Borðar verkjatöflur í öll mál Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 24. nóvember 2016 20:00 Endómetríósa er krónískur móðurlífssjúkdómur sem talið er að tíu prósent kvenna séu með. Helstu einkenni eru mikill sársauki við blæðingar og kynlíf, þarmavandamál, síþreyta og ófrjósemi. Vegna biðlista á kvennadeild Landspítalans eru um sextíu konur sem bíða aðgerðar til að fá greiningu á sjúkdómnum eða verkjameðferðar. Ragnheiður Árnadóttir, sérfræðilæknir kvennadeildarinnar segir biðina erfiða. Verkir geti verið miklir og hætta sé á að konurnar detti út af vinnumarkaði. „Andlega hliðin er oft erfið og mikið álag á þessar konur og aðstandendur. Einhver hluti er að fást við ófrjósemi og þessi bið hefur áhrif á það,“ segir Ragnheiður. Ásdís Sif Þórarinsdóttir hefur beðið í ár eftir að fá staðfesta greiningu og í hálft ár eftir aðgerð til að lina verki. „Ég er búin að vera mikið verkjuð. Sumarið fór í að borða verkjatöflur, alla morgna byrjaði ég á verkjaskammti, bætti við í hádeginu og tók annan til að geta sofnað. Það sást ekki mikið í sól í sumar," segir Ásdís. „Ég reyndi að vinna en það gekk illa. Sem betur fer er ég núna í þannig námi að ég get verið heima að læra. Og ég er mikið uppi í rúmi í verkjakasti," segir hún. Síðasta árið hefur Ásdís verið að kljást við kvíða og þunglyndi enda taka verkirnir á andlegu hliðina, sérstaklega þegar engin greining liggur að baki. „Ég hef oft þurft að beila á vikonum mínum og hringja í vinnuna og þykjast vera veik, en ég var ekki veik heldur með verki. Mér líður oft eins og aumingja." Ásdís segir það breyta miklu að fá greiningu á hreint og komast sem fyrst í aðgerð svo hún geti haldið áfram með lífið, sætt sig við sjúkdóminn og leitað leiða til að takast á við hann. En hún veit ekki hvenær röðin kemur að henni. „Ég hef heyrt af einni sem er búin að bíða lengur en ég. Hún fer í fyrsta lagi í janúar. Ég fer þá aldrei fyrr en í febrúar eða mars. Það er erfitt að hugsa um það að eyða jólunum í verkjakasti," segir Ásdís. Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Endómetríósa er krónískur móðurlífssjúkdómur sem talið er að tíu prósent kvenna séu með. Helstu einkenni eru mikill sársauki við blæðingar og kynlíf, þarmavandamál, síþreyta og ófrjósemi. Vegna biðlista á kvennadeild Landspítalans eru um sextíu konur sem bíða aðgerðar til að fá greiningu á sjúkdómnum eða verkjameðferðar. Ragnheiður Árnadóttir, sérfræðilæknir kvennadeildarinnar segir biðina erfiða. Verkir geti verið miklir og hætta sé á að konurnar detti út af vinnumarkaði. „Andlega hliðin er oft erfið og mikið álag á þessar konur og aðstandendur. Einhver hluti er að fást við ófrjósemi og þessi bið hefur áhrif á það,“ segir Ragnheiður. Ásdís Sif Þórarinsdóttir hefur beðið í ár eftir að fá staðfesta greiningu og í hálft ár eftir aðgerð til að lina verki. „Ég er búin að vera mikið verkjuð. Sumarið fór í að borða verkjatöflur, alla morgna byrjaði ég á verkjaskammti, bætti við í hádeginu og tók annan til að geta sofnað. Það sást ekki mikið í sól í sumar," segir Ásdís. „Ég reyndi að vinna en það gekk illa. Sem betur fer er ég núna í þannig námi að ég get verið heima að læra. Og ég er mikið uppi í rúmi í verkjakasti," segir hún. Síðasta árið hefur Ásdís verið að kljást við kvíða og þunglyndi enda taka verkirnir á andlegu hliðina, sérstaklega þegar engin greining liggur að baki. „Ég hef oft þurft að beila á vikonum mínum og hringja í vinnuna og þykjast vera veik, en ég var ekki veik heldur með verki. Mér líður oft eins og aumingja." Ásdís segir það breyta miklu að fá greiningu á hreint og komast sem fyrst í aðgerð svo hún geti haldið áfram með lífið, sætt sig við sjúkdóminn og leitað leiða til að takast á við hann. En hún veit ekki hvenær röðin kemur að henni. „Ég hef heyrt af einni sem er búin að bíða lengur en ég. Hún fer í fyrsta lagi í janúar. Ég fer þá aldrei fyrr en í febrúar eða mars. Það er erfitt að hugsa um það að eyða jólunum í verkjakasti," segir Ásdís.
Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira