Andstæður og brot í Salnum Magnús Guðmundsson skrifar 18. nóvember 2016 10:00 Hildigunnur, Hafdís, Grímur, Una og Kristján Karl verða í Salnum á sunnudagskvöldið. Tónleikaröðin Tíbrá í Salnum í Kópavogi hefur farið sérstaklega vel af stað á þessu hausti. Næstu tónleikar eru á sunnudagskvöldið undir yfirskriftinni Contrast – Fragments, eða andstæður – brot. En á meðal verka er nýtt verk eftir Unu Sveinbjarnardóttur sem hún segir að hafi reyndar verið frumflutt á Dalvík í sumar. „Við erum þarna hópur sem var að spila saman á Bergmálshátíðinni á Dalvík í sumar. Við ætlum að spila verk eftir mig við Vögguvísu eftir Ragnar Helga Ólafsson og það er í fyrsta skipti sem ég sem fyrir undirbúið píanó en ég er að spila á víólu í því verki. Með mér verða svo þau Kristján Karl Bragason á píanó, Grímur Helgason á klarínett og Hafdís Vigfúsdóttir á flautu og síðast en ekki síst Hildigunnur Einarsdóttir, mezzósópran. Svo verðum við líka með lítil fiðluverk eftir mig, Bartók; Contrasts tríóið fyrir fiðlu, klarínett og píanó og sitthvað fleira en þetta verður mjög fjölbreytt og skemmtileg efnisskrá. Fleiri íslensk verk verða á efnisskránni auk þess sem franskur impressjónismi kemur við sögu. Þannig að það verða þarna bæði andstæður og brot enda er það yfirskriftin.“ Una segir að það sé skemmtilegt hversu vel Tíbrá hefur farið af stað í haust. „Það er gaman að hafa svona röð í gangi í Kópavogi því það er svo mikið að gerast í Hörpu og skemmtilegt að láta þetta dreifast aðeins. Þetta er æðislegur salur og það er alltaf gaman að spila þarna.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. nóvember. Mest lesið Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Hvar er Donald Trump? Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Lífið Pelsafár hraustra karlmanna geisar á landinu Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Tónleikaröðin Tíbrá í Salnum í Kópavogi hefur farið sérstaklega vel af stað á þessu hausti. Næstu tónleikar eru á sunnudagskvöldið undir yfirskriftinni Contrast – Fragments, eða andstæður – brot. En á meðal verka er nýtt verk eftir Unu Sveinbjarnardóttur sem hún segir að hafi reyndar verið frumflutt á Dalvík í sumar. „Við erum þarna hópur sem var að spila saman á Bergmálshátíðinni á Dalvík í sumar. Við ætlum að spila verk eftir mig við Vögguvísu eftir Ragnar Helga Ólafsson og það er í fyrsta skipti sem ég sem fyrir undirbúið píanó en ég er að spila á víólu í því verki. Með mér verða svo þau Kristján Karl Bragason á píanó, Grímur Helgason á klarínett og Hafdís Vigfúsdóttir á flautu og síðast en ekki síst Hildigunnur Einarsdóttir, mezzósópran. Svo verðum við líka með lítil fiðluverk eftir mig, Bartók; Contrasts tríóið fyrir fiðlu, klarínett og píanó og sitthvað fleira en þetta verður mjög fjölbreytt og skemmtileg efnisskrá. Fleiri íslensk verk verða á efnisskránni auk þess sem franskur impressjónismi kemur við sögu. Þannig að það verða þarna bæði andstæður og brot enda er það yfirskriftin.“ Una segir að það sé skemmtilegt hversu vel Tíbrá hefur farið af stað í haust. „Það er gaman að hafa svona röð í gangi í Kópavogi því það er svo mikið að gerast í Hörpu og skemmtilegt að láta þetta dreifast aðeins. Þetta er æðislegur salur og það er alltaf gaman að spila þarna.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. nóvember.
Mest lesið Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Hvar er Donald Trump? Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Lífið Pelsafár hraustra karlmanna geisar á landinu Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira