Phelps kvaddi með myndatöku af sér með öll Ólympíuverðlaunin sín Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2016 11:00 Michael Phelps. Vísir/Getty Það er ekki létt verk að halda á öllum Ólympíuverðlaunum hans Michael Phelps í einu og það fékk kappinn að kynnast sjálfur í myndatöku á vegum Sports Illustrated. Michael Phelps tilkynnti það í forsíðuviðtali við Sports Illustrated að hann væri hættur en sögulegum sundferli hans lauk þar með á Ólympíuleikunum í Ríó. Michael Phelps vann sex verðlaun þar af fimm gull (og eitt silfur) á Ólympíuleikunum í Ríó og bætti þar með enn frekar við metið sitt. Phelps endar ferilinn með 28 verðlaun á Ólympíuleikunum sem er met alveg eins og að hann á metið yfir flest gullverðlaun (23), flest gull í einstaklingsgreinum (13) og flest verðlaun í einstaklingsgreinum (16). Næst á eftir honum á listann yfir flest heildarverðlaun er sovéska fimleikakonan Larisa Latynina sem vann samtals átján verðlaun og níu gull. Þetta er reyndar í annað skiptið sem Michael Phelps tilkynnir að hann sé hættur. Hann hætti einnig eftir Ólympíuleikana í London en ákvað að snúa aftur fyrir leikana í Ríó. Með því sá hann nánast til þess að enginn mun komast nálægt því að bæta metin hans í næstu framtíð. Hér fyrir neðan má sjá myndir af honum frá umræddri myndatöku Sports Illustrated þar sem Michael Phelps mætti með öll verðlaun sín frá Ólympíuleikunum í Aþenu 2004, Ólympíuleikunum í Peking 2008, Ólympíuleikunum í London 2012 og Ólympíuleikunum í Ríó 2016.Það er hægt að lesa kveðjuviðtal Michael Phelps hér.G.O.A.T.(via @SInow) pic.twitter.com/7uqSWAWrvQ— NBC Olympics (@NBCOlympics) December 20, 2016 ???????????????????? ??MICHAEL PHELPS?? ???????????? ??????????@SInow celebrates the GOAT https://t.co/cGkIckw0kj pic.twitter.com/VXVnVL7uM1— 120 Sports (@120Sports) December 20, 2016 Outtakes from @MichaelPhelps's @SInow cover shoot: https://t.co/0OMtuvNYE3 pic.twitter.com/vr6wcaSrmj— SI Olympics (@si_olympics) December 20, 2016 After cementing his legacy as the greatest Olympian ever, @MichaelPhelps tells @SITimLayden why he's retiring now https://t.co/CdIk0pefzL pic.twitter.com/Ey6PHGohGP— SI Olympics (@si_olympics) December 20, 2016 Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Allt það besta og versta úr NFL-deildinni Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn Arnar ekki áfram með Fylki Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjá meira
Það er ekki létt verk að halda á öllum Ólympíuverðlaunum hans Michael Phelps í einu og það fékk kappinn að kynnast sjálfur í myndatöku á vegum Sports Illustrated. Michael Phelps tilkynnti það í forsíðuviðtali við Sports Illustrated að hann væri hættur en sögulegum sundferli hans lauk þar með á Ólympíuleikunum í Ríó. Michael Phelps vann sex verðlaun þar af fimm gull (og eitt silfur) á Ólympíuleikunum í Ríó og bætti þar með enn frekar við metið sitt. Phelps endar ferilinn með 28 verðlaun á Ólympíuleikunum sem er met alveg eins og að hann á metið yfir flest gullverðlaun (23), flest gull í einstaklingsgreinum (13) og flest verðlaun í einstaklingsgreinum (16). Næst á eftir honum á listann yfir flest heildarverðlaun er sovéska fimleikakonan Larisa Latynina sem vann samtals átján verðlaun og níu gull. Þetta er reyndar í annað skiptið sem Michael Phelps tilkynnir að hann sé hættur. Hann hætti einnig eftir Ólympíuleikana í London en ákvað að snúa aftur fyrir leikana í Ríó. Með því sá hann nánast til þess að enginn mun komast nálægt því að bæta metin hans í næstu framtíð. Hér fyrir neðan má sjá myndir af honum frá umræddri myndatöku Sports Illustrated þar sem Michael Phelps mætti með öll verðlaun sín frá Ólympíuleikunum í Aþenu 2004, Ólympíuleikunum í Peking 2008, Ólympíuleikunum í London 2012 og Ólympíuleikunum í Ríó 2016.Það er hægt að lesa kveðjuviðtal Michael Phelps hér.G.O.A.T.(via @SInow) pic.twitter.com/7uqSWAWrvQ— NBC Olympics (@NBCOlympics) December 20, 2016 ???????????????????? ??MICHAEL PHELPS?? ???????????? ??????????@SInow celebrates the GOAT https://t.co/cGkIckw0kj pic.twitter.com/VXVnVL7uM1— 120 Sports (@120Sports) December 20, 2016 Outtakes from @MichaelPhelps's @SInow cover shoot: https://t.co/0OMtuvNYE3 pic.twitter.com/vr6wcaSrmj— SI Olympics (@si_olympics) December 20, 2016 After cementing his legacy as the greatest Olympian ever, @MichaelPhelps tells @SITimLayden why he's retiring now https://t.co/CdIk0pefzL pic.twitter.com/Ey6PHGohGP— SI Olympics (@si_olympics) December 20, 2016
Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Allt það besta og versta úr NFL-deildinni Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn Arnar ekki áfram með Fylki Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjá meira