Katrín segir henta sumum að útmála VG sem afturhaldsflokk Heimir Már Pétursson skrifar 14. desember 2016 19:45 Formaður Vinstri grænna segir að langt hafi verið á milli þeirra og Viðreisnar varðandi fjármögnun velferðarkerfisins. Vinstri græn hafi ekki verið á móti kerfisbreytingum í sjávarútvegi og landbúnaði. Nú sé best að pólitískar línur flokkanna fái að koma fram við afgreiðslu fjárlaga áður en lengra verði haldið við myndun stjórnar. Það er lítið að gerast í stjórnarmyndunartilraunum þessar klukkustundirnar á yfirborðinu alla vega. En eftir að slitnaði öðru sinni upp úr viðræðum fimm flokka um myndun ríkisstjórnar, fer ólíkum sögum af því hvers vegna samstarfið gekk ekki upp. Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar hefur sagt að allir flokkarnir nema Vinstri græn hafi talað um að setja um sjö milljarða í heilbrigðis- og menntamálin á meðan Vinstri græn hafi verið að tala um 27 milljarða í aukin útgjöld og tekjur vegna uppbyggingar innviða. Það rímar ekki alveg við það sem þingmaður Pírata sagði í fréttum okkar í gær. „Ég sé ekki betur en við höfum verið komin langt með það, 26 milljarða eða þar um bil.“Að stoppa í það gat? „Já og það væri strax á fyrsta árinu áður en við förum að taka tillit til annarra breytinga sem gætu átt sér stað t.d. með því að taka upp almennilegt fiskveiðistjórnunarkerfi,“ sagði Smári. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna telur samstöðuna ekki hafa náð til allara flokka. „Það hefur komið fram hjá bæði mér og formanni Viðreisnar að í fyrsta lagi að þótt allir flokkar hafi verið sammála um að forgangsraða í þágu heilbrigðismála og menntamála, voru menn ekki á eitt sáttir um hversu mikið ætti að auka útgjöld í næstu fjárlögum,“ segir Katrín. Þá hafi verið langt á milli flokka þegar horft var til lengri tíma, eða næstu fimm ára, um hvaða aðgerðum ætti að beita til tekjuöflunar. Lengst hafi verið á milli Vinstri grænna og Viðreisnar. Og voru það þá helst þessi mál þar sem steytti á skeri með, eða voru það líka sjávarútvegs- og landbúnaðarmálin? „Auðvitað liggur fyrir að í sjávarútvegsmálunum voru menn ekki á eitt sáttir með útfærslur. Þó að allir þessir flokkar séu sammála í þeim línum að það eigi að innkalla aflaheimildir. Þá liggur fyrir að menn voru ekki á eitt sáttir um útfærslu; til hversu langs tíma ætti að endurráðstafa þeim og fleira slíkt,“ segir formaður Vinstri grænna. Heilbrigðis- og menntamálin og hvernig tryggja mætti aukin jöfnuð í samfélaginu hafi skipt Vinstri græn mestu máli. Flokkurinn sé ekki á móti kerfisbreytingum í bæði sjávarútvegi og landbúnaði. „Og mér fannst satt að segja ekki jafn langt á milli flokkanna í þeim efnum og sumir vilja gefa í skyn. Enda höfum við talað fyrir því að þar verði umhverfissjónarmið og lýðheilsusjónarmið höfð í fyrirrúmi í auknum mæli og fleira slíkt. En auðvitað hentar það sumum að stilla þessu svona upp.“Sumum hverjum? „Það hentar þeim sem vilja þá benda á okkur sem einhvern afturhaldsflokk. Sem auðvitað er fjarri sanni,“ segir Katrín. Nú sé best að leyfa flokkunum að athafna sig við afgreiðslu fjárlaga og sjá hvaða pólitísku línur birtist þar. „Þetta sýnir grundvallatriði í pólitík. Það er að segja hvernig við viljum byggja upp þetta samfélag. Hvernig við viljum tryggja aukinn jöfnuð í samfélaginu. Hvernig við viljum að velferðarkerfið nýtist öllum.“Þannig að út úr þessu fæðist kannski nýársstjórnin? „Hver veit,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Formaður Vinstri grænna segir að langt hafi verið á milli þeirra og Viðreisnar varðandi fjármögnun velferðarkerfisins. Vinstri græn hafi ekki verið á móti kerfisbreytingum í sjávarútvegi og landbúnaði. Nú sé best að pólitískar línur flokkanna fái að koma fram við afgreiðslu fjárlaga áður en lengra verði haldið við myndun stjórnar. Það er lítið að gerast í stjórnarmyndunartilraunum þessar klukkustundirnar á yfirborðinu alla vega. En eftir að slitnaði öðru sinni upp úr viðræðum fimm flokka um myndun ríkisstjórnar, fer ólíkum sögum af því hvers vegna samstarfið gekk ekki upp. Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar hefur sagt að allir flokkarnir nema Vinstri græn hafi talað um að setja um sjö milljarða í heilbrigðis- og menntamálin á meðan Vinstri græn hafi verið að tala um 27 milljarða í aukin útgjöld og tekjur vegna uppbyggingar innviða. Það rímar ekki alveg við það sem þingmaður Pírata sagði í fréttum okkar í gær. „Ég sé ekki betur en við höfum verið komin langt með það, 26 milljarða eða þar um bil.“Að stoppa í það gat? „Já og það væri strax á fyrsta árinu áður en við förum að taka tillit til annarra breytinga sem gætu átt sér stað t.d. með því að taka upp almennilegt fiskveiðistjórnunarkerfi,“ sagði Smári. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna telur samstöðuna ekki hafa náð til allara flokka. „Það hefur komið fram hjá bæði mér og formanni Viðreisnar að í fyrsta lagi að þótt allir flokkar hafi verið sammála um að forgangsraða í þágu heilbrigðismála og menntamála, voru menn ekki á eitt sáttir um hversu mikið ætti að auka útgjöld í næstu fjárlögum,“ segir Katrín. Þá hafi verið langt á milli flokka þegar horft var til lengri tíma, eða næstu fimm ára, um hvaða aðgerðum ætti að beita til tekjuöflunar. Lengst hafi verið á milli Vinstri grænna og Viðreisnar. Og voru það þá helst þessi mál þar sem steytti á skeri með, eða voru það líka sjávarútvegs- og landbúnaðarmálin? „Auðvitað liggur fyrir að í sjávarútvegsmálunum voru menn ekki á eitt sáttir með útfærslur. Þó að allir þessir flokkar séu sammála í þeim línum að það eigi að innkalla aflaheimildir. Þá liggur fyrir að menn voru ekki á eitt sáttir um útfærslu; til hversu langs tíma ætti að endurráðstafa þeim og fleira slíkt,“ segir formaður Vinstri grænna. Heilbrigðis- og menntamálin og hvernig tryggja mætti aukin jöfnuð í samfélaginu hafi skipt Vinstri græn mestu máli. Flokkurinn sé ekki á móti kerfisbreytingum í bæði sjávarútvegi og landbúnaði. „Og mér fannst satt að segja ekki jafn langt á milli flokkanna í þeim efnum og sumir vilja gefa í skyn. Enda höfum við talað fyrir því að þar verði umhverfissjónarmið og lýðheilsusjónarmið höfð í fyrirrúmi í auknum mæli og fleira slíkt. En auðvitað hentar það sumum að stilla þessu svona upp.“Sumum hverjum? „Það hentar þeim sem vilja þá benda á okkur sem einhvern afturhaldsflokk. Sem auðvitað er fjarri sanni,“ segir Katrín. Nú sé best að leyfa flokkunum að athafna sig við afgreiðslu fjárlaga og sjá hvaða pólitísku línur birtist þar. „Þetta sýnir grundvallatriði í pólitík. Það er að segja hvernig við viljum byggja upp þetta samfélag. Hvernig við viljum tryggja aukinn jöfnuð í samfélaginu. Hvernig við viljum að velferðarkerfið nýtist öllum.“Þannig að út úr þessu fæðist kannski nýársstjórnin? „Hver veit,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent