Líkaminn er hljóðfæri Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 11. október 2016 10:30 "Það er dásamlegt að fylgjast með fólki sem hefur fengið stimpilinn laglaus og heyra það flytja laglínur,“ segir Sólrún. Vísir/Stefán „Ég er að byggja upp námskeið fyrir alla sem vilja kynnast röddinni sinni og nota hana. Þar eru þrjár kjarnaleiðir, ein fyrir sólóista, önnur fyrir söngáhugafólk og sú þriðja fyrir þá sem kjósa radd- og sjálfseflingu,“ segir Sólrún Bragadóttir söngkona um starfsemi síns nýstofnaða söngskóla Allelúja sem er til húsa í Tónskóla Sigursveins í Hraunbergi í Breiðholti. Hún kveðst hafa afbragðs fólk með sér við skólann. „Við héldum opnunarhátíð síðasta fimmtudag í Fella- og Hólakirkju, þar mætti fólk á öllum aldri sem söng og hreyfði sig og þar myndaðist dásamlegur kór,“ segir hún. T ekur þó fram að námið í skólanum verði einstaklingsmiðað, hvort sem um verði að ræða sólósöngvara eða jafnvel einhverja sem aldrei hafi sungið. „Það er dásamlegt að fylgjast með fólki sem hefur fengið stimpilinn laglaus og heyra það flytja laglínur. Fá það til að nota röddina og frelsast á vissan hátt.“ Hún segir röddina vera vissan spegil á líðan fólks. „Líkaminn er í raun hljóðfæri; streita, áreiti og ójafnvægi hefur áhrif á slímhúðina og þá líka röddina,“ útskýrir hún og kveðst byggja kennsluna á eigin reynslu. Sólrún býr bæði á Íslandi og Ítalíu. „Ég er að færa mig meira heim og skapa grundvöll fyrir skólastarfið hér en tengi það líka sumarskóla á Ítalíu. Þar er ég búin að fá aðgengi að fallegu klaustri og þangað getur fólk komið og unnið með röddina sína,“ segir hún. Þetta haust er prufutími að sögn Sólrúnar. „Við njörvum námið ekki niður eins og venjulegir tónlistarskólar. Fyrsta námskeiðið byrjaði 7. október hjá okkur og svo erum við líka með helgarnámskeið og enn auðvelt að hafa samband og skrá sig,“ segir Sólrún sem er með heimasíðuna www.soulflowsinging.com Greinin birtist fyrst 11. október 2016. Lífið Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fleiri fréttir Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Sjá meira
„Ég er að byggja upp námskeið fyrir alla sem vilja kynnast röddinni sinni og nota hana. Þar eru þrjár kjarnaleiðir, ein fyrir sólóista, önnur fyrir söngáhugafólk og sú þriðja fyrir þá sem kjósa radd- og sjálfseflingu,“ segir Sólrún Bragadóttir söngkona um starfsemi síns nýstofnaða söngskóla Allelúja sem er til húsa í Tónskóla Sigursveins í Hraunbergi í Breiðholti. Hún kveðst hafa afbragðs fólk með sér við skólann. „Við héldum opnunarhátíð síðasta fimmtudag í Fella- og Hólakirkju, þar mætti fólk á öllum aldri sem söng og hreyfði sig og þar myndaðist dásamlegur kór,“ segir hún. T ekur þó fram að námið í skólanum verði einstaklingsmiðað, hvort sem um verði að ræða sólósöngvara eða jafnvel einhverja sem aldrei hafi sungið. „Það er dásamlegt að fylgjast með fólki sem hefur fengið stimpilinn laglaus og heyra það flytja laglínur. Fá það til að nota röddina og frelsast á vissan hátt.“ Hún segir röddina vera vissan spegil á líðan fólks. „Líkaminn er í raun hljóðfæri; streita, áreiti og ójafnvægi hefur áhrif á slímhúðina og þá líka röddina,“ útskýrir hún og kveðst byggja kennsluna á eigin reynslu. Sólrún býr bæði á Íslandi og Ítalíu. „Ég er að færa mig meira heim og skapa grundvöll fyrir skólastarfið hér en tengi það líka sumarskóla á Ítalíu. Þar er ég búin að fá aðgengi að fallegu klaustri og þangað getur fólk komið og unnið með röddina sína,“ segir hún. Þetta haust er prufutími að sögn Sólrúnar. „Við njörvum námið ekki niður eins og venjulegir tónlistarskólar. Fyrsta námskeiðið byrjaði 7. október hjá okkur og svo erum við líka með helgarnámskeið og enn auðvelt að hafa samband og skrá sig,“ segir Sólrún sem er með heimasíðuna www.soulflowsinging.com Greinin birtist fyrst 11. október 2016.
Lífið Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fleiri fréttir Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Sjá meira