Mig hefur alltaf langað til að verða prestur Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 3. desember 2016 09:45 María Rut verður vígð til prests í byrjun nýs árs og heldur þá á ný mið. Vísir/Eyþór María Rut Baldursdóttir guðfræðingur er að búa sig undir próf þegar ég hringi í hana og bið um viðtal. „Ég er í nokkrum áföngum í verkefnastjórnun í Háskóla Íslands en auðvitað í fullri vinnu með,“ segir hún og upplýsir að hún sé þjónustustjóri hjá Reykjavíkurborg í þjónustumiðstöðinni í Árbæ. Tilefni viðtalsins er prestsembætti sem María Rut sótti um og fékk í Bjarnanesprestakalli í Austur-Skaftafellssýslu. Það nær yfir Lón, Höfn, Nes, Mýrar, Suðursveit og Öræfi. „Mig hefur alltaf langað til að verða prestur og þetta var kjörið tækifæri,“ segir hún. „Ég var líka búin að kynna mér aðeins prestakallið og fannst það heillandi.“ Hún kveðst hafa verið búin að sækja um nokkur embætti og því verið mjög ánægð þegar hún fékk símtalið frá biskupi í síðustu viku. María Rut er fædd 1985. Hún átti heima á Hólmavík sem krakki, bjó í Njarðvík um tíma og tvö ár í Svíþjóð. Hún á eiginmann og tvo drengi, sex ára og tveggja og hálfs árs. „Maðurinn minn er í kennaranámi og tilbúinn að hoppa með mér hvert sem er. Hann heitir Eyþór Grétar Grétarsson og titlar sig íþróttamann á ja.is, það er bara húmor!“ Hún segir hvorugt þeirra hjóna tengjast Hornafirði en vinnufélagar þeirra og ættingjar þekki til þar og gefi staðnum meðmæli. María Rut verður vígð í byrjun nýs árs. Hún kveðst hafa lokið guðfræðináminu í febrúar 2015. „Ég skrifaði lokaritgerðina í fæðingarorlofi 2014,“ segir hún og kveðst hafa skrifað um staðgöngumæðrun út frá kristinni siðfræði. Hún er ekki bara guðfræðingur heldur líka menntuð í söng og fiðluleik og segir hvort tveggja geta komið sér vel fyrir austan. Hún fær embættisbústað fyrir fjölskylduna því nýi sóknarpresturinn, Stígur Reynisson, sem áður var í hálfa starfinu býr í eigin húsnæði. „Við Stígur þekkjumst lítillega úr náminu og mér líst vel á að vinna með honum. Finnst líka ágætt að byrja í hálfu starfi, það tekur tíma að komast inn í nýtt samfélag og þetta er stórt starf en ég er tilbúin í nýjar áskoranir, ný verkefni og að kynnast nýju fólki.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. nóvember 2016. Lífið Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Laufey á lista Obama Lífið Pete orðinn pabbi Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Fleiri fréttir Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Sjá meira
María Rut Baldursdóttir guðfræðingur er að búa sig undir próf þegar ég hringi í hana og bið um viðtal. „Ég er í nokkrum áföngum í verkefnastjórnun í Háskóla Íslands en auðvitað í fullri vinnu með,“ segir hún og upplýsir að hún sé þjónustustjóri hjá Reykjavíkurborg í þjónustumiðstöðinni í Árbæ. Tilefni viðtalsins er prestsembætti sem María Rut sótti um og fékk í Bjarnanesprestakalli í Austur-Skaftafellssýslu. Það nær yfir Lón, Höfn, Nes, Mýrar, Suðursveit og Öræfi. „Mig hefur alltaf langað til að verða prestur og þetta var kjörið tækifæri,“ segir hún. „Ég var líka búin að kynna mér aðeins prestakallið og fannst það heillandi.“ Hún kveðst hafa verið búin að sækja um nokkur embætti og því verið mjög ánægð þegar hún fékk símtalið frá biskupi í síðustu viku. María Rut er fædd 1985. Hún átti heima á Hólmavík sem krakki, bjó í Njarðvík um tíma og tvö ár í Svíþjóð. Hún á eiginmann og tvo drengi, sex ára og tveggja og hálfs árs. „Maðurinn minn er í kennaranámi og tilbúinn að hoppa með mér hvert sem er. Hann heitir Eyþór Grétar Grétarsson og titlar sig íþróttamann á ja.is, það er bara húmor!“ Hún segir hvorugt þeirra hjóna tengjast Hornafirði en vinnufélagar þeirra og ættingjar þekki til þar og gefi staðnum meðmæli. María Rut verður vígð í byrjun nýs árs. Hún kveðst hafa lokið guðfræðináminu í febrúar 2015. „Ég skrifaði lokaritgerðina í fæðingarorlofi 2014,“ segir hún og kveðst hafa skrifað um staðgöngumæðrun út frá kristinni siðfræði. Hún er ekki bara guðfræðingur heldur líka menntuð í söng og fiðluleik og segir hvort tveggja geta komið sér vel fyrir austan. Hún fær embættisbústað fyrir fjölskylduna því nýi sóknarpresturinn, Stígur Reynisson, sem áður var í hálfa starfinu býr í eigin húsnæði. „Við Stígur þekkjumst lítillega úr náminu og mér líst vel á að vinna með honum. Finnst líka ágætt að byrja í hálfu starfi, það tekur tíma að komast inn í nýtt samfélag og þetta er stórt starf en ég er tilbúin í nýjar áskoranir, ný verkefni og að kynnast nýju fólki.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. nóvember 2016.
Lífið Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Laufey á lista Obama Lífið Pete orðinn pabbi Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Fleiri fréttir Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Sjá meira