Sex flugferðum Icelandair á milli Íslands og Bandaríkjanna var aflýst í gær vegna hríðarbylsins sem gengið hefur yfir austurströnd landsins í gær.
Flugferðir Icelandair og Wow air til Bandaríkjanna eru á áætlun samkvæmt upplýsingum frá Keflavíkurflugvelli en fyrsta flugið vestur um haf á að fara í loftið frá Keflavík klukkan 15.30.
Tvær ferðir Icelandair frá Boston og Seattle lentu í morgun hér á landi en þó með smá seinkun.
