Vilja setja hátekjuskatt á laun yfir 1,5 milljónir Snærós Sindradóttir og Jón Hákon Halldórsson skrifa 23. nóvember 2016 00:01 Katrín Jakobsdóttir segir flokkinn opinn fyrir því að ræða hærri hátekjumörk en 1,5 milljónir króna. Öll slík mörk séu til umræðu í stjórnarmyndunarviðræðunum nú. vísir/eyþór Það ræðst á allra næstu dögum, hugsanlega í dag, hvort stjórnarmyndunarviðræðum undir forystu formanns VG verði haldið áfram. Fram hefur komið að áherslur flokkanna í skattamálum eru ólíkar, en jafnframt er tekist á um fleiri atriði. „Við metum það þannig að það vanti nítján milljarða inn í heilbrigðiskerfið á næstu árum til viðbótar við ríkisfjármálaáætlun fráfarandi ríkisstjórnar. Þeir fjármunir vaxa ekki á trjánum,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, um skattahugmyndir flokksins. Katrín segir að ekki standi til að hækka skatta á fólk með meðaltekjur. „Við höfum talað fyrir hátekjuþrepi og miðuðum við eina og hálfa milljón í mánaðarlaun en erum algjörlega opin fyrir því að þau mörk geti legið ofar,“ segir Katrín og nefnir sem dæmi að til greina komi að skoða hátekjuskatt á fólk með yfir tvær milljónir í mánaðarlaun. Í tíð síðustu vinstristjórnar var lagður á tímabundinn auðlegðarskattur, eða stóreignaskattur, sem miðaðist við hreina eign hjóna sem væri 100 milljónir króna og hreina eign einstaklings frá 75 milljónum króna að frádregnum öllum skuldum. Auðlegðarskattstofninn var þá 1,5 prósent. Þá voru dæmi þess að fólk, sérstaklega eldri borgarar, sem átti hús sitt skuldlaust en hafði engar atvinnutekjur féll undir viðmið auðlegðarskattsins og þurfti jafnvel að skuldsetja sig til að eiga fyrir skattinum. Katrín segir að reynt yrði að fyrirbyggja það í þetta sinn. „Við höfum talað fyrir stóreignaskatti þar sem heimilið væri undanskilið. Við erum að horfa til þeirra sem eiga mjög mikil auðæfi. Það er alltaf meiri og meiri auður að safnast á færri hendur.“ Katrín segir tvær ástæður fyrir því að Vinstri græn vilji leggjast í þessa skattheimtu. „Við töluðum fyrir því að fara í tekjuöflun til að setja þessar tekjur inn í heilbrigðiskerfið. Hins vegar snýst þetta svo líka um kerfisbreytingar til að auka jöfnuð.“ Í stjórnarmyndunarviðræðunum sem nú standa yfir er rík krafa um kerfisbreytingar í sjávarútvegi og að auka álögur á ferðaþjónustuna. Katrín segir að þær álögur komi ekki til með að duga fyrir þeim útgjöldum sem lofað var í aðdraganda kosninga. „Það eru allir búnir að lofa talsverðum útgjöldum til þess að byggja upp heilbrigðisþjónustuna, skólakerfið, samgöngur og fleira. Við erum með útfærðar hugmyndir um hvernig megi afla þeirra tekna.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Katrín Jakobsdóttir: Gerum þetta eins vel og við getum 21. nóvember 2016 20:00 Steingrímur um stórfelldar skattahækkanir VG: „Rakalaus Moggalygi“ Steingrímur J. Sigfússon segir góðan anda yfir viðræðum í málefnahópi um efnahagsmál. 22. nóvember 2016 10:47 Fjölflokkastjórnin þokast nær í sjávarútvegsmálum en þó er langt í land „Það gefur augaleið að Vinstri græn hafa ekki beint hingað til talað mikið fyrir markaðslausnum í sjávarútvegi 22. nóvember 2016 19:03 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Kemur til greina að sækjast eftir sæti Einars Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Sjá meira
Það ræðst á allra næstu dögum, hugsanlega í dag, hvort stjórnarmyndunarviðræðum undir forystu formanns VG verði haldið áfram. Fram hefur komið að áherslur flokkanna í skattamálum eru ólíkar, en jafnframt er tekist á um fleiri atriði. „Við metum það þannig að það vanti nítján milljarða inn í heilbrigðiskerfið á næstu árum til viðbótar við ríkisfjármálaáætlun fráfarandi ríkisstjórnar. Þeir fjármunir vaxa ekki á trjánum,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, um skattahugmyndir flokksins. Katrín segir að ekki standi til að hækka skatta á fólk með meðaltekjur. „Við höfum talað fyrir hátekjuþrepi og miðuðum við eina og hálfa milljón í mánaðarlaun en erum algjörlega opin fyrir því að þau mörk geti legið ofar,“ segir Katrín og nefnir sem dæmi að til greina komi að skoða hátekjuskatt á fólk með yfir tvær milljónir í mánaðarlaun. Í tíð síðustu vinstristjórnar var lagður á tímabundinn auðlegðarskattur, eða stóreignaskattur, sem miðaðist við hreina eign hjóna sem væri 100 milljónir króna og hreina eign einstaklings frá 75 milljónum króna að frádregnum öllum skuldum. Auðlegðarskattstofninn var þá 1,5 prósent. Þá voru dæmi þess að fólk, sérstaklega eldri borgarar, sem átti hús sitt skuldlaust en hafði engar atvinnutekjur féll undir viðmið auðlegðarskattsins og þurfti jafnvel að skuldsetja sig til að eiga fyrir skattinum. Katrín segir að reynt yrði að fyrirbyggja það í þetta sinn. „Við höfum talað fyrir stóreignaskatti þar sem heimilið væri undanskilið. Við erum að horfa til þeirra sem eiga mjög mikil auðæfi. Það er alltaf meiri og meiri auður að safnast á færri hendur.“ Katrín segir tvær ástæður fyrir því að Vinstri græn vilji leggjast í þessa skattheimtu. „Við töluðum fyrir því að fara í tekjuöflun til að setja þessar tekjur inn í heilbrigðiskerfið. Hins vegar snýst þetta svo líka um kerfisbreytingar til að auka jöfnuð.“ Í stjórnarmyndunarviðræðunum sem nú standa yfir er rík krafa um kerfisbreytingar í sjávarútvegi og að auka álögur á ferðaþjónustuna. Katrín segir að þær álögur komi ekki til með að duga fyrir þeim útgjöldum sem lofað var í aðdraganda kosninga. „Það eru allir búnir að lofa talsverðum útgjöldum til þess að byggja upp heilbrigðisþjónustuna, skólakerfið, samgöngur og fleira. Við erum með útfærðar hugmyndir um hvernig megi afla þeirra tekna.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Katrín Jakobsdóttir: Gerum þetta eins vel og við getum 21. nóvember 2016 20:00 Steingrímur um stórfelldar skattahækkanir VG: „Rakalaus Moggalygi“ Steingrímur J. Sigfússon segir góðan anda yfir viðræðum í málefnahópi um efnahagsmál. 22. nóvember 2016 10:47 Fjölflokkastjórnin þokast nær í sjávarútvegsmálum en þó er langt í land „Það gefur augaleið að Vinstri græn hafa ekki beint hingað til talað mikið fyrir markaðslausnum í sjávarútvegi 22. nóvember 2016 19:03 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Kemur til greina að sækjast eftir sæti Einars Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Sjá meira
Steingrímur um stórfelldar skattahækkanir VG: „Rakalaus Moggalygi“ Steingrímur J. Sigfússon segir góðan anda yfir viðræðum í málefnahópi um efnahagsmál. 22. nóvember 2016 10:47
Fjölflokkastjórnin þokast nær í sjávarútvegsmálum en þó er langt í land „Það gefur augaleið að Vinstri græn hafa ekki beint hingað til talað mikið fyrir markaðslausnum í sjávarútvegi 22. nóvember 2016 19:03