Sport

"Áttum þetta 100% skilið“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ásta með gullmedalíuna sína.
Ásta með gullmedalíuna sína. vísir/ingviþ
„Ég trúi þessu varla sjálf. En við unnum ógeðslega mikið fyrir þessu og áttum þetta 100% skilið,“ sagði Ásta Kristinsdóttir, ein af gullstelpunum sem urðu Evrópumeistarar í áhaldafimleikum í dag.

„Þótt við hefðum ekki neglt öll stökkin okkar vorum við búnar að vinna fyrir þessu,“ bætti Ásta við.

Íslenska liðið sýndi glæsileg tilþrif í dansinum sem skilaði því 21,783 í einkunn.

„Við vorum búnar að æfa dansinn stíft og vinna mikið í honum. Við vorum líka búnar að vera á mjög stífum stökkæfingum,“ sagði Ásta og bætti því við að íslenska liðið hefði alltaf sett stefnuna á gullið.

„Við vorum alltaf með hugann 100% við gullið. Við mættum á hverja æfingu með það hugarfar að við ætluðum að vinna mótið.“


Tengdar fréttir

Gott að byrja í þessu liði

Eftir farsælan feril í áhaldafimleikum ákvað Norma Dögg Róbertsdóttir að söðla um og færði sig yfir í hópfimleika þar sem hún finnur sig vel. Hún hjálpaði blandaða liðinu að tryggja sig inn í úrslitin á EM í gær.

Stelpurnar tóku gullið

Ísland eignaðist nú rétt í þessu Evrópumeistara í hópfimleikum er stúlknaliðið vann öruggan sigur í sínum flokki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×