Katrín segir henta sumum að útmála VG sem afturhaldsflokk Heimir Már Pétursson skrifar 14. desember 2016 19:45 Formaður Vinstri grænna segir að langt hafi verið á milli þeirra og Viðreisnar varðandi fjármögnun velferðarkerfisins. Vinstri græn hafi ekki verið á móti kerfisbreytingum í sjávarútvegi og landbúnaði. Nú sé best að pólitískar línur flokkanna fái að koma fram við afgreiðslu fjárlaga áður en lengra verði haldið við myndun stjórnar. Það er lítið að gerast í stjórnarmyndunartilraunum þessar klukkustundirnar á yfirborðinu alla vega. En eftir að slitnaði öðru sinni upp úr viðræðum fimm flokka um myndun ríkisstjórnar, fer ólíkum sögum af því hvers vegna samstarfið gekk ekki upp. Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar hefur sagt að allir flokkarnir nema Vinstri græn hafi talað um að setja um sjö milljarða í heilbrigðis- og menntamálin á meðan Vinstri græn hafi verið að tala um 27 milljarða í aukin útgjöld og tekjur vegna uppbyggingar innviða. Það rímar ekki alveg við það sem þingmaður Pírata sagði í fréttum okkar í gær. „Ég sé ekki betur en við höfum verið komin langt með það, 26 milljarða eða þar um bil.“Að stoppa í það gat? „Já og það væri strax á fyrsta árinu áður en við förum að taka tillit til annarra breytinga sem gætu átt sér stað t.d. með því að taka upp almennilegt fiskveiðistjórnunarkerfi,“ sagði Smári. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna telur samstöðuna ekki hafa náð til allara flokka. „Það hefur komið fram hjá bæði mér og formanni Viðreisnar að í fyrsta lagi að þótt allir flokkar hafi verið sammála um að forgangsraða í þágu heilbrigðismála og menntamála, voru menn ekki á eitt sáttir um hversu mikið ætti að auka útgjöld í næstu fjárlögum,“ segir Katrín. Þá hafi verið langt á milli flokka þegar horft var til lengri tíma, eða næstu fimm ára, um hvaða aðgerðum ætti að beita til tekjuöflunar. Lengst hafi verið á milli Vinstri grænna og Viðreisnar. Og voru það þá helst þessi mál þar sem steytti á skeri með, eða voru það líka sjávarútvegs- og landbúnaðarmálin? „Auðvitað liggur fyrir að í sjávarútvegsmálunum voru menn ekki á eitt sáttir með útfærslur. Þó að allir þessir flokkar séu sammála í þeim línum að það eigi að innkalla aflaheimildir. Þá liggur fyrir að menn voru ekki á eitt sáttir um útfærslu; til hversu langs tíma ætti að endurráðstafa þeim og fleira slíkt,“ segir formaður Vinstri grænna. Heilbrigðis- og menntamálin og hvernig tryggja mætti aukin jöfnuð í samfélaginu hafi skipt Vinstri græn mestu máli. Flokkurinn sé ekki á móti kerfisbreytingum í bæði sjávarútvegi og landbúnaði. „Og mér fannst satt að segja ekki jafn langt á milli flokkanna í þeim efnum og sumir vilja gefa í skyn. Enda höfum við talað fyrir því að þar verði umhverfissjónarmið og lýðheilsusjónarmið höfð í fyrirrúmi í auknum mæli og fleira slíkt. En auðvitað hentar það sumum að stilla þessu svona upp.“Sumum hverjum? „Það hentar þeim sem vilja þá benda á okkur sem einhvern afturhaldsflokk. Sem auðvitað er fjarri sanni,“ segir Katrín. Nú sé best að leyfa flokkunum að athafna sig við afgreiðslu fjárlaga og sjá hvaða pólitísku línur birtist þar. „Þetta sýnir grundvallatriði í pólitík. Það er að segja hvernig við viljum byggja upp þetta samfélag. Hvernig við viljum tryggja aukinn jöfnuð í samfélaginu. Hvernig við viljum að velferðarkerfið nýtist öllum.“Þannig að út úr þessu fæðist kannski nýársstjórnin? „Hver veit,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sjá meira
Formaður Vinstri grænna segir að langt hafi verið á milli þeirra og Viðreisnar varðandi fjármögnun velferðarkerfisins. Vinstri græn hafi ekki verið á móti kerfisbreytingum í sjávarútvegi og landbúnaði. Nú sé best að pólitískar línur flokkanna fái að koma fram við afgreiðslu fjárlaga áður en lengra verði haldið við myndun stjórnar. Það er lítið að gerast í stjórnarmyndunartilraunum þessar klukkustundirnar á yfirborðinu alla vega. En eftir að slitnaði öðru sinni upp úr viðræðum fimm flokka um myndun ríkisstjórnar, fer ólíkum sögum af því hvers vegna samstarfið gekk ekki upp. Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar hefur sagt að allir flokkarnir nema Vinstri græn hafi talað um að setja um sjö milljarða í heilbrigðis- og menntamálin á meðan Vinstri græn hafi verið að tala um 27 milljarða í aukin útgjöld og tekjur vegna uppbyggingar innviða. Það rímar ekki alveg við það sem þingmaður Pírata sagði í fréttum okkar í gær. „Ég sé ekki betur en við höfum verið komin langt með það, 26 milljarða eða þar um bil.“Að stoppa í það gat? „Já og það væri strax á fyrsta árinu áður en við förum að taka tillit til annarra breytinga sem gætu átt sér stað t.d. með því að taka upp almennilegt fiskveiðistjórnunarkerfi,“ sagði Smári. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna telur samstöðuna ekki hafa náð til allara flokka. „Það hefur komið fram hjá bæði mér og formanni Viðreisnar að í fyrsta lagi að þótt allir flokkar hafi verið sammála um að forgangsraða í þágu heilbrigðismála og menntamála, voru menn ekki á eitt sáttir um hversu mikið ætti að auka útgjöld í næstu fjárlögum,“ segir Katrín. Þá hafi verið langt á milli flokka þegar horft var til lengri tíma, eða næstu fimm ára, um hvaða aðgerðum ætti að beita til tekjuöflunar. Lengst hafi verið á milli Vinstri grænna og Viðreisnar. Og voru það þá helst þessi mál þar sem steytti á skeri með, eða voru það líka sjávarútvegs- og landbúnaðarmálin? „Auðvitað liggur fyrir að í sjávarútvegsmálunum voru menn ekki á eitt sáttir með útfærslur. Þó að allir þessir flokkar séu sammála í þeim línum að það eigi að innkalla aflaheimildir. Þá liggur fyrir að menn voru ekki á eitt sáttir um útfærslu; til hversu langs tíma ætti að endurráðstafa þeim og fleira slíkt,“ segir formaður Vinstri grænna. Heilbrigðis- og menntamálin og hvernig tryggja mætti aukin jöfnuð í samfélaginu hafi skipt Vinstri græn mestu máli. Flokkurinn sé ekki á móti kerfisbreytingum í bæði sjávarútvegi og landbúnaði. „Og mér fannst satt að segja ekki jafn langt á milli flokkanna í þeim efnum og sumir vilja gefa í skyn. Enda höfum við talað fyrir því að þar verði umhverfissjónarmið og lýðheilsusjónarmið höfð í fyrirrúmi í auknum mæli og fleira slíkt. En auðvitað hentar það sumum að stilla þessu svona upp.“Sumum hverjum? „Það hentar þeim sem vilja þá benda á okkur sem einhvern afturhaldsflokk. Sem auðvitað er fjarri sanni,“ segir Katrín. Nú sé best að leyfa flokkunum að athafna sig við afgreiðslu fjárlaga og sjá hvaða pólitísku línur birtist þar. „Þetta sýnir grundvallatriði í pólitík. Það er að segja hvernig við viljum byggja upp þetta samfélag. Hvernig við viljum tryggja aukinn jöfnuð í samfélaginu. Hvernig við viljum að velferðarkerfið nýtist öllum.“Þannig að út úr þessu fæðist kannski nýársstjórnin? „Hver veit,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sjá meira