Bíó og sjónvarp

Keppast við að ausa lofi á nýju Star Wars myndina

Anton Egilsson skrifar
Svarthöfði kemur við sögu í Rogue One: A Star Wars Story
Svarthöfði kemur við sögu í Rogue One: A Star Wars Story Vísir/Getty
Aðdáendur Star Wars um allan heim bíða nú í ofvæni eftir nýjustu Star Wars myndinni, Rogue One: A Star Wars Story, en hún verður heimsfrumsýnd þann 15. desember næstkomandi.

Forsýning myndarinnar fór fram í Pantages kvikmyndahúsinu í Los Angeles í gær og greinir News frá því að mikil fagnaðarlæti hafi brotist út eftir að myndinni lauk. Þá hafa viðstaddir verið duglegir ausa lofi á myndina á samfélagsmiðlum.

Uppistandarinn Dane Cook sagði á Twitter síðu sinni að myndin væri mögulega besta Star Wars myndin hingað til.

Leikarinn Wil Wheaton sagði þá að hann hafi ekki elskað Star Wars jafn mikið síðan fyrsta myndin kom út, en það var árið 1977.

Þá sagði Office leikarinn, Rainn Wilson, myndina vera alveg magnaða, skemmtilega og spennandi.

Það er því ljóst að aðdáendur geta beðið spenntir eftir Rogue One. Myndin fjallar um sveit uppreisnarmanna sem stelur teikningunum að Helstirninu. Gerist sagan í raun áður en söguþráður New Hope, fyrstu Stars myndarinnar, hefst.

Myndin var meðal annars tekin upp við Hjörleifshöfða og Hafursey á Mýrdalssandi. Leikstjóri er Gareth Edwards, sem er hvað þekktastur fyrir kvikmynd sína um Godzilla. Þá leika þau Felicity Jones, Mads Mikkelsen, Forest Whitaker og fleiri í myndinni.

Sjá: Ný og löng Star Wars stikla hefst á Íslandi


Tengdar fréttir

Svarthöfði snýr aftur

Leikarinn James Earl Jones mun aftur ljá Darth Vader rödd sína fyrir Rouge One: A Star Wars Story.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×