Andstæður og brot í Salnum Magnús Guðmundsson skrifar 18. nóvember 2016 10:00 Hildigunnur, Hafdís, Grímur, Una og Kristján Karl verða í Salnum á sunnudagskvöldið. Tónleikaröðin Tíbrá í Salnum í Kópavogi hefur farið sérstaklega vel af stað á þessu hausti. Næstu tónleikar eru á sunnudagskvöldið undir yfirskriftinni Contrast – Fragments, eða andstæður – brot. En á meðal verka er nýtt verk eftir Unu Sveinbjarnardóttur sem hún segir að hafi reyndar verið frumflutt á Dalvík í sumar. „Við erum þarna hópur sem var að spila saman á Bergmálshátíðinni á Dalvík í sumar. Við ætlum að spila verk eftir mig við Vögguvísu eftir Ragnar Helga Ólafsson og það er í fyrsta skipti sem ég sem fyrir undirbúið píanó en ég er að spila á víólu í því verki. Með mér verða svo þau Kristján Karl Bragason á píanó, Grímur Helgason á klarínett og Hafdís Vigfúsdóttir á flautu og síðast en ekki síst Hildigunnur Einarsdóttir, mezzósópran. Svo verðum við líka með lítil fiðluverk eftir mig, Bartók; Contrasts tríóið fyrir fiðlu, klarínett og píanó og sitthvað fleira en þetta verður mjög fjölbreytt og skemmtileg efnisskrá. Fleiri íslensk verk verða á efnisskránni auk þess sem franskur impressjónismi kemur við sögu. Þannig að það verða þarna bæði andstæður og brot enda er það yfirskriftin.“ Una segir að það sé skemmtilegt hversu vel Tíbrá hefur farið af stað í haust. „Það er gaman að hafa svona röð í gangi í Kópavogi því það er svo mikið að gerast í Hörpu og skemmtilegt að láta þetta dreifast aðeins. Þetta er æðislegur salur og það er alltaf gaman að spila þarna.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. nóvember. Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Tónleikaröðin Tíbrá í Salnum í Kópavogi hefur farið sérstaklega vel af stað á þessu hausti. Næstu tónleikar eru á sunnudagskvöldið undir yfirskriftinni Contrast – Fragments, eða andstæður – brot. En á meðal verka er nýtt verk eftir Unu Sveinbjarnardóttur sem hún segir að hafi reyndar verið frumflutt á Dalvík í sumar. „Við erum þarna hópur sem var að spila saman á Bergmálshátíðinni á Dalvík í sumar. Við ætlum að spila verk eftir mig við Vögguvísu eftir Ragnar Helga Ólafsson og það er í fyrsta skipti sem ég sem fyrir undirbúið píanó en ég er að spila á víólu í því verki. Með mér verða svo þau Kristján Karl Bragason á píanó, Grímur Helgason á klarínett og Hafdís Vigfúsdóttir á flautu og síðast en ekki síst Hildigunnur Einarsdóttir, mezzósópran. Svo verðum við líka með lítil fiðluverk eftir mig, Bartók; Contrasts tríóið fyrir fiðlu, klarínett og píanó og sitthvað fleira en þetta verður mjög fjölbreytt og skemmtileg efnisskrá. Fleiri íslensk verk verða á efnisskránni auk þess sem franskur impressjónismi kemur við sögu. Þannig að það verða þarna bæði andstæður og brot enda er það yfirskriftin.“ Una segir að það sé skemmtilegt hversu vel Tíbrá hefur farið af stað í haust. „Það er gaman að hafa svona röð í gangi í Kópavogi því það er svo mikið að gerast í Hörpu og skemmtilegt að láta þetta dreifast aðeins. Þetta er æðislegur salur og það er alltaf gaman að spila þarna.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. nóvember.
Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira