Andy Murray vann Shanghai Masters Smári Jökull Jónsson skrifar 16. október 2016 13:30 Andy Murray fagnar titli númer 41 á ferlinum. Andy Murray fagnaði sínum fertugasta og fyrsta titli á ferlinum í nótt þegar hann sigraði á Shanghai Masters mótinu. Hinn skoski Murray er í öðru sæti heimslistans og mætti Spánverjanum Roberto Bautista Agut í úrslitaleiknum í Shanghai. Agut, sem er í 15.sæti heimslistans, lagði Novak Djokovic í undanúrslitum en Djokovic hefur verið konungur tennisins undanfarin ár. Fyrsta settið var jafnt og spennandi en Murray vann á endanum 7-6 eftir að hafa unnið upphækkunina 7-1. Annað settið var ekki eins jafnt og það fyrsta og komst Murray í 5-1 áður en hann kláraði síðasta leikinn og þar með settið 6-1. Gríðarlegar fastar uppgjafir og örugg framhandarskot lögðu grunninn fyrir Murray sem þurfti töluvert að hafa fyrir sigrinum í fyrsta settinu þar sem Agut spilaði af sama krafti og þegar hann lagði Djokovic í undanúrslitaleiknum í fyrrinótt. Leikurinn er sá tíundi í röð sem Murray vinnur en hann stóð einnig uppi sem sigurvegari á Opna Kínverska mótinu í Peking um síðustu helgi. Murray er nú aðeins 915 stigum á eftir Djokovic á heimslistanum og hefur minnkað bilið á Serbann undanfarnar vikur. Eins og áður segir þá var titillinn sá fertugasti og fyrsti í röðinni hjá Murray sem á þó enn töluvert í land með að ná Djokovic í fjölda titla. Serbinn hefur alls unnið 66 titla á ferlinum. Erlendar Íþróttir Tennis Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Fleiri fréttir „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Shaq segist hundrað prósent Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Tíu ára fór holu í höggi í Eyjum Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi NFL-stjörnur með á ÓL í LA Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Þruman skellti í lás og tók forystuna Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Sjá meira
Andy Murray fagnaði sínum fertugasta og fyrsta titli á ferlinum í nótt þegar hann sigraði á Shanghai Masters mótinu. Hinn skoski Murray er í öðru sæti heimslistans og mætti Spánverjanum Roberto Bautista Agut í úrslitaleiknum í Shanghai. Agut, sem er í 15.sæti heimslistans, lagði Novak Djokovic í undanúrslitum en Djokovic hefur verið konungur tennisins undanfarin ár. Fyrsta settið var jafnt og spennandi en Murray vann á endanum 7-6 eftir að hafa unnið upphækkunina 7-1. Annað settið var ekki eins jafnt og það fyrsta og komst Murray í 5-1 áður en hann kláraði síðasta leikinn og þar með settið 6-1. Gríðarlegar fastar uppgjafir og örugg framhandarskot lögðu grunninn fyrir Murray sem þurfti töluvert að hafa fyrir sigrinum í fyrsta settinu þar sem Agut spilaði af sama krafti og þegar hann lagði Djokovic í undanúrslitaleiknum í fyrrinótt. Leikurinn er sá tíundi í röð sem Murray vinnur en hann stóð einnig uppi sem sigurvegari á Opna Kínverska mótinu í Peking um síðustu helgi. Murray er nú aðeins 915 stigum á eftir Djokovic á heimslistanum og hefur minnkað bilið á Serbann undanfarnar vikur. Eins og áður segir þá var titillinn sá fertugasti og fyrsti í röðinni hjá Murray sem á þó enn töluvert í land með að ná Djokovic í fjölda titla. Serbinn hefur alls unnið 66 titla á ferlinum.
Erlendar Íþróttir Tennis Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Fleiri fréttir „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Shaq segist hundrað prósent Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Tíu ára fór holu í höggi í Eyjum Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi NFL-stjörnur með á ÓL í LA Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Þruman skellti í lás og tók forystuna Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Sjá meira