Söngvari Kaleo að jafna sig í íslenska sumrinu Una Sighvatsdóttir skrifar 22. júní 2016 21:00 Jökull Júlíusson ætlar að stinga af út úr bænum og slökkva á símanum sínum til þess að ná smá slökun fyrir það sem framundan er hjá hljómsveitinni Kaleo. Jökull Júlíusson og félagar hans í mosfellsku hljómsveitinni Kaleo hafa alið manninn í Bandaríkjunum síðustu misseri. Um miðjan júní leit afraksturinn, platan A/B, dagsins ljós, flaug strax á toppinn á plötusölulistum um allan heim og situr nú í 16. sæti af 200 á Billboard listanum og 17. sæti á iTunes.Ætla að taka upp nýtt myndband í íslenskri náttúru Velgengnin er engin tilviljun því að baki þessu er mikil vinna og álagið var það mikið að rödd Jökuls gaf sig svo aflýsa þurfti sjálfum útgáfutónleikunum í Los Angeles. Fyrir vikið gátu þeir hinsvegar komið fyrr heim til Íslands og það finnst Jökli hreint ekkert leiðinlegt. „Við fengum nokkra auka daga hér til að safna kröftum á besta tíma ársins og ég er náttúrulega allur að koma til í sumarblíðunni heima á Íslandi," segir Jökull. „Við erum búnir að vera svolítið duglegir í gegnum tíðina að koma heim og nýta náttúrufegurðina, ég tala nú ekki um á þessum tíma, og taka upp svona live performance vidjó. Í fyrra fórum við í Þríhnúkagíg og tókum upp þar. Þannig að núna ætlum við að fara austur í land og svo kemur bara í ljós hvað það verður."Gaman að heyra fólk reyna að bera fram Vor í Vaglaskógi Þótt tónlist Kaleo sé innblásin af bandarískri blústónlist síðustu aldar fer hún vel saman með íslenskri náttúru að mati Jökuls. Sveitin flaggar óspart íslenska upprunanum og fyrsti slagarinn þeirra, ábreiða Vors í vaglaskógi, er einmitt á nýju plötunni og virðist höfða til fólks um allan heim þrátt fyrir íslenska textann. „Nefnilega. Við vorum ekkert mikið að spila það fyrst úti en svo höfum við tekið það svolítið á tónleikum og viðbrögðin þarna úti urðu til þess að ég ákvað að hafa það með á plötunni núna. Það er ótrúlegt hvað fólkið tengir mikið við lagið, og skemmtilegt fyrir okkur að heyra fólkið reyna að bera þetta fram og syngja með.“Mikil keyrsla framundan Eftir Íslandsdvölina tekur við tónleikaferðalag um Evrópu og Ameríku, en íslenskir aðdáendur Kaleo fá þó að njóta þeirra fyrst á tónleikum í Gamlabíói þann 9. júlí. „Svo er aftur út í keyrsluna." segir Jökull. „Þannig að ég reyni að nýta tímann vel ætla að fara út á land á eftir, reyna að fá nokkra daga og kannski slökkva á símanum." Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fleiri fréttir „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Sjá meira
Jökull Júlíusson og félagar hans í mosfellsku hljómsveitinni Kaleo hafa alið manninn í Bandaríkjunum síðustu misseri. Um miðjan júní leit afraksturinn, platan A/B, dagsins ljós, flaug strax á toppinn á plötusölulistum um allan heim og situr nú í 16. sæti af 200 á Billboard listanum og 17. sæti á iTunes.Ætla að taka upp nýtt myndband í íslenskri náttúru Velgengnin er engin tilviljun því að baki þessu er mikil vinna og álagið var það mikið að rödd Jökuls gaf sig svo aflýsa þurfti sjálfum útgáfutónleikunum í Los Angeles. Fyrir vikið gátu þeir hinsvegar komið fyrr heim til Íslands og það finnst Jökli hreint ekkert leiðinlegt. „Við fengum nokkra auka daga hér til að safna kröftum á besta tíma ársins og ég er náttúrulega allur að koma til í sumarblíðunni heima á Íslandi," segir Jökull. „Við erum búnir að vera svolítið duglegir í gegnum tíðina að koma heim og nýta náttúrufegurðina, ég tala nú ekki um á þessum tíma, og taka upp svona live performance vidjó. Í fyrra fórum við í Þríhnúkagíg og tókum upp þar. Þannig að núna ætlum við að fara austur í land og svo kemur bara í ljós hvað það verður."Gaman að heyra fólk reyna að bera fram Vor í Vaglaskógi Þótt tónlist Kaleo sé innblásin af bandarískri blústónlist síðustu aldar fer hún vel saman með íslenskri náttúru að mati Jökuls. Sveitin flaggar óspart íslenska upprunanum og fyrsti slagarinn þeirra, ábreiða Vors í vaglaskógi, er einmitt á nýju plötunni og virðist höfða til fólks um allan heim þrátt fyrir íslenska textann. „Nefnilega. Við vorum ekkert mikið að spila það fyrst úti en svo höfum við tekið það svolítið á tónleikum og viðbrögðin þarna úti urðu til þess að ég ákvað að hafa það með á plötunni núna. Það er ótrúlegt hvað fólkið tengir mikið við lagið, og skemmtilegt fyrir okkur að heyra fólkið reyna að bera þetta fram og syngja með.“Mikil keyrsla framundan Eftir Íslandsdvölina tekur við tónleikaferðalag um Evrópu og Ameríku, en íslenskir aðdáendur Kaleo fá þó að njóta þeirra fyrst á tónleikum í Gamlabíói þann 9. júlí. „Svo er aftur út í keyrsluna." segir Jökull. „Þannig að ég reyni að nýta tímann vel ætla að fara út á land á eftir, reyna að fá nokkra daga og kannski slökkva á símanum."
Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fleiri fréttir „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Sjá meira