Líkaminn er hljóðfæri Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 11. október 2016 10:30 "Það er dásamlegt að fylgjast með fólki sem hefur fengið stimpilinn laglaus og heyra það flytja laglínur,“ segir Sólrún. Vísir/Stefán „Ég er að byggja upp námskeið fyrir alla sem vilja kynnast röddinni sinni og nota hana. Þar eru þrjár kjarnaleiðir, ein fyrir sólóista, önnur fyrir söngáhugafólk og sú þriðja fyrir þá sem kjósa radd- og sjálfseflingu,“ segir Sólrún Bragadóttir söngkona um starfsemi síns nýstofnaða söngskóla Allelúja sem er til húsa í Tónskóla Sigursveins í Hraunbergi í Breiðholti. Hún kveðst hafa afbragðs fólk með sér við skólann. „Við héldum opnunarhátíð síðasta fimmtudag í Fella- og Hólakirkju, þar mætti fólk á öllum aldri sem söng og hreyfði sig og þar myndaðist dásamlegur kór,“ segir hún. T ekur þó fram að námið í skólanum verði einstaklingsmiðað, hvort sem um verði að ræða sólósöngvara eða jafnvel einhverja sem aldrei hafi sungið. „Það er dásamlegt að fylgjast með fólki sem hefur fengið stimpilinn laglaus og heyra það flytja laglínur. Fá það til að nota röddina og frelsast á vissan hátt.“ Hún segir röddina vera vissan spegil á líðan fólks. „Líkaminn er í raun hljóðfæri; streita, áreiti og ójafnvægi hefur áhrif á slímhúðina og þá líka röddina,“ útskýrir hún og kveðst byggja kennsluna á eigin reynslu. Sólrún býr bæði á Íslandi og Ítalíu. „Ég er að færa mig meira heim og skapa grundvöll fyrir skólastarfið hér en tengi það líka sumarskóla á Ítalíu. Þar er ég búin að fá aðgengi að fallegu klaustri og þangað getur fólk komið og unnið með röddina sína,“ segir hún. Þetta haust er prufutími að sögn Sólrúnar. „Við njörvum námið ekki niður eins og venjulegir tónlistarskólar. Fyrsta námskeiðið byrjaði 7. október hjá okkur og svo erum við líka með helgarnámskeið og enn auðvelt að hafa samband og skrá sig,“ segir Sólrún sem er með heimasíðuna www.soulflowsinging.com Greinin birtist fyrst 11. október 2016. Lífið Mest lesið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Matur Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Lífið Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt Menning Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Fleiri fréttir Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Sjá meira
„Ég er að byggja upp námskeið fyrir alla sem vilja kynnast röddinni sinni og nota hana. Þar eru þrjár kjarnaleiðir, ein fyrir sólóista, önnur fyrir söngáhugafólk og sú þriðja fyrir þá sem kjósa radd- og sjálfseflingu,“ segir Sólrún Bragadóttir söngkona um starfsemi síns nýstofnaða söngskóla Allelúja sem er til húsa í Tónskóla Sigursveins í Hraunbergi í Breiðholti. Hún kveðst hafa afbragðs fólk með sér við skólann. „Við héldum opnunarhátíð síðasta fimmtudag í Fella- og Hólakirkju, þar mætti fólk á öllum aldri sem söng og hreyfði sig og þar myndaðist dásamlegur kór,“ segir hún. T ekur þó fram að námið í skólanum verði einstaklingsmiðað, hvort sem um verði að ræða sólósöngvara eða jafnvel einhverja sem aldrei hafi sungið. „Það er dásamlegt að fylgjast með fólki sem hefur fengið stimpilinn laglaus og heyra það flytja laglínur. Fá það til að nota röddina og frelsast á vissan hátt.“ Hún segir röddina vera vissan spegil á líðan fólks. „Líkaminn er í raun hljóðfæri; streita, áreiti og ójafnvægi hefur áhrif á slímhúðina og þá líka röddina,“ útskýrir hún og kveðst byggja kennsluna á eigin reynslu. Sólrún býr bæði á Íslandi og Ítalíu. „Ég er að færa mig meira heim og skapa grundvöll fyrir skólastarfið hér en tengi það líka sumarskóla á Ítalíu. Þar er ég búin að fá aðgengi að fallegu klaustri og þangað getur fólk komið og unnið með röddina sína,“ segir hún. Þetta haust er prufutími að sögn Sólrúnar. „Við njörvum námið ekki niður eins og venjulegir tónlistarskólar. Fyrsta námskeiðið byrjaði 7. október hjá okkur og svo erum við líka með helgarnámskeið og enn auðvelt að hafa samband og skrá sig,“ segir Sólrún sem er með heimasíðuna www.soulflowsinging.com Greinin birtist fyrst 11. október 2016.
Lífið Mest lesið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Matur Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Lífið Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt Menning Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Fleiri fréttir Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Sjá meira