Lífið

Samspil hugleiðslu og náttúruverndar

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Ingibjörg vill hjálpa fólki að kyrra hugann og líka finna til samkenndar með því sem lifir í hafinu.
Ingibjörg vill hjálpa fólki að kyrra hugann og líka finna til samkenndar með því sem lifir í hafinu. Fréttablaðið/Ernir
Rödd hafsins nefnist ný bók eftir Ingibjörgu Kr. Ferdinandsdóttur. Þar blandar hún saman hugleiðslu og virðingu fyrir hafinu og íbúum þess.

„Þetta er bók fyrir allt þenkjandi fólk. Hún leiðir okkur í huganum niður í fjöru og flest eigum við okkar fjöru hér á Íslandi og getum tengt við hana. Þar finnum við frið og orku,“ segir hún og kveðst sjálf eiga óteljandi minningar úr fjörunni á Kjalarnesi sem hún ólst upp við.

„Mér er líka annt um hafið og í bókinni er hafmeyja sem er í raun málsvari þeirra sem búa þar, hún fer með okkur til sinna heimkynna þar sem við skoðum vistkerfið. Ég hef nefnilega verulegar áhyggjur af hafinu og finnst sorglegt að það sé orðið ruslakista heimsins.“

 

Greinin birtist fyrst 24. desember 2016






Fleiri fréttir

Sjá meira


×