Innlent

Suður­lands­vegur lokaður vestan Hellu vegna um­ferðar­slyss

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Slysið varð vestan Hellu við Rauðalæk.
Slysið varð vestan Hellu við Rauðalæk. Kort/Loftmyndir.is

Suðurlandsvegi hefur verið lokað við Rauðalæk vestan Hellu vegna umferðarslyss klukkan hálf ellefu í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi varð tveggja bíla árekstur og heldur lögreglan á Hvolsvelli utan um málið.

Tveir sjúkrabílar og tækjabíll slökkviliðs voru sendir á vettvang en maður mun vera fastur í öðrum bílanna. Rannsóknarlögreglumenn frá Selfossi eru sömuleiðis á leiðinni á slysstað.

Uppfært 11:13:
Verið er að flytja slasaða á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi, þar sem ákvörðun verður tekin hvort viðkomandi verði fluttur áfram til Reykjavíkur.

Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur ekki verið óskað eftir aðstoð þyrlu.

Uppfært 11:50:
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi rákust tveir bílar saman sem komu úr gagnstæðri átt. Einn var fluttur með sjúkrabíl, en hann ku ekki vera í lífshættu.

Uppfært 11:51:
Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi sem barst 11:46 segir að umferð sé beint um hjáleið, eða um Landveg (26) og Árbæjarveg (271). Ekki er vitað að svo stöddu hvað lokunin varir lengi.

Uppfært klukkan 13:30
Opnað hefur verið fyrir umferð um Suðurlandsveg á nýjan leik.

Fréttin verður uppfærð.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.