvarpinu á Evrópumótunum 1946 og 1950 en hann var þarna orðinn 34 ára gamall og varð að sætta sig við 17. sætið í úrslitunum 1958. Síðan hafa 22 íslenskir frjálsíþróttamenn keppt til úrslita en enginn þeirra í sérúrslitum á sama degi. Það er því stór stund á Ólympíuleikvanginum í Amsterdam í dag. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Grindavík - Tindastóll | Risauppgjör á toppnum Körfubolti Fleiri fréttir Haukar fóru létt með HK Þór Þ. - Stjarnan | Meistararnir komnir í gang? Grindavík - Tindastóll | Risauppgjör á toppnum KR - Valur | Hnífjöfn fyrir grannaslag Njarðvík - Ármann | Færi á fyrsta sigri? Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista Michael Jordan gefur meira en milljarð króna EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjá meira
Tvær íslenskar frjálsíþróttakonur tryggðu sér sæti í úrslitum í sínum greinum á fimmtudaginn og keppa þær í úrslitum í dag. Það er ekki algengt að Ísland eigi marga keppendur í úrslitum á EM hvað þá að þeir keppi til úrslita á sama degi. 9. júlí 2016 er því þegar orðinn sögulegur í íslensku frjálsíþróttasögunni. Ásdís Hjálmsdóttir keppir til úrslita í spjótkasti klukkan 16.45 en Aníta Hinriksdóttir keppir til úrslita í 800 metra hlaupi klukkan 19.40. Í millitíðinni keppir Arna Stefanía Guðmundsdóttir í undanúrslitum í 400 metra grindarhlaupi (klukkan 18.20).Eiga heima á stóra sviðinu „Þetta sýnir bara í hvaða stöðu þær eru þessar stelpur. Íslendingar í frjálsum, eins og í fótboltanum, eiga heima á stóra sviðinu. Þær sýna það þessar stelpur,“ segir Freyr Ólafsson, formaður FRÍ. En við hverju má búast í dag? „Okkar væntingar stóðu til þess að þær kæmust á þennan stað sem þær eru komnar á núna. Ásdís var tíunda inn og Aníta var fjórða inn. Auðvitað væri það sem við yrðum mjög sátt við ef þær ná þeim sætum í úrslitunum,“ segir Freyr en hann á sér daum. „Hver einasta þjóð lætur sig náttúrulega dreyma um medalíu," segir Freyr en þá þarf auðvitað allt að ganga upp. „Þetta er stór dagur fyrir frjálsar á Íslandi og góð upphitun á Ólympíuári. Það er svolítið skemmtilegt að hafa svona stórt mót mánuði fyrir leika,“ segir Freyr um tímasetninguna, en bæði Ásdís og Aníta eru á leiðinni á ÓL í Ríó. Þetta er í fyrsta sinn sem Aníta keppir til úrslita á stórmóti fullorðinna en Ásdís hefur komist einu sinni áður í úrslit, en það var fyrir sex árum. Ásdís Hjálmsdóttir er að setja nýtt íslenskt met, með því að keppa á sínu fimmta Evrópumóti.Önnur veröld „Aníta hefur staðið sig vel á unglingastórmótunum en þetta er harðara þegar komið er upp í fullorðinsflokk. Þetta er önnur veröld og hún stendur sig vel í henni. Þetta var stressandi í gær (fyrradag) því tölfræðin var ekki Ásdísi í hag, að vera áttunda eftir fyrri riðil. Það var svolítið sérstakt að það voru bara tvær sem köstuðu lengra. Það var mjög gott fyrir hana að vera réttu megin núna,“ segir Freyr en Ásdís var búin að enda í þrettánda sæti á tveimur EM í röð en tólf efstu komast í úrslit. Ísland átti síðast tvo íþróttamenn í úrslitum á sama degi á EM í frjálsum fyrir 22 árum eða á EM í Helsinki 1994. Dagurinn var 13. ágúst 1994 og þá keppti Pétur Guðmundsson í tólf manna úrslitum í kúluvarpi og Martha Ernstsdóttir í 21 manns úrslitum í tíu þúsund metra hlaupi. Martha er einmitt frænka Anítu Hinriksdóttur sem keppir í dag. Pétur þurfti að vinna sér sæti í úrslitum og náði þá besta kastinu í undankeppninni en Martha var komin í úrslitahlaupið um leið og hún náði lágmarkinu á EM. Kast Péturs í undankeppninni hefði dugað á pall en hann náði sér ekki eins vel á strik í úrslitunum.23. ágúst 1958 Það þarf aftur á móti að fara aftur um 58 ár til að finna sams konar stöðu og íslenskar frjálsar eru í í dag. EM í Stokkhólmi 1958 var nefnilega síðasta Evrópumótið þar sem tveir íslenskir keppendur, sem höfðu unnið sér sæti í úrslitum í undankeppni á mótinu, kepptu til úrslita á sama degi. Sá dagur var 23. ágúst 1958 og keppendurnir voru Vilhjálmur Einarsson í þrístökki og Gunnar Huseby í kúluvarpi. Vilhjálmur Einarsson varð þrettándi í undankeppninni en stökk 108 sentímetrum lengra í úrslitum þrístökksins og tryggði sér bronsverðlaun. Gunnar Huseby hafði unnið gull í kúluvarpinu á Evrópumótunum 1946 og 1950 en hann var þarna orðinn 34 ára gamall og varð að sætta sig við 17. sætið í úrslitunum 1958. Síðan hafa 22 íslenskir frjálsíþróttamenn keppt til úrslita en enginn þeirra í sérúrslitum á sama degi. Það er því stór stund á Ólympíuleikvanginum í Amsterdam í dag.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Grindavík - Tindastóll | Risauppgjör á toppnum Körfubolti Fleiri fréttir Haukar fóru létt með HK Þór Þ. - Stjarnan | Meistararnir komnir í gang? Grindavík - Tindastóll | Risauppgjör á toppnum KR - Valur | Hnífjöfn fyrir grannaslag Njarðvík - Ármann | Færi á fyrsta sigri? Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista Michael Jordan gefur meira en milljarð króna EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjá meira