Söngvari Kaleo að jafna sig í íslenska sumrinu Una Sighvatsdóttir skrifar 22. júní 2016 21:00 Jökull Júlíusson ætlar að stinga af út úr bænum og slökkva á símanum sínum til þess að ná smá slökun fyrir það sem framundan er hjá hljómsveitinni Kaleo. Jökull Júlíusson og félagar hans í mosfellsku hljómsveitinni Kaleo hafa alið manninn í Bandaríkjunum síðustu misseri. Um miðjan júní leit afraksturinn, platan A/B, dagsins ljós, flaug strax á toppinn á plötusölulistum um allan heim og situr nú í 16. sæti af 200 á Billboard listanum og 17. sæti á iTunes.Ætla að taka upp nýtt myndband í íslenskri náttúru Velgengnin er engin tilviljun því að baki þessu er mikil vinna og álagið var það mikið að rödd Jökuls gaf sig svo aflýsa þurfti sjálfum útgáfutónleikunum í Los Angeles. Fyrir vikið gátu þeir hinsvegar komið fyrr heim til Íslands og það finnst Jökli hreint ekkert leiðinlegt. „Við fengum nokkra auka daga hér til að safna kröftum á besta tíma ársins og ég er náttúrulega allur að koma til í sumarblíðunni heima á Íslandi," segir Jökull. „Við erum búnir að vera svolítið duglegir í gegnum tíðina að koma heim og nýta náttúrufegurðina, ég tala nú ekki um á þessum tíma, og taka upp svona live performance vidjó. Í fyrra fórum við í Þríhnúkagíg og tókum upp þar. Þannig að núna ætlum við að fara austur í land og svo kemur bara í ljós hvað það verður."Gaman að heyra fólk reyna að bera fram Vor í Vaglaskógi Þótt tónlist Kaleo sé innblásin af bandarískri blústónlist síðustu aldar fer hún vel saman með íslenskri náttúru að mati Jökuls. Sveitin flaggar óspart íslenska upprunanum og fyrsti slagarinn þeirra, ábreiða Vors í vaglaskógi, er einmitt á nýju plötunni og virðist höfða til fólks um allan heim þrátt fyrir íslenska textann. „Nefnilega. Við vorum ekkert mikið að spila það fyrst úti en svo höfum við tekið það svolítið á tónleikum og viðbrögðin þarna úti urðu til þess að ég ákvað að hafa það með á plötunni núna. Það er ótrúlegt hvað fólkið tengir mikið við lagið, og skemmtilegt fyrir okkur að heyra fólkið reyna að bera þetta fram og syngja með.“Mikil keyrsla framundan Eftir Íslandsdvölina tekur við tónleikaferðalag um Evrópu og Ameríku, en íslenskir aðdáendur Kaleo fá þó að njóta þeirra fyrst á tónleikum í Gamlabíói þann 9. júlí. „Svo er aftur út í keyrsluna." segir Jökull. „Þannig að ég reyni að nýta tímann vel ætla að fara út á land á eftir, reyna að fá nokkra daga og kannski slökkva á símanum." Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Fleiri fréttir Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Sjá meira
Jökull Júlíusson og félagar hans í mosfellsku hljómsveitinni Kaleo hafa alið manninn í Bandaríkjunum síðustu misseri. Um miðjan júní leit afraksturinn, platan A/B, dagsins ljós, flaug strax á toppinn á plötusölulistum um allan heim og situr nú í 16. sæti af 200 á Billboard listanum og 17. sæti á iTunes.Ætla að taka upp nýtt myndband í íslenskri náttúru Velgengnin er engin tilviljun því að baki þessu er mikil vinna og álagið var það mikið að rödd Jökuls gaf sig svo aflýsa þurfti sjálfum útgáfutónleikunum í Los Angeles. Fyrir vikið gátu þeir hinsvegar komið fyrr heim til Íslands og það finnst Jökli hreint ekkert leiðinlegt. „Við fengum nokkra auka daga hér til að safna kröftum á besta tíma ársins og ég er náttúrulega allur að koma til í sumarblíðunni heima á Íslandi," segir Jökull. „Við erum búnir að vera svolítið duglegir í gegnum tíðina að koma heim og nýta náttúrufegurðina, ég tala nú ekki um á þessum tíma, og taka upp svona live performance vidjó. Í fyrra fórum við í Þríhnúkagíg og tókum upp þar. Þannig að núna ætlum við að fara austur í land og svo kemur bara í ljós hvað það verður."Gaman að heyra fólk reyna að bera fram Vor í Vaglaskógi Þótt tónlist Kaleo sé innblásin af bandarískri blústónlist síðustu aldar fer hún vel saman með íslenskri náttúru að mati Jökuls. Sveitin flaggar óspart íslenska upprunanum og fyrsti slagarinn þeirra, ábreiða Vors í vaglaskógi, er einmitt á nýju plötunni og virðist höfða til fólks um allan heim þrátt fyrir íslenska textann. „Nefnilega. Við vorum ekkert mikið að spila það fyrst úti en svo höfum við tekið það svolítið á tónleikum og viðbrögðin þarna úti urðu til þess að ég ákvað að hafa það með á plötunni núna. Það er ótrúlegt hvað fólkið tengir mikið við lagið, og skemmtilegt fyrir okkur að heyra fólkið reyna að bera þetta fram og syngja með.“Mikil keyrsla framundan Eftir Íslandsdvölina tekur við tónleikaferðalag um Evrópu og Ameríku, en íslenskir aðdáendur Kaleo fá þó að njóta þeirra fyrst á tónleikum í Gamlabíói þann 9. júlí. „Svo er aftur út í keyrsluna." segir Jökull. „Þannig að ég reyni að nýta tímann vel ætla að fara út á land á eftir, reyna að fá nokkra daga og kannski slökkva á símanum."
Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Fleiri fréttir Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Sjá meira