Gæti haft garðpartí og grill Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 3. desember 2016 08:15 “Í öllum skólafríum gat ég farið á sjó og náð mér í pening, jafnvel eftir að ég byrjaði í háskóla,” segir Hálfdán sem vinnur á efstu hæð við Austurstræti. Vísir/GVA Þetta var planað. Það var fyrir löngu búið að stilla himintunglin þannig að 3. desember 2016 dytti á laugardag. Ótrúlega þægilegt, líka þegar veðráttan er eins og hún er, ég gæti verið með garðpartí og grill. Kannski endar það þannig,“ segir Hálfdán Steinþórsson, framkvæmdastjóri í GoMobil, þegar haft er á orði að hann sé heppinn að fertugsafmælið hans hitti á helgi. Hann kveðst ætla að vera með þægilegan hitting heima fyrir og bjóða sínu uppáhaldsfólki í mat og drykk, og uppáhaldsfólkið hans Hálfdáns er um 60 til 70 manns. Hálfdán stofnaði fyrirtækið GoMobile árið 2012, það er rafrænt inneignarkerfi fyrir íslensk greiðslukort og snýst um tryggðarkerfi Símans. „Áður stofnuðum við Hringtorg og Bláa kortið með Arion banka,“ upplýsir hann. „Erum fimm saman að vinna hér á efstu hæð í Austurstrætinu og horfum niður á Alþingishúsið.“ Blaðamaður er illa að sér í svona tryggðarlausnum og leiðir talið að uppruna afmælisbarnsins. „Ég er fæddur austur í Neskaupstað og átti heima þar fyrstu 18 árin,“ segir Hálfdán og bætir við stoltur: „Það er eins og að eiga 1.500 manna fjölskyldu að hafa alist upp þar. Ég var með sama hópnum í skóla frá leikskóla og upp úr og er næstsíðastur til að halda upp á fertugsafmælið. Finnst frábært núna að hafa fæðst svona seint á árinu!“ Líkt og margir ungir menn í sjávarplássum byrjaði Hálfdán á sjó 15 ára. Fór á togara og fannst það merkileg lífsreynsla. „Í öllum skólafríum gat ég farið á sjó og náð mér í pening, jafnvel eftir að ég byrjaði í háskóla,“ segir hann. „Svo var þetta eins og víða á litlum stöðum, hljómsveitarstúss og stuð. Neskaupstaður hafði upp á ótrúlega gott menningar-og mannlíf að bjóða. Plötubúðin Tónspil var hjartað í bænum, með gríðarlegt úrval af tónlist.“ Hálfdán var sjónvarpsstjarna í nokkur ár eftir að Skjár einn fór í loftið. „Það var ævintýri að fylgjast með því apparati frá fyrstu dögum,“ rifjar hann upp. „Ég var bæði í þáttagerð og auglýsingum, það fengu allir að gera allt. Þetta var stórkostlegt tímabil. Svo tók ég nokkra vetur með Völu Matt í sjónvarpinu. Mér er minnisstætt þegar ég hafði nýlokið einum slíkum vetri og réð mig á skipið Örfirisey um sumarið. Þegar ég stíg um borð með stígvélin og gallann stendur þar fullorðinn maður og segir þessa gullfallegu setningu: „Hver andskotinn, Vala Matt?“ Lífsstílsþáttur og sjómennska blandaðist ekki sérlega vel saman!“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. desember 2016. Lífið Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Sjá meira
Þetta var planað. Það var fyrir löngu búið að stilla himintunglin þannig að 3. desember 2016 dytti á laugardag. Ótrúlega þægilegt, líka þegar veðráttan er eins og hún er, ég gæti verið með garðpartí og grill. Kannski endar það þannig,“ segir Hálfdán Steinþórsson, framkvæmdastjóri í GoMobil, þegar haft er á orði að hann sé heppinn að fertugsafmælið hans hitti á helgi. Hann kveðst ætla að vera með þægilegan hitting heima fyrir og bjóða sínu uppáhaldsfólki í mat og drykk, og uppáhaldsfólkið hans Hálfdáns er um 60 til 70 manns. Hálfdán stofnaði fyrirtækið GoMobile árið 2012, það er rafrænt inneignarkerfi fyrir íslensk greiðslukort og snýst um tryggðarkerfi Símans. „Áður stofnuðum við Hringtorg og Bláa kortið með Arion banka,“ upplýsir hann. „Erum fimm saman að vinna hér á efstu hæð í Austurstrætinu og horfum niður á Alþingishúsið.“ Blaðamaður er illa að sér í svona tryggðarlausnum og leiðir talið að uppruna afmælisbarnsins. „Ég er fæddur austur í Neskaupstað og átti heima þar fyrstu 18 árin,“ segir Hálfdán og bætir við stoltur: „Það er eins og að eiga 1.500 manna fjölskyldu að hafa alist upp þar. Ég var með sama hópnum í skóla frá leikskóla og upp úr og er næstsíðastur til að halda upp á fertugsafmælið. Finnst frábært núna að hafa fæðst svona seint á árinu!“ Líkt og margir ungir menn í sjávarplássum byrjaði Hálfdán á sjó 15 ára. Fór á togara og fannst það merkileg lífsreynsla. „Í öllum skólafríum gat ég farið á sjó og náð mér í pening, jafnvel eftir að ég byrjaði í háskóla,“ segir hann. „Svo var þetta eins og víða á litlum stöðum, hljómsveitarstúss og stuð. Neskaupstaður hafði upp á ótrúlega gott menningar-og mannlíf að bjóða. Plötubúðin Tónspil var hjartað í bænum, með gríðarlegt úrval af tónlist.“ Hálfdán var sjónvarpsstjarna í nokkur ár eftir að Skjár einn fór í loftið. „Það var ævintýri að fylgjast með því apparati frá fyrstu dögum,“ rifjar hann upp. „Ég var bæði í þáttagerð og auglýsingum, það fengu allir að gera allt. Þetta var stórkostlegt tímabil. Svo tók ég nokkra vetur með Völu Matt í sjónvarpinu. Mér er minnisstætt þegar ég hafði nýlokið einum slíkum vetri og réð mig á skipið Örfirisey um sumarið. Þegar ég stíg um borð með stígvélin og gallann stendur þar fullorðinn maður og segir þessa gullfallegu setningu: „Hver andskotinn, Vala Matt?“ Lífsstílsþáttur og sjómennska blandaðist ekki sérlega vel saman!“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. desember 2016.
Lífið Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Sjá meira