Íslenskt spínat reyndist hreint ekki vera spínat Snærós Sindradóttir skrifar 5. apríl 2016 07:00 Spínat er járnríkt og stundum kölluð ofurfæða. Brassica rapa kálið er líka næringarríkt, en það er í sömu fæðufjölskyldu og spergilkál og næpur. Fréttablaðið/Hari Gróðrarstöðin Lambhagi seldi um árabil matjurt undir merkjum spínats sem ekki er spínat. Um er að ræða matjurt sem flokkast undir heitið Brassica rapa eða Komatsuna. Eftir ábendingu um síðustu áramót frá samkeppnisaðila Lambhaga þurfti fyrirtækið að breyta umbúðum sínum og nú kallast spínatið, sem ekki er spínat, spínatkál. Spínat er í grænmetisfjölskyldunni Amaranthaceae en það sem selt er frá Lambhaga er í fjölskyldunni Brassicaceae. Í sömu fjölskyldu eru til dæmis næpur og hvítkál.Hafberg Þórisson, garðyrkjumaður og eigandi Lambhaga segir ekkert óeðlilegt við það að spínatið sé ekki spínat. Fréttablaðið/GVA„Við köllum þetta bara Lambhagaspínat því Brassica rapa, eins og það heitir á latínu, heitir á íslensku spínatlauf. Við köllum þetta bara það,“ segir Hafberg Þórisson, eigandi Lambhaga. Hann segist alltaf hafa vitað að spínatið frá Lambhaga væri ekki í raun og veru spínat. „Við tókum þá ákvörðun að vera ekki með spínat því venjulegt spínat inniheldur talsvert mikið af oxalsýrum sem valda óþoli.“ Kostir alvöru spínats eru meðal annars hátt járnmagn. Samkvæmt Wikipedia er járn í 100 g af spínati 2,71 mg en í kálinu sem Lambhagi notar er það 1,5 mg. Þó skal tekið fram að næringargildi ferskra matjurta tapast við geymslu en viðheldur sér til dæmis betur í frystingu. „Það kom athugasemd frá samkeppnisaðila okkar og við fórum í gegnum allt. Hún var alveg réttmæt og ekkert að því. En við viljum ekki kenna okkur við það að selja spínat. Það er talsvert mikið af oxalsýru í spínatinu og það er sagt, þegar maður les um spínat, að það þurfi að sjóða það áður en maður borðar það. Þetta vitum við sem erum í garðyrkju hér á Íslandi.“ Samkeppnisaðilinn sendi sýni af kálinu til Þýskalands þar sem það var efnagreint. Óskar Ísfeld hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur staðfestir að málið hafi komið inn á borð þess. „Við fengum ábendingu um að þarna væri hugsanlega röng merking á vöru og rannsökuðum málið. Það kom í ljós að það var röng merking á vörunni sem slíkri. Í framhaldi af því breytti Lambhagi merkingunni.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. apríl. Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Fleiri fréttir Barneignir og sauðfjárrækt á sviðnu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Sjá meira
Gróðrarstöðin Lambhagi seldi um árabil matjurt undir merkjum spínats sem ekki er spínat. Um er að ræða matjurt sem flokkast undir heitið Brassica rapa eða Komatsuna. Eftir ábendingu um síðustu áramót frá samkeppnisaðila Lambhaga þurfti fyrirtækið að breyta umbúðum sínum og nú kallast spínatið, sem ekki er spínat, spínatkál. Spínat er í grænmetisfjölskyldunni Amaranthaceae en það sem selt er frá Lambhaga er í fjölskyldunni Brassicaceae. Í sömu fjölskyldu eru til dæmis næpur og hvítkál.Hafberg Þórisson, garðyrkjumaður og eigandi Lambhaga segir ekkert óeðlilegt við það að spínatið sé ekki spínat. Fréttablaðið/GVA„Við köllum þetta bara Lambhagaspínat því Brassica rapa, eins og það heitir á latínu, heitir á íslensku spínatlauf. Við köllum þetta bara það,“ segir Hafberg Þórisson, eigandi Lambhaga. Hann segist alltaf hafa vitað að spínatið frá Lambhaga væri ekki í raun og veru spínat. „Við tókum þá ákvörðun að vera ekki með spínat því venjulegt spínat inniheldur talsvert mikið af oxalsýrum sem valda óþoli.“ Kostir alvöru spínats eru meðal annars hátt járnmagn. Samkvæmt Wikipedia er járn í 100 g af spínati 2,71 mg en í kálinu sem Lambhagi notar er það 1,5 mg. Þó skal tekið fram að næringargildi ferskra matjurta tapast við geymslu en viðheldur sér til dæmis betur í frystingu. „Það kom athugasemd frá samkeppnisaðila okkar og við fórum í gegnum allt. Hún var alveg réttmæt og ekkert að því. En við viljum ekki kenna okkur við það að selja spínat. Það er talsvert mikið af oxalsýru í spínatinu og það er sagt, þegar maður les um spínat, að það þurfi að sjóða það áður en maður borðar það. Þetta vitum við sem erum í garðyrkju hér á Íslandi.“ Samkeppnisaðilinn sendi sýni af kálinu til Þýskalands þar sem það var efnagreint. Óskar Ísfeld hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur staðfestir að málið hafi komið inn á borð þess. „Við fengum ábendingu um að þarna væri hugsanlega röng merking á vöru og rannsökuðum málið. Það kom í ljós að það var röng merking á vörunni sem slíkri. Í framhaldi af því breytti Lambhagi merkingunni.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. apríl.
Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Fleiri fréttir Barneignir og sauðfjárrækt á sviðnu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Sjá meira