Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Atli Ísleifsson skrifar 24. október 2025 14:27 Stefán Van Stefánsson, þingmaður Framsóknar, á sæti í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis. Vísir/Anton Brink Fulltrúi Framsóknar í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis, Stefán Vagn Stefánsson, hefur óskað eftir fundi í nefndinni til að ræða þá alvarlegu stöðu sem upp er komin á lánamarkaði í kjölfar dóms Hæstaréttar í Vaxtamálinu svokallaða. Í tilkynningu frá flokknum segir að ljóst sé að nýfallinn dómur Hæstaréttar hafi skapað óvissu sem brýnt sé að eyða. Ákveðnir skilmálar lána með breytilega vexti hjá Íslandsbanka voru dæmdir ólögmætir í Hæstarétti í síðustu viku. Var það niðurstaða bankans að bankinn hefði aðeins mátt miða við stýrivexti Seðlabankans þegar hann ákvað breytingar á vöxtum lánanna. Viðskiptabankarnir og fleiri lánastofnanir hafa á síðustu dögum brugðist við dómnum með því að hætta tímabundið afgreiðslu ákveðinna lána en bæði Landsbankinn og Arion banki bíða niðurstöðu í sambærilegum málaferlum gegn þeim. Í tilkynningu frá Framsókn segir að frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um breytingu á lögum um fjármálafyrirtæki – svokölluð CRR III reglugerð – muni hafa veruleg áhrif á lánamarkaðinn og þyngja róðurinn fyrir stóran hluta lántakenda. „Breytt framboð Landsbankans á íbúðalánum varpar skýru ljósi á þær áskoranir sem dómurinn og innleiðing CRR III hefur í för með sér og mun að óbreyttu bitna harkalega á tekjulægri og skuldsettari hluta lántakenda,“ segir í tilkynningunni. Þarna er vísaði í tilkynningu Landsbankans frá í morgun þar sem greint var frá því að aðeins fyrstu kaupendur geri nú fengið verðtryggt íbúðalán og að breytilegir vextir beri fast álag ofan á stýrivexti Seðlabankans. Breytingarnar eru gerðar eftir dóm Hæstaréttar sem gerði ákveðna skilmála lána með breytilegum vöxtum ólöglega. Landsbankinn greindi frá því að verðtryggð íbúðalán til fyrstu kaupenda verði veitt til tuttugu ára og verði á föstum vöxtum út lánstímann. Slík lán hafa lengi verið til allt að fjörutíu ára á Íslandi. Alþingi Vaxtamálið Fjármál heimilisins Fjármálafyrirtæki Landsbankinn Lánamál Tengdar fréttir Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Landsbankinn mun aðeins bjóða fyrstu kaupendum verðtryggð lán. Bankastjórinn segist ekki sjá jafn mikinn grundvöll fyrir verðtryggingu. Breytingin hefur ekki áhrif á þá sem eru með verðtryggð lán hjá bankanum nú þegar. 24. október 2025 12:02 Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Íslandsbanki hefur bæst í hóp lánveitenda sem ákveðið hafa að gera hlé á veitingu verðtryggðra lána með breytilegum vöxtum til einstaklinga vegna lánamálsins svokallaða. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Fjármálaráðherra segir að skoðað sé hvernig búa megi til eðlileg viðmið fyrir verðtryggð lán. Dósent í viðskiptafræði segir óvissuna nú vonda en nauðsynlega. 21. október 2025 12:26 Skilmálarnir umdeildu ógiltir Hæstiréttur hefur fallist á kröfur neytenda að hluta í Vaxtamálinu svokallaða. Málið varðaði tugmilljarða hagsmuni neytenda annars vegar og stóru viðskiptabankanna þriggja hins vegar. 14. október 2025 13:36 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Sjá meira
Í tilkynningu frá flokknum segir að ljóst sé að nýfallinn dómur Hæstaréttar hafi skapað óvissu sem brýnt sé að eyða. Ákveðnir skilmálar lána með breytilega vexti hjá Íslandsbanka voru dæmdir ólögmætir í Hæstarétti í síðustu viku. Var það niðurstaða bankans að bankinn hefði aðeins mátt miða við stýrivexti Seðlabankans þegar hann ákvað breytingar á vöxtum lánanna. Viðskiptabankarnir og fleiri lánastofnanir hafa á síðustu dögum brugðist við dómnum með því að hætta tímabundið afgreiðslu ákveðinna lána en bæði Landsbankinn og Arion banki bíða niðurstöðu í sambærilegum málaferlum gegn þeim. Í tilkynningu frá Framsókn segir að frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um breytingu á lögum um fjármálafyrirtæki – svokölluð CRR III reglugerð – muni hafa veruleg áhrif á lánamarkaðinn og þyngja róðurinn fyrir stóran hluta lántakenda. „Breytt framboð Landsbankans á íbúðalánum varpar skýru ljósi á þær áskoranir sem dómurinn og innleiðing CRR III hefur í för með sér og mun að óbreyttu bitna harkalega á tekjulægri og skuldsettari hluta lántakenda,“ segir í tilkynningunni. Þarna er vísaði í tilkynningu Landsbankans frá í morgun þar sem greint var frá því að aðeins fyrstu kaupendur geri nú fengið verðtryggt íbúðalán og að breytilegir vextir beri fast álag ofan á stýrivexti Seðlabankans. Breytingarnar eru gerðar eftir dóm Hæstaréttar sem gerði ákveðna skilmála lána með breytilegum vöxtum ólöglega. Landsbankinn greindi frá því að verðtryggð íbúðalán til fyrstu kaupenda verði veitt til tuttugu ára og verði á föstum vöxtum út lánstímann. Slík lán hafa lengi verið til allt að fjörutíu ára á Íslandi.
Alþingi Vaxtamálið Fjármál heimilisins Fjármálafyrirtæki Landsbankinn Lánamál Tengdar fréttir Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Landsbankinn mun aðeins bjóða fyrstu kaupendum verðtryggð lán. Bankastjórinn segist ekki sjá jafn mikinn grundvöll fyrir verðtryggingu. Breytingin hefur ekki áhrif á þá sem eru með verðtryggð lán hjá bankanum nú þegar. 24. október 2025 12:02 Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Íslandsbanki hefur bæst í hóp lánveitenda sem ákveðið hafa að gera hlé á veitingu verðtryggðra lána með breytilegum vöxtum til einstaklinga vegna lánamálsins svokallaða. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Fjármálaráðherra segir að skoðað sé hvernig búa megi til eðlileg viðmið fyrir verðtryggð lán. Dósent í viðskiptafræði segir óvissuna nú vonda en nauðsynlega. 21. október 2025 12:26 Skilmálarnir umdeildu ógiltir Hæstiréttur hefur fallist á kröfur neytenda að hluta í Vaxtamálinu svokallaða. Málið varðaði tugmilljarða hagsmuni neytenda annars vegar og stóru viðskiptabankanna þriggja hins vegar. 14. október 2025 13:36 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Sjá meira
Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Landsbankinn mun aðeins bjóða fyrstu kaupendum verðtryggð lán. Bankastjórinn segist ekki sjá jafn mikinn grundvöll fyrir verðtryggingu. Breytingin hefur ekki áhrif á þá sem eru með verðtryggð lán hjá bankanum nú þegar. 24. október 2025 12:02
Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Íslandsbanki hefur bæst í hóp lánveitenda sem ákveðið hafa að gera hlé á veitingu verðtryggðra lána með breytilegum vöxtum til einstaklinga vegna lánamálsins svokallaða. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Fjármálaráðherra segir að skoðað sé hvernig búa megi til eðlileg viðmið fyrir verðtryggð lán. Dósent í viðskiptafræði segir óvissuna nú vonda en nauðsynlega. 21. október 2025 12:26
Skilmálarnir umdeildu ógiltir Hæstiréttur hefur fallist á kröfur neytenda að hluta í Vaxtamálinu svokallaða. Málið varðaði tugmilljarða hagsmuni neytenda annars vegar og stóru viðskiptabankanna þriggja hins vegar. 14. október 2025 13:36